Göng Göng Göng
11.7.2008 | 09:54
Ef við segjum að 14.000.000 bílar hafi farið um göngin og þessi ökutæki hafi sparað sér 50km eða 5L af eldsneyti erum við komin í 70mil. L af eldsneyti sem kostar á núvirði td. 175kr þá erum við komin í 12,25mia. en til gamans má geta að göngin kostuðu ekki nema 4mia. en það var á allt öðru verðlagi og svo kostar rekstur svona gangna eitthvað og af því að maður þarf að borga framkvæmdina fyrst og fær svo peningana inn á lengri tíma þá þarf maður að borga vexti líka.
En er ekki tímabært að við förum að skoða göng undir Holtavörðu, Hellisheiði og til Vestmannaeyja?
dæmi má nefna að Héðinsfjarðargöng eru 2 og 6km hvor undir Hellisheiði væri ekki nema 1 göng 8km og sama má segja um Hellisheiði. Umferðin er ekki minni þar og myndu 1föld göng tæplega anna umferðinni en þetta er mikið öryggistæki að vetri til. 5.000 bilar á dag 500kr á mann er 1mia á ári. Annars má líka byggja betri vegi 2falda, upplýsta og 120km hraða á þessum stöðum, dæmin sanna frá norðurlöndunum að svo leiðis vegir eru öruggari, en þarf ekki að gera úttekt á þessu?
Svona framkvæmd getur rekið sig og notendurnir njóta góðs af þessu það er fólkið og þá erum við komin með samfélagslegan ávinning. Dæmi má nefna með húsnæðisverð uppá skaga og svo virkar samfélagið bara betur þegar menn geta valið um að vinna á Skaganum eða í borginni, þetta skilar augljóslega meiri skatttekjum og fleira.
![]() |
14 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöngin á tíu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Betur má ef duga skal
10.7.2008 | 17:25
Það er einmitt þarna sem hnífurinn virðist standa í kúnni.
Við þurfum að fá fjármagn inní landið, svið virðist sem fjárfestar séu ekki að trúa á íslensku bankana, enda treysta fjárfestar sér ekki í nokkurn skapaðan hlut þessa dagana.
Að hækka vexti er eins og að vera með góða brekku og ekkert vatn en telja að vatnið muni flæða niður, vaxta munurinn er þarna brekka og vatnið eru peningar.
En til að styrkja krónuna þarf að fá einhvern til að kaupa íslenskar krónur, hlutabréfamarkaðurinn gefur ekki tilefni til þess ennþá virðist vera en 15% vextir á ríkisbréfum gætu lokkað erlenda fjárfesta til landsins og fengið almenning til að spara í gegnum viðskiptabankann sinn. Annað styrkir gengið og slær þannig á verðbólgu, hitt slær beint á eftirspurnina og lækkar þannig verðbólgu.
Svo er hægt að nota þetta fé til að styrkja gjaldeyrisvaraforðan, borga upp aðrar skuldir eða lána þetta út í gegnum viðskiptabankanna eða ÍLS, sem mætti alveg fara að lána til endurfjármögnunar og 90-95% þá væri óþarfi að gera fólk gjaldþrota að óþörfu eða gera það að verkum að það verði að flytja svona í kreppunni, sem gerir kreppuna bara verri og fær húsnæðisverð til að lækka sem má ekki gerast, því þá verður 90% af fasteignaverði færri krónur og þá getur skuldarinn ekki endurfjármagnað skuldir sínar.
Með þessu væri ríkið að taka ábyrgð og taka lán í íslenskum krónum og á þeim vöxtum sem þenslustefna án aðhalds hefur kallað yfir okkur.
![]() |
16 milljarða útboð ríkisbréfa í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvinganir frá stóra bróður
10.7.2008 | 11:39
Svona er þetta alltaf sá stóri vill nota stærð sína til að segja öðrum fyrir verkum.
Það kemur engum við nema íslenskum kjósendum hverja við veljum til að stjórna og hvað þeir ákveða að það eigi að veiða.
Hvernig væri að ESB hætti að nota allt of mikinn áburð og taka þannig allt súrefni úr sjónum í hring um sig og hætti að vera með viðskipta þvinganir á 3 heiminn, neitar að kaupa af þeim mat, föt og flest allt sem þeir geta framleitt. Þetta er bara viðskiptastríð og þau eru til þess gerð að svelta óvininn af fjármagni og það er að takast ansi vel.
![]() |
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fargað eða sett í matinn okkar.
10.7.2008 | 11:26
Langaði bara að kvarta yfir hvernig sláturhús sem matvælaframleiðendur sýna litla ábyrgð.
Kæfa er feitari hér en annarstaðar, pylsur, bjúgu og fleyra getur alveg verið salt minna og fitusnauðara en raun ber vitni.
Svo setja menn prótein duft í þetta til að það sjáist ekki hvað er lítið kjöt þegar menn lesa í prótínmagnið í vörunni.
![]() |
Fita endurnýtt sem eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er fréttin
8.7.2008 | 15:27
Ég skil ekki alveg þessa frétt. Fyrirtæki hækkaði vöru á 300 viðskiptavini sína og þeir hafa fengið að vita af því og hvað með það. Er ekki alveg að ná þessu.
Þýðir þetta að ostur hættir bráðum að vera helmingi dýrari hér en á norðurlöndunum? Væntanlega ekki.
![]() |
Yfir 30% hækkun á kjarnfóðri á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnuöryggi í lagi
8.7.2008 | 15:19
Flott að geta unnið hjá ríkinu þegar ekki er góðæri.
Tilhamingju með það.
Ríkið er eins og drottinn fyrirgefur manni alltaf. hehe
![]() |
Hætti vegna lágra launa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
tæki 8-10ár að fá Evru
8.7.2008 | 11:32
Í fyrsta lagi þarf að ákveða að sækja um aðild. Í raun ætti að kjósa um það fyrst og tæki 1-2ár, svo að hægt sé að fara fram umræða.
Svo þarf að semja við EU og það tekur 1-2ár.
Svo þarf að kjósa um hvort við viljum inngöngu það tekur 1-2ár, til að farið geti fram umræða.
Svo þurfum við að uppfylla skilyrði fyrir að fá að taka upp Evru, það er undir 4% verðbólga 3ár í röð og ekki meiri halli á ríkissjóði en 4,6% og stýrivextir á einhverju róli nálægt Evru og fleira held ég með atvinnuástand jafnvel. Þetta tæki 4-5ár.
Lækkun vöruverðs.
Nú ef við bara settum okkur markmið annað en að það eigi ekki að vera atvinnuleysi og laun eigi að hækka, eins og td. að vöruverð ætti að vera sem lægst, það er að segja verðbólga. Td. gætum við afnumið bann við innflutningi á matvælum og hætt að tollafgreiða allt sem kemur inní landið. Einkaaðili hlýtur að mega kaupa hluti undir 5.000-10.000kr. og fá þá senda án þess að borga af þessu svona mikið annars eru okkur öll Björg(vin) Sig. bönnuð.
Td. kostar 1 geisladiskur keyptur á netinu kannski 1.500 kr. 500kall að senda hann á það kemur 2000 kr. tollafgreiðslugjald og svo 1000 kr. vaskur. Þá kostar hann allt í einu 5000 eða rúmlega 3sinnum meira en ætlast var til, en einhver fer og sækir þetta til útlanda eða kaupir það í fríhöfninni þá er það alveg skattfrjálst. Gott fyrir þessa sem alltaf eru erlendis og kannski þess vegna sem við erum alltaf erlendis fyrir utan mat og drykkjarverð. En þetta er líka rosalega gott fyrir þá sem hafa sterka stöðu á markaði, rafvörur, föt og svo mætti lengi telja.
Markmið ríkisins.
Annað þá myndi EU tekja Kárahnúka vera ríkisframkvæmd og 2006-2007 og kostaði 135mill. segjum 60mill. hvort ár fyrra árið var þetta því 6% halli út af fyrir sig og seinna 4,6%. Fyrra árið hefðum við því fengið sekt frá sambandinu fyrir að vera með of mikinn halla, nema að til kæmi afgangur af annarri starfsemi. Því svona lagað telst vera of verðbólguhvetjandi, að framkvæma svona mikið út á lán.
Ríkissjóður skilaði reyndar afgangi bæði árin en það er þá bara rétt til að ná okkur uppá slétt. Ef okkur er alvara með að lækka verðbólgu verður hið opinbera að vera með 5% raun afgang af landsframleiðslu. Reykjavíkurborg skuldar td. um 600.000 kr. á hvern íbúa og ríkið er langt frá því að vera skuldlaust skuldar 300Milljarða tæpa 2008 eða tæpa 1. mil. á hvert mansbarn, svo er það bara að telja fram eignirnar og þá segjast þeir að skuldastaða ríkissjóð sé 50mill. eða 167þús á hvern íbúa.
Talnaleikin má sjá hér: www.fjarmalaraduneyti.is/media/Lanamal/skuldir-krofur-og-handbaert-fe-1994-2008.pdf
Þetta er svipað og að segja að maður sem á íbúð uppá 30mil. og skuldar 25mil. þurfi ekkert að lækka skuldir sínar hann er skuldlaus og meira að segja 5mil. í plús
Hvernig væri þá að fara að borga þessa 1,6mil. sem hver og einn skuldar með tilheyrandi vöxtum greiddum af sköttum sem viðkomandi aðilar eru að taka af sömu fólkinu. Það er eins og menn geti aldrei komist út úr þessum hugsunarhætti að hér geti gengið vel og ríkið geti verið skuldlaust og jafnvel ætti það að eiga eitthvað inni, þetta er mjög mikilvægt. Það veit engin hvað framtíðin ber í skauti sér, stríð náttúruhörmungar, fiskurinn gæti horfið, bensínið orðið dýrar en gull allt þetta gerir það að verkum að ríkissjóður þyrfti vera með viðvarandi hallarekstur jafnvel í áratug eða 2 til að halda uppi sömu lífskjörum og við höfum núna. Sá peningur sem við eigum í plús myndi líka skila vaxtagreiðslum og koma til lækkunar skatta ef það er vilji ríkisstjórnar, þegar verðbólga og eftirspurn er of lág.
Til þess að ná þessu markmiði væri ekki úr vegi að draga úr þenslunni með því að hækka skatta og leggja niður tolla. Svo er bara að taka ákvörðun útfrá stýrivöxtum, verðbólgu og atvinnuástandi ár hvert fyrir álagningaseðla í ágúst hvort það eigi að borga eitthvað af sköttunum til baka, td. 10þús. auka persónuafsláttur á mann af því að eftirspurnin er of lítið og hagnaðurinn af ríkissjóði er of mikil.
Hagfræði kennir okkur að land sem myndi aldrei hafa halla af rekstri ríkissjóðs þarf mjög sérstakar aðstæður til að vera með mikla verðbólgu og væri það eingöngu til skamms tíma. Þar spilar lánsfjármagn auðvitað stóra rullu.
Af hverju eru allir sammála um að það sé skynsamlegt
að borga niður skuldir en gera það ekki sjálfir?
![]() |
Þrjú af tíu hafa tekið upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
yfir 40% á 8 mánuðum.
3.7.2008 | 10:28
Selja hann
1.7.2008 | 13:06
![]() |
Liverpool reynir að fá Robbie Keane |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Getur virkað í báðar áttir
1.7.2008 | 11:16
Annarsvegar fagna ég því að húsnæðismarkaðurinn verði ekki látin hrynja og það sé hætt að nota brunabótamat og óska þess að ÍLS hækki hámarkslán í 90%-95%
Hinsvegar óskaði maður þess að þeir létu þessi viðskipti sín fara í gegnum almenna bankakerfið. Ástæða þess að ÍLS getur getið út skuldabréf með lægri vöxtum en bankarnir og fengið einhvern til að kaupa þau er sú að ríkið ábyrgist augljóslega að borga af þessu. Það er fínt að nýta þetta í árferði eins og nú en er ekki hægt að reka skuldabréfa sjóð án þess að stunda viðskipti við einstaklinga, þetta fyrirtæki vantar íslendinga sárlega og ennþá betra væri ef skuldabréf væru notuð til að fjármagna húsnæðiskaup og fengu svo yfir og undirverð. Td. eru bankarnir í Danmörku að bjóða 15% yfirverð fyrir 4% lán núna og vilja endurfjármagna þau með hærra skuldabréfi.
Sjá forsíðu www.danskebank.dk/ Tid til konvertering
Það óska allir þess að við fáum sömu lánakjör og erlendis, þetta skapar meira jafnvægi, en engin nennir að láta viðskiptin fara fram með sama hætti. Er þetta ekki kaldhæðni.
![]() |
Stendur Íbúðalánasjóður á krossgötum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |