Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Krónan verður tæpast veikari.
23.3.2008 | 09:57
Nú förum við að fá inn öðruvísi fjárfesta.
Þá sem telja að krónan fari að styrkjast og þeir geta einnig náð sér í 14% vexti á skuldabréfamarkaði, en þó lækkandi.
Fyrir þá sem ekki hafa náð að selja sín krónubréf er miklu betra að bíða, þangað til krónan styrkist aftur.
En okkur vantar ekkert lánsfjármagn okkur vantar aðra atvinnuvegi en að flytja inn peninga láta fólk hafa og selja því svo bíla, rafmagnsdót, húsnæði og þjónustu.
Fólk hlýtur að fara að spara, með 24% yfirdrátt og 14% innlánsvexti er ekki annað hægt.
Enda hækka allar innfluttar vörur nú og erfitt að fá lánað til að kaupa þær.
Raunar hefði ríkisstjórnin átt að neyða okkur til að gera þetta með að hafa hagnað af ríkissjóði, taka af okkur skatta og safna þeim til betri tíma og gef okkur þá lægri skatta. Kemur útá eitt hver sparar.
Til hamingju, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, Actavis, Össur, hugbúnaðarútflytjendur og aðrir sem hafa tekjur í útlöndum og kostnað í Íslenskum krónum.
![]() |
Eitraður vogunarsjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslensk skuldabréf og lán til sjóðsfélaga er líka góð
22.3.2008 | 19:42
Lán þeirra til sjóðsfélaga og skuldabréfa eign í verðtryggðum eða óverðtryggðum skuldabréfum er líka að skila góðum hagnaði.
Það ættu að vera lög geng því að leika sér með þessa peninga í hlutabréfum.
Hverjum finnst ekki nóg að þeir fái 5% vexti verðtryggða hjá sjóðsfélögum. Þá fá sjóðsfélagar kannski ekki jafn mikið þegar þeir verða gamlir en þeir eiga kannski meira ef þeir eru með góð lán 40ár þar á undan.
Þeir ættu líka að vera með eigin íbúðalánasjóð og sömu kjör.
![]() |
Erlendar eignir lífeyrissjóða 460 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Náttúrueyðilegging og peningasóun
22.3.2008 | 19:35
Göng fyrir 6,7milljarða handa 1.307manns (1janúar 2008) er bara rugl.
5.126.243kr á hvern íbúa Siglufjarðar og þá eru allir taldir með.
Fólki þarna hefur fækkað úr 1633 í 1307 á 10árum eða um 20%, 32,8 á ári. Það þýðir að eftir með áframhaldandi fækkun uppá 33 á ári þá á kaupstaðurinn aðeins 50ár eftir.
Meira ruglið.
Eins og sjá má flýja flestir við 15ára aldur og svo aftur við 20ára aldur.
Annars eru íbúarnir yfir 40ára og munu ekki fjölga sér úr þessu.
![]() |
Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væl alltaf hreynt
20.3.2008 | 08:49
Ég þekki dæmi um mann sem keypti sína fyrstu og fékk afhent í haust og hann skuldar 100% af 23,5mill og afborganir af því eru 420.000 á 3 mánaða fresti, hann leigir út bílskúrinn sinn og fær 40.000 á mánuði eftir situr 100.000 á mánuði og hann fær 23.333 í vaxtabætur.
Þá er 80.000 eftir fyrir 2 fullorðnar manneskjur að borga. 2 Fullorðnar manneskjur eru með 300þ í tekjur eftir skatt ef þau eru að gera samfélaginu eitthvað gagn.
En það er eftir að borga:
Hita. Rafmagn. Tryggingar. Síma. Internet. Bensín. = 40.000 og svo mat 40.000
Föt. Kaupa bíl og Innanstokksmuni.
160.000 fyrir 2 fullorðna er ekki mikið kaup eftir skatt. meira að segja skattfrjálst þetta er svo lágt.
Flestir hafa því 100.000 yfir þetta og eru að eyða því í vitleysu, venjulegt fólk kaupir sér "EINN"sparneytinn 5ára gamlan bíl og fer til útlanda 4 hvert ár. Fólk lifir bara í einhverjum draumaheimi og svo er þetta allt einhverjum öðrum að kenna.
Fólk verður bara að leita að betri vinnu, eina refsingin fyrir að borga of illa sem virkar er að hætta, vinna meira, fá sér menntun eða búa ódýrar, eða flytja á svæði þar sem er meira þörf á þeim.
En nú er komið að skuldardögum.
![]() |
„Allir fóru í mínus“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 vika 38,6%
17.3.2008 | 13:51
Það er gaman af þessu.
Kannski maður fari að fá sér Evrulán, 4,6% og 3,5% þóknun til bankans 8,1%
Núverandi verðtryggt lán 4,85% + verðtrygging.
Maður veit ekki.
Ég vill sérstaklega óska útflytjendum og ferðaþjónustunni til hamingju.
![]() |
Mesta gengisfall á einum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3. Flokks mokstur og náttúrulegar hraðahindranir
11.3.2008 | 16:20
Tilviljun ræður því að ég hef ferðast á þessum slóðum í vetur og þar var allt í snjó, sem hafði troðist niður síðustu vikuna eða 2 á undan og ég hafði samband við vegagerðina og þeir tjáðu mér bara að þarna væri ekki 1 stigs mokstur heldur 3 stigs.
Það er svo sem gott og blessað að forgangsraða, en það er fyrir neðan alla hellur að ryðja ekki þetta um leið og það er búið að ryðja þjóðveg 1. Þá treðst þetta niður og svo koma holur í það og vatn á snóinn og svo frýs það og þiðnar þetta til skiptis þegar þjóðvegurinn er búinn að vera auður í viku.
Hvernig væri að spara aðeins í deyjum ekki úr þreytu sjónvarpsaugnlýsingarnar og ryðja vegi.
Deyjum ekki úr sparnaði
![]() |
Tveir bílar ultu á sama stað á sama tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur Glaskó, Keltik ekki gert hið sama
11.3.2008 | 16:11
![]() |
Cardiff fær ekki UEFA-sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það þarf að gera eitthvað í þessu.
9.3.2008 | 15:39
Ég hef aldrei keypt þau rök að það eigi að skattleggja bensín meira en 25% virðisaukaskatt.
Þegar maður er að skattleggja 1 vöru umfram aðra er maður að reyna að stýra neyslu, það ruglar val hvers og eins og hann endar með aðrar vörur í menginu sem hann velur en ef skattar á allt væru jafnir.
Tildæmis selur hátt bensín, bjór, kjöt og ostur ekki beint að íslendingar ferðist innanland umfram að fara til útlanda.
Nokkrar afsakanir eru fyrir þessu, minnka mengun og umferð og efla almenningssamgöngur.
Ef menn vilja minnka mengun þarf að skattleggja bíla miðað við hvað þeir eyða og gefa upp hvað það kostar að keyra bíl 100.000km þegar bílinn er keyptur.
5L/100 = 5.000L 750.000
10L/100 = 10.000L 1.500.000
15L/100 = 15.000L 2.250.000
Kannski þetta myndi fá menn til að kaupa sér sparneytnari bíla. Bifreiðagjöld ætti líka að leggja niður af því þau eru tengd eign á bíl, margir vilja eiga Jeppa sem öryggisatriði og geta farið með alla fjölskylduna og farangur í ferðalag á sumrin og þeir gætu notað 66% sparneytnari bíl til að fara í vinnuna og kaupa inn innanbæjar en það er óhagkvæmt að vera að borga bifreiðargjöld af mörgum bílum.
Ríkistjórninn gæti líka komið með tolla og skattalaga pakka til að lækka hér vöruverð og taka skatta af vinnu í staðinn eða húsnæði erfitt að svindla á því og greiðslan sveiflast lítið. Þetta myndi lækkar vörur og halda húsnæðisverði niðri og lækka VNV og fá stýrivexti þar með niður.
![]() |
Hækkar eldsneytið enn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott mál
9.3.2008 | 12:17
Skil ekki hvað þetta skiptir eiginlega máli.
Fasteignir hér eru minna skuldsetta hér en annarstaðar sökum fjármagnssveltis hér fyrir 2002.
Td. eru nánast allar fasteignir í Danmörku veðsettar 95% enda aðeins 4,5% vextir og 2% verðbólga. En fólk þar reynir að skulda ekki á yfirdrætti og eða í bílum.
En með meira fjármagni kemur þensla og húsnæðishækkanir, þetta erum við að leiðrétta núna.
Ef við teljum húsnæðishækkanir vera verðbólgu og af hinu illa þarf náttúrulega að hamla aðgang að fjármagni. En nú munu vextir lækka hægt að bítandi næstu 4-5ár og þá mun húsnæði smá saman fá að hækka.
En við eigum lítið, fátækt fyrri ára gerir það að verkum, við þénum mikið og getum því staðið undir okkar skuldum, sem stofnaðar hafa verið til að auka hér framleiðni.
![]() |
Íslendingar skulda mest í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erlend lán, heimsins verstu lán.
7.3.2008 | 13:31
Það er bara gott að maður á ekki erlent lán að upphæð 20milljónir
23,6% veiking á rúmum 34vikum eða 38,3% á árs grundvelli.
Verðtryggt lán 5% + 8% verðtrygging = 13%
Erlent lán 3-5% + 23,6% = 26-28,6%
Annar skuldar 2,6milljónir og hinn 5,2-5,9milljónir.
Þetta munar 2,7m + á um 7,5 mánuðum. 356þúss á mánuði.
Fólk þarf bara að fara að sýna fjármálum sínum áhuga, væri gaman að sjá hvað Ingólfur fjármálaráðgjafi segi við þessu?? Kannski að það sé best til langs tíma aftur og einusinni en.
En það má skipta um lán. kosta aðeins 2% uppgreiðslu ef maður hefur tekið þannig lán, 1% í lántökukostnað og hugsanlega stimpilgjöld ef ríkistjórninn svíkur loforð sitt og stjórnarsáttmála sinn.
![]() |
Krónan lækkar um 2,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |