Dýrir embættismenn

Aðskilnað ríkis og Þjóðkirkjunnar og það strax.

Árið 2008 var sóað 4.906 mil. í kirkjumál.

Ef hver prestur kostar 5mil. þá eru þetta 1000 prestar eða

1 af hverjum 300 Íslendingum.

Þetta er svo bara þjóðkirkjan.

Þvílíkt endemis bull að losa ríkið ekki við þetta og mismuna trúarbrögðum svona er náttúrulega rugl.

td. fengu Löggæslustofnanir og öryggismál 8.570, það er því hægt að auka fjárframlög þar um rúmlega 50% ef hitt er lagt niður.

 


 


mbl.is Fjögur taka prestvígslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur þá kannski einhverjar snjallar hugmyndir um hvernig sinna á öllu því fólki sem leitar til krikjunnar? Hefurðu einhverja þekkingu á því starfi sem kirkjan sinnir? Það er margt fleira í gangi en sunnudagsmessur!

Dæmigerð færsla sem byggð er á fordómum og barnslegri einföldun.

Tony (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:06

2 identicon

það er langt síðan kirkja og ríkið skildu, ríkið kemur ekkert að rekstri þjóðkirkjunnar frekar en annarra kirkjudeilda.

ef ríkið ætlaði að hætta að greiða kirkjunni á fjárlögum, þá yrði gríðarlegt uppgjör að verða til, þar sem allar ríkisjarðir sem kirkjan afsalaði til ríkisins yrðu gerðar upp, það var samið um þetta á sínum tíma og samningar standa.
kynnið ykkur betur söguna og hættið þessu gjammi, hlífið okkur bara við þessu innihaldslausa þvaðri endalaust.

bermudaskal (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Johnny Bravo

Leitar til hvað Krikjunnar? hvað er það? 

(nei bara að stríða, nota Púki takkann)

Þeir sem gætu hugsað sér að leita í söfnuð verða væntanlega skráðir í söfnuð.

Þín færsla er bara byggð á þínum sleggjudómum líka, einfeldni og trú á Guð.

Afverju fræðir þú mig þá ekki um alla þessa merkilegu starfsemi?

Já það uppgjör er þá væntanlega með því að ríkið tekur allar byggingar sem ríkið hefur greitt fyrir og allar jarðir sem kirkjan hefur sölsað undir sig með skattheimtu af þrælum sem þeir voru með hér í öll þessi ár.

Ef þetta er staðreyndin þá held ég bara að ég þurfi að segja mig úr þessari þjóðkirkju.

Johnny Bravo, 29.10.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband