Æsifréttamennska og bull
28.10.2008 | 15:42
Það er augljóst að það er 50% meiri ástæða til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum núna.
Ofan á það bætist að aðrir eru hugsanlega að fara að gera það og þá mun krónan styrkjast, svo þá er um að gera að vera ekki síðastur.
Að drepa verðbólguna er númer 1. svo tökum við restina.
15% gengisfall krónu í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að það sé nánast engir góðir fjárfestingarkostir á Íslandi. Væntanlega eru fáir með lausa aura. Öruggast er að fjárfesta í gull. Annað að kaupa eignir/fyrirtæki á brunaútsölunni stóru og væntanlegu. Væntanlegt 50-70& fall á húseignum með vorinu. Uppskrúfað verð síðustu 3 ára, fall krónunnar og vaxtahækkun mun til muna þyngja greiðslubyrði sem margir muni kikna undan, gríðarlegt offramboð sem mun aukast í að fólk mun flytja af landi brott mun auka á vandræðin. Til viðbótar kemur atvinnuleysi/launalækkun og erfiðleikar við fjármögnun. Allt er þetta uppskrift að hruni. Það kemur ný stétt öreiga á Íslandi, fólki sem hefur skuldsett sig gríðarlega til að fjárfesta í húseignum, bílum eða þá á hlutabréfamarkaðnum sem núna er hruninn.
Nýja skuldsetta Ísland mun þurfa að hafa fljótandi veika krónu þar sem einu ráðin að halda henni uppi er að hækka vexti, jafnvægi á viðskiptahallanum og jafnvægi á ríkisútgjöldin sem þýðir stórfeldan niðurskurð á hinu opinbera. Ef menn (og konur) gugna á þessu hrynur krónan. Hinn möguleikinn er að loka hagkerfinu og búa til vöruskiptaþjóðfélag, þeas. Kúbverska leiðin..... Hér eru engir góðir kostir.
Gunn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:40
Tjahh þetta er nú mesta dómsdagsspá sem ég hef heyrt en þetta hefur gerst í þýskalandi frá '18-39 og USA og víðar 1930-.
Síðan þá höfum við lært mikið í hagstjórn, td.ætlum við að standa vörð um allan útflutning, honum verður lánað hvað sem það kostar, fall krónunnar hefur bara jákvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem fá sí endurtekin lán í íslenskum krónum og borga smá saman upp erlendar skuldir.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ætlar ekki að leyfa Íslensku krónunni að veikjast meira þetta eykur tiltrú fjárfesta að styrkingar skeið sé í vændum og hávextir + góð þróun gengis er góð blanda fyrir fjármagn.
Það ríkir ekkert traust á fjármálamörkuðum, þetta er ein af ástæðunum að td. Rússar vilja lána íslenska ríkinu, þeir peningar koma alltaf tilbaka, td. hafa Saudi Arabar og aðrir olíufurstar fjárfest mikið í USA fyrirtækjum og skuldabréfum. Sumir segja að þetta sé ráð USA til að losna við þessar skuldir. Bankar fara á hausinn ekki ríki.
Lífeyrissjóðir og ríkið mun halda húsnæðismarkaðnum gangandi fall meira en 30% á 12mánuðum er óhugsandi, þá fara menn bara að kaupa sem langtíma fjárfestingar, 19ma. eru undir koddum landsmanna. það eru 1.000 íbúðir. 3.000 ef menn taka 65% lífeyrislán, eins og menn eru farnir að hafa áhuga á íslenskum hestum bílum og öðru lauslegu í verslunum þá getur verið að erlendir aðilar = fasteignafélög vilji sölsa þetta undir sig.
Flótti manna til annarra landa er líka bara bull, það verður hugsanlega eitthvað um það.
Johnny Bravo, 29.10.2008 kl. 12:49
Nei kjæri Johnny, þú þarft ekki að fara svona langt til baka.
Hrun á fasteignamarkaði er ekki bull. Það gerðist í Noregi um 1990-1992 60% fall á húsnæðisverði og það gerðist einnig í Svíþjóð í þeirra bankakreppu en þær eru einungis smáræði miðað við þessa Íslensku.
Það er 40-50% fall á fasteignaverði á mörgum stöðum í USA.
Íslenskir bankar eru búnir að lána geysimikið fjármagn sem núna ekki er borgað. Íslenska ríkið nýtur einskis lánstrausts og er álagið komið yfir 2000 punkta. Þeir hafa farið milli fleirri aðila án árangurs.
Við þurfum að fleyta krónunni ef við lækkum vexti undir verðbólgu sem núna er 16+% sökkvum við krónunni. Þess vegna þarf að hækka vexti. Við þurfum að hafa jafnvægi í þjóðarbúskapnum og hallalaus fjárlög ef okkur tekst það ekki sökkvum við krónunni. Við höfum engan annan gjaldmiðil og væntanlega stendur okkur það ekki til boða heldur alla vega ekki næstu árin. Þessi lán frá IMF þarf að greiða tilbaka þegar 2011 og að fullu 2015 þetta þarf að fjármagna af sköttum. Gríðarlegur samdráttur er í tekjustofnum ríkisins og hann verður viðloðandi næstu árin það ásamt niðurgreiðslur af erlendum lánum mun íþyngja og það verður ekkert svigrúm að greiða niður lán fyrir fólk sem er búið að færast of mikið í fang. Þeir verða að fljóta eða sökkva. Ríkið þarf að sinna menntun og þeim sem eru sjúkir og löggæslu og getur vart gert meira. Á að loka sjúkrastofnunum til að niðurgreiða lán fyrir fullfrískt fólk? Varla...
Gunn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.