Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þurfum að breyta skattlagningu

 

Það þarf að breyta skattlagningu á eldsneyti þannig að á því sé 25% virðisauki og svo 100kr. vegagjald, sem rennur óskipt til samgönguráðherra.

Nú er svo komið að munurinn á 95 bensíni á Íslandi og í USA er 100kr. sléttar. 68 -168kr.

Þetta er alveg réttlætanlegt ef þessir peningar fara í vegagerð, enda tilgangslaust að kaupa mikið bensín ef lítið er til af vegum, en nú er málum svo háttað að um helmingur af því fé sem fæst með gjöldum á innflutningi, bifreiðargjöldum, eldsneytisgjöldum og fleiru fer í vegagerð.

Hvernig væri að lækka líka gjaldið í 50kr eða 75kr til að byrja með og hækka svo aftur þegar betur stendur á. Þá væri bensín verð 118kr eins og hendi væri veifað.


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eða brotist út?

Kannski hefur einhver verið lokaður inni.
mbl.is Brotist inn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmur tími til að rakka þá niður

Þegar menn eru að vinna eitt verk á ekki að atast í þeim áður en það hefst eða á meðan því stendur.

Eftir keppnina má svo rakka þetta í ræmur. En það er einn sem ræður í einu, Cruyff getur fengið að reyna sig næst bara.


mbl.is Cruyff gagnrýnir Van Basten
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sami hámarkshraði á nóttinni?

Skil ekki að það sé sami hámarkshraði á nóttu til.

Nei ég er nú bara að djóka.


mbl.is Á 134 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vill fá landareign mannréttindarbrot.

Þetta er nú meiri vitleysa, veiðiheimildir eru ekkert öðruvísi en eignaréttur á ræktarlandi, sá sem á getur ræktað land eða veitt fisk,

En ég vona að Íslenska ríkið tapi af því að það væri réttast að ríkið leigði út kvótann hverju sinni.  Til 1ár 3,5,7ára.  Þannig fengi þjóðin það sem hún á skilið.


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt að ná stútum í vestmannaeyjum

Hægt að hafa bara gulan miða í báðum löggubílunum með númerum þeirra sem ekki skilja að þeir mega ekki keyra fullir.

Ef hann er ekki með bílpróf má hann þá eiga bíl á númeri?

Hvernig væri að bæta sektum ofan í þetta bara 300þúss í hvert skipti ætti að kenna mönnum að keyra ekki fullir.


mbl.is 10 mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli vissulega slæmur.

Eitt versta sem þessi ríkisstjórn gæti gert væri að byrja að hafa halla á fjárlögum, þá koma vextirnir aldrei niður. Verðbólgan heldur bara áfram.  Það mun bara skapa langvinandi kreppu og peningarnir okkar fara í félagsmál.

En það er spurning hvort ríkisstjórnin ætti ekki að sýna að hún er maður en ekki mús og taka á öðrum þáttum. Einkavæða kirkjuna, landbúnaðinn, spara í utanríkissukkinu. 

Þegar maður má ekki eyða er spurning um að einbeita sér af sparnaði og breytingum á rekstri. Hætta með tolla og stimpilgjöld, laga eftirlaun þingmanna, kannski menn ættu að taka dómsmálinn fyrir, ofbeldi, nauðganir og bókhaldsbrot hafa greinilega of lélegar rannsóknir og refsingar svo ekki sé talað um samkeppni.  Hækka persónuafslátt og tekjuskatta, svo allir geti lifað af þessi stöðnunar ár sem við stöndum frammi fyrir.

Svo er hérna tafla yfir breytingar á tekjuskatti, verði hækkaður í 40% og persónuafsláttur hækkaður í 46.000. Engar kommur enda gersamlega óþarfar.

Munið að taka meðaltal ef þið eigið maka. Ef annar makin er með 200 og hinn með 350 þá er breyting nánast engin.

Saman getum við stofnað réttlátt þjóðfélag. 

Gamla

35,72%

Nýtt

40%

Laun

PA

SG

ÚB

PA

SG

ÚB

MM

100

34

1,7

98

46

-5,0

100

1,7

125

34

10,6

114

46

4,0

121

6,6

150

34

19,5

130

46

14,0

136

5,5

175

34

28,5

147

46

24,0

151

4,5

200

34

37,4

163

46

34,0

166

3,4

225

34

46,3

179

46

44,0

181

2,3

250

34

55,3

195

46

54,0

196

1,3

255

34

57,1

198

46

56,0

199

1,1

280

34

66,0

214

46

66,0

214

0,0

300

34

73,1

227

46

74,0

226

-0,9

325

34

82,1

243

46

84,0

241

-1,9

350

34

91,0

259

46

94,0

256

-3,0

375

34

99,9

275

46

104,0

271

-4,1

400

34

108,8

291

46

114,0

286

-5,2

450

34

126,7

323

46

134,0

316

-7,3

500

34

144,6

355

46

154,0

346

-9,4

550

34

162,4

388

46

174,0

376

-11,6

600

34

180,3

420

46

194,0

406

-14

650

34

198,1

452

46

214,0

436

-16

700

34

216,0

484

46

234,0

466

-18

750

34

233,9

516

46

254,0

496

-20

800

34

251,7

548

46

274,0

526

-22

850

34

269,6

580

46

294,0

556

-24

900

34

287,4

613

46

314,0

586

-27

950

34

305,3

645

46

334,0

616

-29

1000

34

323,2

677

46

354,0

646

-31


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og ráðherrar eiga ekki að tjá sig um einstaka dómsmál.

hefur hún lesið www.bausmalid.is, ef svo er þá er hún vitlausari en ég hélt.

Menn fara svona með hlutafélag láta það tapa í viðskiptum við sjálfan sig trekk í trekk.

Lán til fjárfars og gaums fyrir 500milljónir í 2ár, þegar Baugur var bara metin á 11ma, það er 4,55% af þeim peningum sem hann átti að vera að ávaxta fyrir félagið. Væri þá ekki flott ef aðal stjórnandi Kaupþings gerði hið sama lánaði sér 25,9ma. og ávaxtaði í 2ár og hefði uppúr því 7,8ma.

Ég spyr háttvirtan ráðherra væri það í lagi?

Væri í lagi ef Aðalstjórnendur Kaupþings keyptu SPRON á 22,3 ma. og seldu svo Kaupþing 2-6mánuðum seinna fyrir 44,6ma. ? er það allt í lagi?

Áttar háttvirtur ráðherra sig á hver það er sem á hlutaféð? Það er venjulegt fólk og lífeyrissjóðir sem keyptu það í útboði hlutafjár og ætlaðist til að það væri varið af hlutafjárlögum en ekki bara millifært yfir á einkafyrirtæki forstjórans eða fjölskyldu. 

Hvernig væri nú að eitthver fréttamaður á Íslandi nennti að setja sig inní málið og segja frá því hvað gert var og spyrja beint út.

Þetta eru veiga mestu brotin, þetta með bílinn og mellurnar í USA er bara eitthvað sem fannst við að skoða tölvupósta.

Svo að lokum legg ég til að Utanríkisráðuneytið verði lagt niður enda aðeins 30þúss króna kostnaður á hvert mannsbarn á ári, það er 150þúss á 5 manna fjölskyldu og við fáum ekkert í staðinn. Hægt væri að velja konsúla, íslenskar fjölskyldur í útlöndum sem geta fundið fólki húsaskjól og haft samband heim og fengið farseðla og vegabréf.

Flottur sósíalisti, ver hvern þann sem borgar í flokkinn. 


mbl.is Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ég fengið 500milljónir lánaðar í 2ár?

Það myndi gera 75milljónir gæti ég fengið á 15%

Svo væri líka gott ef ég gæti keypt  dýra næstu verslun á X og selt hlutafélagi sem ég sjálfur stjórna á  X+X stuttu seinna.

Ennþá betra ef ég gæti látið fasteignirnar standa eftir og hækka leiguna vel og láta hlutafélagið borga.

Svo gæti ég selt hlutafélaginu fasteignirnar fyrir X 2árum seinna.

Þá ég komin með 75mill og 2X í hagnað og svo gerir maður þetta bara aftur og aftur.

10-11, Arcadia, Sterling, listina er langur, en ég nefni engin nöfn um menn sem eru hafnir yfir lögin.

Hvaða dómar eru fyrir að ræna 7,5mill úr banka? 

www.baugsmalid.is 


mbl.is Dómar staðfestir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngdarlögmálið afsannað hehe

Sorglegt að menn sem eiga að vita betur láti svona út úr sér.

Ef lækkun vaxta eykur eftirspurn og fær atvinnulífið í gang, á þá ekki hið gagnstæða við ef þeir eru hækkaðir??

Það tekur vexti 6-12mánuði að virka, heitir Lag, ef þeir vilja fletta upp í þjóðhagfræðibók sem ég mæli með að þeir geri.

Ef þeir geta sannað mál sitt, þá fá þeir Nóbelsverðlaun í hagfræði. En þau eru veitt þegar þurfa þykir og þetta væri eitt af því.

Hvernig væri að þeir sönnuðu að halla rekstur ríkisjóðs væri ekki verðbólguhvetjandi í gegnum aukna eftirspurn í leiðinni. 

Þetta er eins og að afsanna þyngdarlögmálið með því að kasta á eftir boltanum niður til jarðar og segja að hraði hans hafi ekki aukist um g, 8,92 m/sek. (Afsakið ef ég er farinn að ryðga í eðlisfræðinni)

 


mbl.is Stýrivaxtahækkun bítur ekki á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband