Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pæling

Eru stjórnarmenn ekki að mestu leiti viðskiptafræðimenntaðir milli 40-60 ára?

 

Hversu stór hluti er þar konur?

Ég veðja á 15% :-D 

Eða þeir sem hafa ungir stofnað fyrirtæki og efnast og eru núna að fylgjast með fjárfestingum sínum.

Svo eru töluvert magn af lögfræðingum 40-60ára og ekki er hátt hlutfall að konum þar. 

Ef það á að gera frétt úr þessu þá væri gaman að vita hversu stórt hlutfall af þeim sem Exista og FL-Group tilnefnir eru konur?


mbl.is Konur 13% stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta tollum, ríkisstyrkjum

Það er mikið ójafnvægi á þessum markaði, aðallega vegna tolla og svo vegna ríkisstyrkja.

Þar er stóri syndarinn ESB, menn fá botnlausa styrki til að framleiða vörur sem kosta nánast ekkert á heimsmarkaði, svo fá menn útflutningsstyrki ef vörurnar eru fluttar út úr ESB sem lækkar heimsmarkaðsverðið ennþá meira. Enda er meiri helmingur framleiðslukostnaðar borgaður af ESB, þá er framleiðslukoðnaður yfir kostnaðarverði og aðrir geta ekki grætt á þessum markaði og framleiðsla minnkar.

ESB vill endilega framleiða allt of mikið af matvælum og selja restina utan ESB á undirverði og þetta er ein af afleiðingunum, atvinnulaust fólk sem þess vegna á ekkert að borða.

Núna er alveg samgjarnt að þeir sem eru að framleiða mat græði eitthvað og þeir auka þá sína framleiðslu, því núna er það hagkvæmt. Vandamálið er alveg sjálfleyst.

Eina sem raunverulega væri hægt að gera er að ríki heims ættu ákveðið magn af hrísgrjónum, maís og ef það yrði skortur þá myndu þeir selja á föstu verði og gefa það út að það sé að grynnka á birgðunum og þá geta framleiðendur brugðist við og aukið framleiðslu á næsta ári. Það er verslað með þetta á heimsmarkaði eins og allt annað og fjárfestar geta grætt á að eiga korn ef verðið hækkar.

Svo er mikilvægt að halda stöðuleika, mannréttindum og lýðræði, til að raska ekki framleiðslu matvæla. 

 

 

 

 


mbl.is Áhersla á sjálfbærni í matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of fljótt að draga ályktanir.

Þetta virðist ekki vera haft eftir framburði fórnarlambsins, bara ágiskun lögreglunnar.

Auðvitað ætti hún að vera með ljós og það á að kíkja áður en maður beygir og svo er ennþá betra að setja út höndina, til merkis um það.

En það getur vel verið að bílstjórinn hafi nuddað sér utan í hjólreiðarmanninn og fellt hann?

Fáránlegt að lögreglan sé að tjá sig um svona og fjölmiðlar að éta upp eftir þeim vitleysuna, engin tilgangur í þessari frétt? nema nú þurfa allir á AK. að vita hverjir þetta voru? Eru þetta fréttir eða slúðurdálkur?

 


mbl.is Hjálmlaus með heyrnartól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrusvæðið og vöxtur.

Um daginn komu fréttir af vexti á Evrusvæðinu 0,8% á fyrsta ársfjórðung.

Á Evrusvæðinu er mikið atvinnuleysi 5-8%, þjóðverjar voru að komast undir 8% í fyrsta sinn í mörg ár.

Af hverju geta þeir ekki fengið viðskiptalífið, eftirspurnina, þensluna í gang?

Þeir geta ekki lækkað vexti, til að fyrirtæki vaxi og dafni og fólk eyði meira til að fyrirtækin gangi betur og ráði fleira fólk sem fær þá meira milli handana af því að það var atvinnulaust fyrir.

Þeir geta ekki rekið ríkið með meiri 4,6% tapi af þjóðhagsframleiðslu af því það er bannað í ESB, þykir of verðbólguhvetjandi. Íslenska ríkið sem byggði Kárahnúkavirkjun fyrir 133M og þjóðhagsframleiðsla var 700-1000-1300M, 2005-2007, þetta er 4,33% halli bara útaf fyrir sig.  Það var verðbólguhvetjandi en það hefði mátt hafa sama afgang af fjárlögum á móti, tókst ekki alveg nógu vel reyndar.

Launahækkanir umfram verðbólgu án húsnæðis, það er að segja kaupmáttar aukning, hefur verið 4,04% síðustu 13ár, 4,20 síðustu 10árinn, 4,34% síðustu 5árinn og 4,73 síðustu 3árinn.

Það þýðir að hver maður getur keypt 22-26% meira af vörum á rúmlega 5ára fresti, ef það eru ekki miklar framfarir þá veit ég ekki hvað það er.

Svo bara af því að verðbólgan verður 10% í ár "og það mun koma til leiðréttingar í launum", þó kannski minna strax en þó að fullu á endum þá vilja allir umturna kerfinu og segja að það sé algjörlega ómögulegt, með því að fara í Evrópusambandið, kannski er krónan óvenju veik núna, en það kvartaði engin þegar hún var óvenjusterk, þá græddu útflutningsfyrirtæki minna og það kemur illa út fyrir laun, það tók engin eftir því eða?? bara að við fáum nóg af lánum og ódýra bíla þá eru allir ánægðir eða? það verður að hugsa þetta til lengri tíma, styrkur hagkerfisins er sveigjanleikinn.

Nú er bara svo komið að við erum ekki lengur langt á eftir öðrum vestrænum löndum eins og við vorum fyrir 20árum og þess vegna verður sífellt erfiðara að hafa svo mikinn framgang sem við höfum haft, það er aðallega framleiðslutækni sem gerir það að verkum að maður getur náð öðrum (fiskiskip, raforkuframleiðsla, álframleiðsla húsbyggingar, internet).

Ég minni á samtökin heimsýn: http://www.heimssyn.is/

 

 

 


mbl.is OECD spáir 3,4% verðbólgu á evru-svæðinu í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja niður alla styrki.

Hvað er málverk sem engin vill kaupa fyrir viku kaup? Ljótt

Hvað er leiksýning sem fáir vilja koma á fyrir bíóverð? óáhugaverð

Hvað er geislaplata sem engin kaupir? Léleg

Hvað er bók sem engum langar að lesa? Leiðinleg

 

Allir listastyrkir eru atvinnubótavinna og rugl.

Fá strákarnir í Sprengjuhöllinni, Bubbi listastyrki eða Arnaldur Indriðason.

 


mbl.is Gagnrýna úthlutunarkerfi til sviðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þotu?

nei langaði bara að velta þessu upp svo við gætum haldið áfram að velta okkur uppúr þessu.
mbl.is Geir og Ingibjörg Sólrún fara á skjálftasvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að vera minnst 18mánuðir í fangelsi.

Þetta er nú meira ruglið og þeim finnst skrítið að fólk lemur hvort annað og hefnir sjálft. Tekur löginn í sínar hendur eins og þeir kalla það.

Það er alveg eins hægt að sleppa því að eyða peningum að fara með svona fyrir dóm ef þetta má??? það eru harðari refsingar fyrir að gleyma að gefa stenuljós, af því að það kostar þó 5.000kr.

 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór grillkjötið fyrir sumar fyrir þá sem ekki hafa þingfararkaup

Gaman að fara inná Danska síðu, bilka.dk og sjá hvað kjötið kostar hjá þeim, sjá bls. 85.-86+

Verðið í Danmörku og meðalgildi dönsku krónunnar notað. 13kr.

 

 DKRDKR án vaskIsl kr.Isl kr. Með vask
Kjúklingabringur44,9835,98468501
kjúklingur heill16,6713,34173186
Kjúklingur Læri+efralæri15,82512,66165176
Lambalæri Chile57,1145,69594636
Ribs með sósu55,5344,42578618
Bacon43,9335,14457489
Svínalund77,962,32810867

Held að það gætu farið töluvert mörg tonn af þessu, ef þessu væru stillt í búð á Íslandi.

En við getum vonað með haustinu.


mbl.is Matvælafrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20-25% er lámark.

Svo væri um að gera að láta konur hafa 25% og karla 20% og þá minnkar munar kynjanna eitthvað.

Johnny Bravo Elskar konur, úhhhhaaaaa 


mbl.is BHM mótmælir vinnubrögðum samninganefndar ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja niður tollastjóraembættið

Það eru um að gera að spara svolítið og leggja niður embætti tollstjóra.

Enda hvað gerir það, hækkar vöruverð með tollum og tekur um það bil 1% af fíkniefnum sem eru að koma inní landið.

Frekar heims starfsemi. 

Gera alla þar að skattheimtumönnum frekar enda í sama húsi í Reykjavík eins og menn þekkja.

 Hvar er frjálshyggjan og vöruflæðið Bjössi eða ertu bara íhaldsmaður?


mbl.is Björn: Fagna niðurstöðu Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband