Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Patentlausn og ekki í verkahring hans.

Það er alveg ótrúlegt hvað lítil hagsmunasamtök ætla að beita sér í utanríkismálum Íslendinga.

Mér finnst menn vera að leika USA kortinu, tala um utanríkismál svo það taka athyglina af því sem skiptir máli..

Svo segir hann að flest bendi til að hagsmunum okkar sé betur borgið.

Ég segi að flest bendi til að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.

En það væri málefnalegra að ræða hvaða þættir þetta eru?

Menn tala um lægri vexti, það er gott að við höfum háavexti núna annars væri þenslan enn meiri og verðbólgan þvílík. Ef vextir lækka þá hækkar húsnæðisverð að sama skapi um 75-100%.

Svo binda menn mikinn kostnað við notkun krónunar við að kaupa inní landið, þetta er bara tómt þvaður.

Ef við viljum lægri vexti getur alþingi breytt þeim lögum sem eru um seðlabankann og gefið honum hærra verðbólgumarkmið jafnvel án húsnæðis. Þá gætu vextir lækkað hraðar.

Nú ef menn vilja vörur frá ESB inní landið án tolla þá er það Alþingi sem ákveður það. Í ESB ráðum við engu um okkar tolla mál bara opið frá ESB og lokað á aðra samkvæmt reglum ESB.

Fólk verður að átta sig á hvað þetta er. Fyrst var þetta tollabandalag, svo fegra menn það og kalla það fríverslunarsvæði, þar sem restin af heiminum er lokkuð úti með tollmúrum. Td. er gott fyrir Spánverja að það séu háir tollar á Appelsínum og borgaðir styrkir fyrir að framleiða þær.  Þess tollmúrar gera það að verkum að efnahagsástand í Afríku er í molum með tilheyrandi hörmungum fólks.

ESB notar 40% af fjárlögum sínum í að styrkja landbúnaðarframleiðslu, þannig að það þarf að offramleiða mat í þessum löndum (með tilheyrandi mengun) til að tryggja það að það sé okkar val hvenær aðrir svelta og að aðrir geti ekki svelt okkur.

 


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi í Kína

Öll mannréttindi eru þverbrotin og margbrotin í Kína.

En veit fólk að sá sem réð í Tíbet áður en kommúnuistarnir tóku þar völd var mikil harðstjóri og lög landsins höfðu refsingar við lagabrotum mjög harðar, missa hendi vegna þjófnaðar og svo framvegis.

Yfirlýsing frá Johnny Bravo

Lýðræði og frjáls verslun til allra.


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á afgangi af ríkissjóði.

 

Á þessari fínu teikningu eftir mig má sjá vexti lánastofnana hjá Seðlabankanum.

 

graf

 

Allar lánastofnanir geta semsagt lagt inn fé á sinn reikning hjá seðlabankanum og fengið þessa vexti.

Af hverju gerir seðlabankinn þetta? Jú til að fá lánastofnanir til að veita lán þegar lítið er að gerast í hagkerfinu og fá þá til að hætta að lána þegar mikið er að gerast. Þarna er verið að reyna að stýra eftirspurn og þar með verðbólgu.

Fjárfestingar fyrirtækja minnka, þau þurfa að draga saman seglin og eitthver fara jafnvel á hausinn, þá losnar um vinnuafl, sem aðrir geta fengið.  Þetta dregur í launaskriði sem hefur náttúrulega verið of hratt undanfarið á Íslandi.

Aðgangur að lánsfjármagni almennings og hækkun skammtímavaxta á að auka sparnað og aðgengi að háum vöxtum á einnig að lokka almenning frá því að eyða yfir í að spara. Eftir smá stund hefur fólk minna fé milli handa og hækkanir fasteignaverðs ganga hægar, sem minnkar verðbólgu.

 Þetta var löng romsa um hvernig þetta á að virka. 

Vandamálið á Íslandi:

Ríkistjórnin gleymdi að reyna að halda vaxtastiginu og verðbólgunni stöðugri, hvernig gerir ríkisstjórn það? Jú með því að hafa afgang af fjárlögum og borga erlendar skuldir eða fjárfesta í útlöndum. Þannig er eftirspurninni hamin og raunverulegt fé skapað úr þenslunni, ef þetta er ekki gert hverfur þenslan í verðbólgu og vaxtabálið.

Mörg af okkar vandamálum er lúxus og vegna þess hve vel hefur gengið, sem dæmi má taka húsnæðisverð sem var fáránlega lágt á Íslandi miðað við í nágrannalöndunum. Svo um leið og aðgengi almennings hækkaði verðið að sjálfssögðu, enda getur húskaupanda verið sama hvort hús kostar 20milljónir eða 100milljónir, það sem skiptir hann máli er hvað húsnæðið kostar á mánuði, þessi húsnæðishækkun mælist svo sem verðbólga og þá hækkar seðlabanki vexti til að lækka húsnæðisverð almennings, það er erfitt að sjá að nokkur sé bættur með þessu,

Augljóslega ekki þeir sem eiga húsnæði, ekki þeir sem eru að kaupa fyrsta húsnæði, því gott aðgengi, hátt lánshlutfall og láir vextir skipta þar aðalmáli. Ef verðbólga er mæld án húsnæðisverðs lækkar hún úr 4% að meðaltali síðustu 5ár í 2% að meðaltali síðustu 5ár. Húsnæði kostar 75% meira á hvern fermeter í Kaupmannahöfn. 100m2 þar kostar þar um 45milljónir en í Reykjavík um 25milljónir. Þar eru vextir tæpir 5% og á Íslandi 5% + 4% (verðtrygging, dæmi um vaxtagreiðslur lítur þá svona út:

KBH 45m*0,05/12=188.000kr

RVK 25m*0,09/12=188.000kr

Hver er þá tilgangurinn með að beita vöxtum gegn húsnæðisverði?  Ef við ætlum að ná jafnvægi í vöxtum í nánustu framtíð, getum við annaðhvort beðið á meðan að vextirnir bíta af okkur mestu þensluna og þá geta þeir farið að lækka, fólk fer að hætta að nota yfirdrátt og bílalán og fer að notafæra sér góða innlánsvexti. Bankarnir fara að auglýsa innlánsvexti til að fjármagna sig.

Eða ríkið getur reynt að hafa hagnað af ríkissjóði til að tappa þensluna útúr hagkerfinu, allavega hallærislegt hjá sjálfum forsætisráðherra að biðja okkur með 3,5-7milljónir í heimili að taka á okkur þensluna þegar við erum öll með í sérstöku hagsmunafélagi sem er ríkissjóður og hann er formaður félagsins og með 700.000milljónir í rekstur. 5-10% hagnaður hjá honum væri 35-70.000milljónir.  En alltaf segir hann svo að heita skuldlaus, en hvernig væri að láta vextina vinna fyrir okkur? Eða eiga fé til að fá efnahagástandið í gang ef illa gengur.

 

Það má fá ríkissjóð í hagnað með nokkrum aðferðum:

Hækka skatta, lækka útgjöld.

Auka má þenslu með því að:

Lækka skatta og auka útgjöld. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Guðni Ágústsson: Ábyrgðin hjá forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með aðra tolla?

Það eru tollkvótar á kjúkling og osta, hvernig væri að breyta þeim tolli í 10-20% toll eða fella þá alveg niður, ost má kaupa á 400 kr/kg í Danmörku með virðisauka og kjúklingabringur á 500 kr/kg samt kostar þetta 1100 kr/kg og 2500 kr/kg en oft á tilboði á 1200-1400 kr/kg á Íslandi, þetta er 2,5 sinnum dýrar hér.

Eina sem þarf að gera er að auka þann kvóta sem má flytja inn. Þetta gæti jafnvel gert að fólk myndi ekki fara og eyða öllu sínu fé í útlöndum þegar það á frí, þá þarf bara að lækka tolla og skatta á áfengi og bensín og við getum farið að fara í frí á Íslandi, með tilheyrandi atvinnusköpun fyrir landeigendur. Mjólkurduft og svínakjöt má einnig fá mjög ódýrt og það fé sem sparast í landbúnaðarstyrki má nota til að lækka þessa skatta sem hvetur fólk til að ferðast innanland.

Hættið þið að kenna Bónus, Krónunni og Nettó um matarverð þegar þeir geta aðeins keypt mjólkur vörur á einum stað og aðrar vörur á 2-3. Fólk vill fara í ESB til að fá frjálst flæði vöru inní landið, en samt eru þetta tollar sem Alþingi ákveður.

Engin er frjáls sem ekki getur verslað frjálst.

 


mbl.is Fóðurblöndutollar verða felldir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnny hver?

Johnny Bravo er hot..... Johnny Logan not.
mbl.is Johnny Logan á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála OECD

Ef húsnæði hækkar, þá hækkar VNV, þá hækkar Seðlabankinn, vexti þá hækkar kostnaður við húsnæði meira og þá hækkar seðlabanki meira vexti og þetta heldur endalaust áfram að öllu óbreyttu.

Það er ekki fyrr en allt annað hefur lækkað nóg til að jafna út hækkanir húsnæðis. Hækkanir á húsnæði eru af hinu góða því húsnæði er tiltölulega jafn skipt milli landsmanna.

Afborganir af 20milljónum á  9% vöxtum er 1,8milljónir á ári

                     40                    4,5%               1,8milljónir

Húsnæðisverð verður að FÁ að hækka í friði, hvort sem menn trúa eða ekki þá er það næstum helmingi hærra í höfuðborgum norðurlanda, þar er hundurinn grafinn, svo mikil velgengni átti sér veikan ósveigjanlegan blett í hagkerfinu.

Það er betra að koma að húsnæðismarkaði með hátt verð og fullt af lánsfjármagni á góðum kjörum en öfugt, sérstaklega við fyrstu kaup.

 


mbl.is Seðlabanki leggi meiri áherslu á verðbólguvæntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar einkunnir: Græddur er geymdur eyrir

Þetta eru bara flottar einkunnir, aðrir útkjálkar og nýrík lönd búa ekki við svona gott lánshæfimat.

Svo má gott segja að fjárhagsstyrkbankana var ekki breitt og sínir það hvað þeir standa vel.

Við hljótum að geta lifað við það að fjármagn komi ekki til landsins heldur sumir landsmenn eigi inneign í banka sem aðrir geta tekið að láni. Fólk hlýtur að vera að borga yfirdráttinn upp og leggja til hliðar á þá 12-14% vexti sem nú bjóðast. Annars þarf það bara að hækka ennþá meira og fólk verður að fara að læra:

Græddur er geymdur eyrir.


mbl.is Lánshæfismat bankanna lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hugmynd koma þessu í verk

Skil ekki þetta væl, hef átt heima nálægt þessu horni alla mína tíð og það er ekkert hægt að gera þetta betur, enda bendir gagnrýnandinn bara á að þarna sé skóli og eitthvað sem að þeir sem teiknuðu slaufuna vissu alveg.

Kannski ætti bara að færa skólann enda stendur hann útí horni á hverfinu sem hann á að þjónustu, þar sem hverfin skipta við þessi gatnamót.

Helmingur þeirrar umferðar sem nú er fer í stokk og miklu færri stopp og að taka af stað bílar að menga og svo er verið að vinna í stokk í hina áttina líka. Menn eru bara að hamla framförum og auka seinagang með þessu.

Eina sem klikkaði var að þetta átti að koma fyrir 5-15árum og engin ljós eiga að vera á Sæbraut og hún á að vera 3föld í báðar áttir með 80+km hraða.


mbl.is Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn ekki "hive"ilega bjartsýnir

Getur ekki verið að það mega sameina fyrirtæki sem er með 20% af internet markaði í borginni við annað fyrirtæki með internetáskriftir???

Þarna eru menn bara að sameina til að þurfa ekki að keppa um verð, því þá græða þeir minna á markaðnum.

Ef við ætlum eitthvertímann að eignast markað með 5 fyrirtækjum sem keppa um viðskipti, þá hlýtur að vera bannað að sameina fyrirtæki sem enda með markaðshlutdeild yfir 20% Hlýtur að vera heilbrigð skinsemi.

Bæði fyrirtæki eru einnig að selja áskrift á heimasímum og Hive var alveg að fara útí GSM markaðinn af sjálfsdáðum. Eru SKO menn ekki líka tengdir Vodafone.

Þá erum við komin með 2-3 fyrirtæki á Internet, Heimasíma, GSM og Kapalsjónvarpi á Íslandi, sama gamla tvíokuninn komin í gang, þar sem hvorugur nennir að keppa um markaðshlutdeild með lækkunum á verði eða standa sig vel í þjónustu.

Ef það má þá eru samkeppnismál enn þá bara í bulli hér og menn geta sjálfum sér um kennt að vöruverð sé hærra hér en annarstaðar.

Svo eru menn að eiða tíma í að eltast við smápésa sem eru að hala niður bíómyndum með einhverju torrent. Hvernig væri að taka á þeim sem eru með samsæri gagnvart þjóðinni.

Þetta er alveg þess virði að menn fari og mótmæli hreinlega.... í samkeppnislögum þarf að standa skýrt, sameinað félag má ekki hafa markaðshlutdeild yfir 20%


mbl.is Teymi kaupir 51% í Hive
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta mælt? Hver mælir? Hvaða refsingar?

Er verið að gera reglur, sem maður þarf svo ekki að fara eftir?

Hvernig mælir maður útblástur, hver á að fylgjast með því og hvað gerist ef maður hefur ekki náð þessum bindandi markmiðum. Svo er spurning um hver markmiðinn eru?

Að menga ekki meira en í fyrra eða draga úr. En eiga þeir sem menguðu minnst fyrir að draga úr?

Ætli USA byggi ekki bara 100 kjarnorkuver og þá þurfa þeir ekki kol og gas til að búa til rafmagn. Virkar voða vel, engin hefur dáið þar vegna geislunar vegna kjarnorkuvera í 60ára sögu þeirra kjarnorkuvera í USA.  Ekki að það sé neitt verra.

Svo er létt fyrir heiminn að nota minna bensín og meira Etanól, heimsmarkaðsverðið á efni í Etanól þarf bara að hækka aðeins meira. Setur stoppara á hækkanir á bensíni.


mbl.is Bindandi markmið samþykkt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband