Færsluflokkur: Bloggar

Sóun á fé

Jesus, hvað á að gera við þessar 6milljónir á ári, er kannski eitthver íslendingur með 5milljónir á ári við að úthluta þetta, þetta er nátturulega bara kjánalegt einsog þetta sumarfrí ráðherra í helga landinu.
mbl.is Aukið framlag til UNRWA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óþörf og neikvæð frétt um ekkert


Hvernær förum við að fá frið fyrir svona fréttum, einnig væri hægt að skrifta fréttum meira upp, einsog gerist erlendis.... Löggan hefur afskifti af ökumönnum og menn er slegnir í Keflavík hverja helgi og svo hefur verið lengi og verður áfram.....
mbl.is Líkamsárás kærð til lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu átt að gera helmingi meira og láta sig hverfa til Brazil í 7ár

Ef maður ætlar að stela þá gerir maður það almennilega hehe. Segi svona

Þau vissu nu eflaust hvað þau voru að gera, en ekkert bannað svo sem. Allavega ef maður getur flutt inn bíl og ekki borið ábyrgð á innihaldi hans, þá er þetta ekkert brotlegt, frekar en að ákveða bensínverð á Email eða stela úr hlutafélagi. Svo kostar bara 20 og eitthvað þúss að slá mann ítrekað í andlitið. Er skrítið að fólk taki lögin í sýnar hendur............


mbl.is Ákærum vegna kerfisvillu í netbanka Glitnis vísað frá dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svör ráðherra um úr 90 í 80% úr morgunblaðinu

Svör ráðherra við lánaskerðingu þeirra sem minna mega sín:

„Það er mjög erfitt að sníða sérstakar reglur eftir því hvar á landinu fólk býr. Ég legg fyrst og fremst áherslu á þær aðgerðir sem við erum að vinna að og ætlað er að endurreisa félagslegar áherslur í íbúðalánakerfinu.  Þær breytingar munu sérstaklega nýtast vel fyrir lágtekjufólk, þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti og á landsbyggðinni – einkum þeim svæðum þar sem bankarnir lána helst ekki til íbúðakaupa. (Hvernig hefði bara verið að hald reglunum einsog þær voru þangað til?)

       Ég hef áhyggjur af stöðunni á húsnæðismarkaðinum. Það er stór hópur fólks sem á í gríðarlegumvvandræðum. Flestir, sem koma hingað til mín í viðtal í hverri viku, eru í miklu húsnæðisbasli, grátandi fólk sem á ekki möguleika á að koma þaki yfir höfuðið.  Leigumarkaðurinn er þessu fólki óhagstæður og það þarf jafnvel að greiða 2⁄3 launa sinna í leigu.  Fólk, sem er með meðaltekjur,(185þús eftir skatt, sem er 65þúss og væri hægt að lækka með hækkun persónuafsláttar ef ríkið sparar slatta af óþarfa) ræður illa við kjörin á leigumarkaði og á óhægt um vik með að kaupa sér húsnæði á þeim kjörum sem nú eru í boði.  (en fyrir lánshlutfallslækkun hefðu svona einstaklingur getað keypt sér íbúð fyrir tæpar 20millur og verið að greiða 90þússund af því hjá ILS, en eftir lækkun lánshlutfalls hafa vextir hækkað um 0,25% og þetta fólk að leygja á meira en 90þúss ef bankarnir vilja ekki lána þeim 90% á hærri vöxtunum)  Ef félagslegar leiðir væru fyrir hendi eins og áður væri hægt að leysa vanda velflestra, en árið 1998 var félagslega íbúðakerfið í raun lagt niður. (Blah blah um 9ára gamalt rugl) Nú eru á höfuðborgarsvæðinu 1.500-2.000 manns sem eru í verulegum vandræðum og eru ofurseldir leigumarkaðinum.(Og mun fjölga afþví ég lækkaði lánshlutfallið) Ég vænti þess að í þeim mótvægisaðgerðum, sem við erum að vinna að, reynum við að styrkja innviði sveitarfélaganna sem leiðir vonandi til þess að búseta á landsbyggðinni verði fýsilegri.(Erum að vinna að, gæti tekið 2ár eða 5 og þá ætla ég að setja ábyrgðina á sveitarfélögin) Ég mun fljótlega skipa nefnd (fljótlega 1ár vinna nefndar 2ár) til þess að semja frumvarp um húsnæðismálin. Þar er gert ráð fyrir að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem eru með tekjur innan ákveðinna skilgreindra marka og ég vænti þess að hægt verði að leggja frumvarpið fram á næsta þingi.(væntir þess, lofar ekki að sjá til þess) Hugmyndin er sú að koma á félagslegum lánum og styrkja leigumarkaðinn.“ (félagsleglán nei takk, fólk vill fá lán hjá íbúðarlánasjóði ekki fá að vita að það þurfi félagsleg lán)

 

– Það hafa staðið nokkrar deilur um Íbúðalánasjóð síðan bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn. Hvernig sérðu framtíð sjóðsins fyrir þér?

 

„Ég sé fyrir mér að þessi félagslegi þáttur, sem ég vil styrkja, hafi mikið vægi hjá Íbúðalánasjóði. (Hvaða félagslegi þáttur?  Varstu ekki að massa hann niður, en segist vilja styrkja hann) Að öðru leyti býst ég við litlum breytingum á sjóðnum nema hvað snertir ríkisábyrgðina.(Ef ríkið á hann er hann í ríkisábyrgð) Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki hér á íbúðalánamarkaðinum og ég vil standa vörð um hlutverk hans.“ (Standa vörð!!, varst að gera hann ónöthæfan nema fyrir ríkt fólk sem á minst 80% í sínu húsi) Jóhanna vill eflaust vel en áttar sig ekki á hvað hún er að gera,held að bakrunnin skorti til skilnings til breytinga á lánakerfi. Hér má sjá æfiágrip Jóhönnu:  www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=287



Ekki könnu

2 Síðustu bloggarar um fréttina virðast halda að um eiginlega könnun sé að ræða, væntanlega afþví það stendur í 1línu fréttarinnar, en sannleikurinn er sá að þetta er bara svona reiknað út lífslíkum aðgengi að heilsugæslu, skólum og tekjum og eflaust fleyrru
mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómleika spekinar erfit að hylja.

Sæl Jóhanna mín,

Ég þakka þér 12 góð ár í stjórnarandstöðu og fallegar ræður um öryrkja og einstæðar mæður og þeirra sem minn mega sín. Ég skil ekki af hverju þú vilt að seðlabankinn lækki vexti sína ef þú villt taka lánamöguleika þeirra verst settu af þeim með lækkun þinni á lánshlutfalli íbúðarlánasjóðs úr 90% í 80%, hámarksútlán íbúðarlánarsjóðs er 18mill þannig að til að fá 90% þarf íbúðinn að vera 20mill viði eða minna, það er kannski 60-70m2 á höfuðborgarsvæðinu.  Það voru 40 útlán svo há frá áramótum í allt eitthvað um 500millur og veltir húsnæðismarkaðurinn rúmum 3milljörðum á viku (mbl.is 14.7.2007) þannig þú ert að taka út dræman mánudag í útlánum og níðast á þeim verst settu og skerða aðgengi landsmanna að lánsfé. Það er mikið talað um að fólk sé að taka of mikið að láni og endi á götunni, en þeir sem eru á götunni gleymast oft.  Þetta með að einblína á stýrivextina hefur eitthvað með Davíð að gera. En að þessi stefna gangi ekki til lengdar þá vita allir að stýrivextir munu lækka næst og það hefur ekkert með þig að gera. Það hjálpar fólkinu ekkert. Alla vega ekki þeim sem eiga ekki 3millur og verða núna að fara í klær viðskiftabanka og fá nú 0,25% hærri vexti þökk sé þér.

   Svo skulum við hafa eitt á hreynu Jóhanna seðlabankin tekur sjálkrafa ákvarðanir út frá ákörðunum ríkistjórnar, þeir vinna að því að halda verðbólgu á ákveðnu stigi með því að slá á eftirspurn gegnum vexti. Hversu mikið þeir þurfa að fá eftirspurnina niður veltur á hversu mikla eftirspurn ríkið  hefur á vinnuafli og vörum. Ekki það að það sé ekki hægt að gera betur í heilsugæslu og ýmislegt heldur að ef þú vilt fá vextina niður þá er um að gera að hafa hagnað á ríkisjóði 5% af fjárlögum eða 10-20milljarðar á ári væri ekki fjærri lagi.  Gott að minka skuldirnar, svo er hægt að fá lán aftur ef mögur ár koma upp.  En ég er alveg sammála þér í að það eru þörf verk í heilsugæslu, menntamálum og öryggismálum og væri frábært ef þú myndir reyna að spara nánast allt annað og setja samsvarandi fé í þessa málaflokka.
                                                                     Keep it Real Jóhanna, kv Johnny Bravo 

mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir býst við að sitja fjögur ár í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lækka innflutningskvóta á pólverjum um 100

;-) það er næg vinna á íslandi, fólk á engan rétt á að þurfa ekki að bera sig eftir atvinnuástandi
mbl.is Um eitt hundrað manns missa vinnuna í Þorlákshöfn vegna kvótaskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðskilnað ríkis og kirkju, færri presta

ríki og trúarbrögð eiga enga samleið.  Ef maður vill vera meðlimur að trúarsamtökum öðrum sögufélögum, sáluhjálparfélögum eða íþróttarhreyfingum verður maður bara að skrá sig í það sjálfur og borga sín félagsgjöld.  Get ekki séð að ríkið geti réttlætt að taka peninga með valdi og nota fyrir tómstundar iðju fárra. 

Skil heldur ekki að það þurfi að vera svona margar kirkjur sem engin sækir nema þegar fólki langar að sýna nýjan einsktakling, 14ára langar að fá pening, þegar konu hafa gleypt við hollywood veisluhugmynd þegar þær eru búnar að vera með manni í 5ár eða það á að losna við okkur.

 Kannski prestar ættu að fá borgað eins og kúabændur 34kr á lítran eða 340kr á hvern haus sem kemur á sunnudegi. Ættu varla fyrir að komst í messu sjálfir þá.


mbl.is Hjálmar Jónsson eini umsækjandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Val einstaklings, önnur dómsmál

Jæja, hefur Háttvirtur dómsmálaráðherra ekkert betra að gera en spá í hliðum? Hvernig væri að búa til refslingar fyrir að misþyrma fólki, eða fynnst honum eðlilegt að maður lemji annan ýtrekað í andlitið og borgi 20 og eitthvað þúsund í refsingu, skulum bara kalla það dagslaun eða 2?Fékk einnig skylorðsbundin dóm en það er sama og ekkert nema maður ætli að gera þetta með minna en 24mánaða millibili.

Svo á lágmarksrefsing við nauðgun að vera hálft morð 4-6ára fanngelsi.

Og þar að auki þurfi íslendingar að fara að vakna og gera fangelisin að betrunarhúsum með námskeið við reiðisköstum afkannarlegum kynheigðum og áfengis og eiturlyfjaneyslu.

Svo væri ekki úr vegi að far að gera eitthvað við fíkniefnum, ekki tekið nema undir 1% af þessu þegar það kemur til ísland og ég ætla ekki einusinni að segja hvað er að því að sá sem flytur inn bíl beri ekki ábyrgð á því sem er í honum. Held að ríkið ætti bara að flytja inn Hash, Marjuana, Gengjavid, Meta Amfedamín og kókaín og þá kæmi 8-13.000 milljónir í kassan, neyslan myndi ekkert aukast það er nóg af þessu í umferð hvort eð er.  Með fénu mætti hjálpa þeim sem fara flat á þessu.  Einnig þyrfti mynni tollgæslu og ýmislegt ódýrara. Fíkniefnastríðið er hvort eð er tapað


mbl.is Sérreglur fyrir útvalda leiða frekar til mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsmarkaður fyrir frjálst fólk, Revolution!!!!

Er það bara mér sem finnst þetta svo geggjað að ég veit ekki hvernig á að gagnrína þetta, hvað á smiður að fá fyrir hvern nagla og leygubílstjóri fyrir keyrðan farþega. Afhverju er ekki bara hægt að framleyða þá mjólk sem vilji er fyrir hendi og selja hana á það sem eitthver vill kaupa hana á? Afþví þá myndi mjólkin hækka eða bændum fækka eða? Svo væri allt í lægi að leyfa innflutning á vörunni. Furðulegt að það þurfi að borga bændum að meðaltali tæpar 2 millur á haus á meðan við hin erum að greiða 1-2 millur í skatt og svo kostar hafatstefna ríkisvaldsins það okkur heimilið líka 240þuss á ári í of háu vöruverði og misbeitingu einokunar landbúnaðarvara. 
mbl.is Reglugerð um greiðslumark mjólkur gefin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband