Össur ver Jón Ásgeir

Hér að neðan er grein þar sem Össur er að búa til vafa um sekt Jóns Ásgeirs, að búa til vafa er eitthvað sem lögmenn gera endilega fyrir umbjóðendur sína, var Össur að vinna fyrir Jón Ásgeir eða bara svona að hjálpa honum gegn Davíð og Birni sem vildu stoppa manninn í fjölmiðlaveldinu og kaup og sölu leiknum.Gerir líka lítið úr minnstu ákæruliðinum en sumir þeirra varða eignir uppá 1.000-3.000miljónir.

Reyndar byrjar hann á að tala vel um Jón Ásgeir en segir svo að fjölmiðlar hans og áróður séu að vinna og svo eru menn á móti fjölmiðlafrumvarpinu.Skrifað rétt fyrir miðnætti eins og Össuri einum er lagið.

Hlekkur:

 http://ossur.hexia.net/faces/blog/ossurentry.do?id=7871&entry=68337

 Ef hann skildi fella þetta út, þá er þetta til að eilífu hér.

 

@import url( '/styles/faces/blogfriendgroup.css' );

Baugsmálið vefst fyrir mér

Jón Ásgeir stóð sig vel í Kastljósinu fyrr í kvöld. Sigmar var vel undirbúinn og spurði með ágætum - og allt annað að hlusta á ýtni hans en lesa spurningar lafhrædds blaðamanns Fréttablaðsins sem minnti helst á skjálfandi grúppíu að spjalla við rokkstjörnu í fyrsta sinn.

Ég á hins vegar erfitt með að greina kjarnann í málinu á hendur Baugi. Það er mjög hugsanlegt að ég sé ekki nógu góður í bissness. Ég veit til dæmis ekki almennilega hvað umboðssvik eru - og er alveg úti á þekju þegar lögfræðingar segja að það séu hárfín skil á milli umboðssvika og fjárdráttar. Ég veit hins vegar hvað er þjófnaður. Þá stelur einhver frá einhverjum. Í þessu liggur mitt vandamál. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því í hverju hinn mikli stuldur liggur.

Það rímar þegar Jón Ásgeir segir um stóru ákæruna: Frá hverjum stal ég? Ekki stal hann frá Baugi því þá hefðu hluthafarnir kvartað. Stal hann frá Gaumi? En Gaumur er fjárfestingafélag sem hann og klanið á. Hugsanlega stal hann því frá sjálfum sér.

Þegar menn stela undan skatti gera þeir það yfirleitt almennilega. Jón Ásgeir er sakaður um að hafa stolið frá ríkinu því sem á hans mælikvarða er smáræði, hálfri milljón eða svo - raunar tvisvar - í tengslum við innflutning á bíl sem hann gæti keypt vikulega án þess að finna fyrir því. Ég hugsa þetta svona: Ef auðkýfingur einsog Jón Ásgeir nennir að hafa fyrir því að stela af ríkinu með því að falsa innflutningsverð á bíl - þá er hann kleptóman sem væri sístelandi.

Í því tilviki hefðu menn við saumnálarleitina í bókhaldi Baugs fundið þess fleiri merki. Ég hef jafn litla trú á því að Tryggvi Jónsson - sem ég held að sé líka vellauðugur - sé að stela hundraðþúsundkalli af traktorsræfli. Ég er semsagt þeirrar skoðunar að ef ríkir menn stela smáræði þá hljóti það að vera partur af mynstri - sem hefði þá átt að koma í ljós við þaulleit ríkislögreglustjóra.

Einu sinni í viðtalinu steytti á botni. Það var þegar Jón Ásgeir var að útskýra gleðisnekkjuna margfrægu. Mér var í fyrsta lagi ómögulegt að skilja afhverju Gaumur hefði átt að lána Sullenberger peninga til að kaupa sér snekkju - einsog var skýring Jóns Ásgeirs - og í öðru lagi átti Sigmar að reiða gaffalinn á loft þegar Jón Ásgeir sagðist allt eins hafa getað rúmað árlegar 7-8 milljóna greiðslur fyrir notkun snekkjunnar innan risnunnar sem hann hafði frá Baugi á þeim árum. En er það virkilega svo að endurskoðendur skrifi upp á slíka risnu án þess að blikna?

Mér hefur alltaf fundist ósannfærandi þegar Jón Ásgeir og þeir feðgar eru að ausa paranojunni yfir okkur sem lesum viðtölin við þá með því að fullyrða að allar þessar ákærur séu samsæri sem er runnið undan rifjum óvildarmanna einsog Davíðs Oddssonar. Jón Ásgeir spáði því án þess að blikna að hann myndi vinna málin í undirrétti en hugsanlega tapa í Hæstarétti - af því Davíð Oddsson myndi fyrirskipa það.

Ég hef séð marga hluti gerast í pólitík á bak við þykkustu tjöld - og er ekki stoltur af öllu sem ég hef sjálfur gert - og ég veit að stjórnmálamenn geta verið mjög ósvífnir. En gerist svona á Íslandi? Davíð Oddsson reyndi klárlega að hafa áhrif á Hæstarétt í Vatnseyrarmálinu og í öryrkjamálinu. Hann gerði það hins vegar - að því er ég best veit - með opinberum hætti. Hann orgaði á Hæstarétt í fjölmiðlum með þeim hætti að öll þjóðin tók andköf og var örugglega að því til að skekja dómarana.

Davíð hefur heldur betur látið þjóðina vita af stækri andúð sinni á Jóni Ásgeiri og Baugsveldinu - en það er af og frá að hann hafi verið opinberlega að terrorísera Hæstarétt að niðurstöðu einsog í ofangreindum málum. Hann gæti auðvitað trúað Jóni Steinari fyrir því yfir viskíglasi hvernig honum fyndist að Hæstiréttur ætti að dæma - en ef einhver maður á jarðríki mun ekki fá að koma nálægt þessu máli í Hæstarétti er það Jón Steinar. Og ég hef enga trú á að það hefði nokkur áhrif jafnvel þó Jón Steinar reyndi að koma sjónarmiðum þeirra vinanna að í samtölum við hina dómarana.

Afhverju er þá Jón Ásgeir í þessari paranoju í öllum fjölmiðlum? Hann er enginn asni. Hann er einsog Davíð. Hann er með sínum hætti að reyna að orga opinberlega á Hæstarétt með sama hætti og Davíð reyndi í Vatnseyrarmálinu og öryrkjamálinu. "Helvítin ykkar, ef þið snúið við dómi undirréttar er það af því þið eruð pólitísk handbendi." Hann veit að Hæstiréttur er svo þrútinn af lamstri veðra síðustu árin að hann vill allt annað en láta bendla sig við pólitíska fjarstýringu.

Paranojukast Bónusfeðga í fjölmiðlum gagnvart Davíð og Jóni Steinari og Hæstarétti er þessvegna engin tilviljun heldur partur af mjög yfirvegaðri strategíu sem örugglega er hönnuð af góðum hugsuðum sem fá vel borgað - og kanski snekkjuferð - fyrir einhverja snjöllustu áróðursherferð síðustu ára. Baugur er búinn að vinna áróðursstríðið og búinn fyrirfram að mýkja Hæstarétt með því að lemja hann einsog harðfisk.

Hugsanlega er ég bara fórnarlamb áróðursins. Ég hef hins vegar kapplesið allt um málið á hendur Baugi - sem ég er orðinn hundleiður á áður en það er byrjað - og í vaxandi mæli hef ég það á tilfinningunni að þetta sé að stórum hluta einhver togstreita um hárfína lögfræði og bókhald sem varðar ekki mig og aðra þegna ríkisins.


- Össur

Powered by Hexia

þri., 16 ágú. 2005 23:58

 


mbl.is Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

The mixing Link. Fyrir meir en 20 árum voru jú eðlileg gjaldþrot tíðari: Heilbrigð Samkeppi á frjálsum markaði. Fyrir 20 árum vöru 3 búðir í hverri götu, fleiri sjálfstæðir kaupmenn, heildsalar og fyrirtæki. Álagningin var föst og þar af leiðandi var keppt um gæði en ekki magn. NB. Laun fylgdu vöruverði. Við vorum aðeins dýrari en Noregur þá eins og nú. Hver sagðist hafa komið í veg fyrir fleiri gjaldþrot í matvöruverslun? Þeir sem lítið undir þeir þora að tala, hvað með okkur? Fyrir 20 árum voru gæðin talsvert meiri hér samanborið við Noreg. Skilur enginn samhengið. Hver er  þorskhausinn? Kannski Fa_gráðherra í vitlausu embætti? Ekki er allt gull sem glóir.

Júlíus Björnsson, 20.11.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Johnny Bravo

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara, það eru náttúrulega fá gjaldþrot í landi þar sem fyrirtæki sem ganga ekki vel selja sig og skuldir sem skattaafslátt og markaðshlutdeild til næsta samkeppnisaðila.

Hærri laun hærra vöruverð, lúxus vandamál.

Verðið hækkar ef launin hækka allt er selt eins dýrt og hægt er.

Smáhlutir eru hafðir rosalega dýrir í landi þar sem ef það er 500-1000kr í mun tekur því ekki að fara í næstu búð.

Johnny Bravo, 20.11.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem ég er að meina er að laun fylgja ennþá verðlagi.  Fákeppni er ekkert betri en enginn samkeppni. Þegjandi samkomulag um "réttláta" skiptingu. Stærsti skuldarinn nær kverkataki á lánastofnunum sem láta aðra þá minni 1-2 borga brúsan. Sami aðilinn hefur alla í hendi sér.  Það er óbeint einræði á markaði. Eins og verð á smáhlutum í sumum búðum á landsbyggðinni?   ... skuldir sem skattafslátt til aukningar markaðshlutdeildar aðilans sem er með putann á öllum mörkuðum? Menn reyna alltaf að selja allt eins dýrt og hægt er: það er ekkert að því.  Það er fákeppnin: sem fækkaði millunum og fjölgaði þeim sem minna hafa, sem ég kann ekki að meta og mér finnst Össur hampa.    

Júlíus Björnsson, 20.11.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband