Það þarf að tvöfalda báða. 120km/kl hámarkshraði.

eru 50km sinnum 3 til Keflavíkur, Borgarnes og Selfoss þessu lýðveld ofviða að tvöfalda, lýsa upp og jafnvel hita upp.

Það þarf að teikna upp nokkra möguleika á Selfoss tvöfalda veg sem væri norðan við bláföll og sunnan við heiðina, svolítið eins og þrengslin. Einnig væri hægt að gera göng frá kaffistofu á Hveragerði. eða í gengum bláfjall.

Vegurinn til Keflavíkur er í tvöföldun, lagður upp og niður svo það myndar blindhæðir, gerður í sveiga svo að það myndar blindakstur. Hvaða tilefni sem er gerir það að verkum að hraðinn er dregin niður og efast um að þeir losi sig við hringtorgin á endunum og þeir vilja að sjálfsögðu ekki hafa 120km hámarkshraða eins og er á 2-3földum vegum á norðurlöndum

Svo þarf líka að 2falda að göngunum og fækka hringtorgum í Mosfellsbæ um helming. Einnig þarf að teikna stystu og bestu leið í borgarnes fá göngum, endilega sleppa hringtogi. Skil ekki hvar þessir skipulagssérfræðingar lærðu að það ætti að setja hringtorg á þjóðvegi.


mbl.is Þétt umferð áfallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég keyri nokkuð oft á milli Reykjavíkur og Akureyrar; ef ekki aðra hverja helgi, a. m. k. þriðju hverja. Raunar hefur dregið úr þesum akstri mínum eftir áramótin, en það er önnur saga.

Á þessari leið eru ákveðnir hlutar sem fara meira í taugarnar á mér en aðrir. Hringtorgin í Mosfellsbæ, sem hafa engan annan tilgang en að draga úr umferðarhraða, hringtorgið að/til Borgarness, sem þjónar sama tilgangi, sem og einbreiðta brúin á milli Brúar- og Staðarskála (sem stendur þó til bóta á komandi mánuðum).

Ég tek heilshugar undir með þér; ákjósanlegt væri að fjölga akreinum í tvær í báðar áttir fráMosfellsbæ til Hvalfjarðarganga (vonandi verður það tekið til athugunar með viðbótargöngunum). Í austuráttina þarf nauðsynlega að gera einhverjar ráðstafanir varðandi Kambana og hringtorgið í Hveragerði, svo ekki sé minnst á gatnamótin við Selfoss og Grímsnes.

Þjóðvegur 1 býður að jafnaði upp á 100 km/klst, sumir kaflar undir þeim mörkum, aðrir yfir. Hvers vegna fráviksmörkin voru lækkuð úr 10 í 5 kílómetra er mér óskiljanlegt. Fráviksmörk bifreiða úr verksmiðju eru um 10% að jafnaði að mig minnir - innbyggðir mælar eru ekki 100% nákvæmir fremur en radarmælingar lögreglunnar.

Vonandi afsakarðu röflið, ég er aðeins orðinn langþreyttur á þessu vegakerfi og lögregluríki okkar.

Sigurður Axel Hannesson, 1.8.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Johnny Bravo

Svo eru það ekki bara hringtorg, það eru þessar þyrpingar sem fá að lækka hraðan úr 90 í 70, Víðihlíð og Bifröst. Næsta sem kemur eru 2 hringtorg við Bifröst. Eflaust til að minnka hraðan. hehe Ef menn vilja tengja svona staði við þá verða menn bara að byggja "T" eða 1000m aðreinar og fráreinar.

Svo eru staðir eins og Borgarnes og Blönduós og fleiri alltaf að stækka meðfram þjóðveginum. Eftir hringtorgið 

Einnig er mjög vitlaust að leggja krappar beygjur eftir miklar brekkur, það sparar kannski við lagningu vegar en veltir kostnaði af eldsneyti á ökumenn næstu 50-100árinn.

Johnny Bravo, 5.8.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband