Ég er fullkomlega sammála.

50 búnir að skrifa og við erum 2sammála sýnist mér.

Fyrsta spurning hlýtur að vera.

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.  Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum. Fyrir hverja krónu sem þeir fá einhvern til að spara geta þeir lánað út 10 svo geta þeir veðsett þá skuld erlendis og þá geta þeir lánað meira út.

Peningaflæðið verður að halda áfram. Þá lifa allavega þau fyrirtæki sem ráða best við að borga há vexti. Önnur fyrirtæki deyja og verðbólgan lækkar smá saman og sama gera vextirnir. Svo lengi sem ríkið nái að hætta að reka sig með halla og hætti að hækka krónutölu fjárlaga umfram 2,5%.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sama spammið og þú ert búinn að dreifa út um öll blogg. Þú ert jafn mikið fífl og liðið í seðlabankanum greinilega.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.10.2008 kl. 10:22

2 identicon

gætir þú útskýrt fyrir mér hvaðan vaxtakostnaðurinn sem útlendingarnir munu fá ef þeir fjárfesta á íslandi. ..........hmmmmmm  ekki getur ríkið keypt bréf sem eru með hærri vesti (vegna þess að þeir eru ekki til í heiminum) til að græða meiri pening á þeim bréfum sem eru seld og hvaðan kemur þá peningurinn sem erlendir fjárfestar ætla að sækja til íslands....hmmm hugs hugs..... úr vasa okkar líklega er það ekki. Því ekki verður þessi vaxtapeningur til úr engu.

dj (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Kjósandi

Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson slær á móti ríkisstjórninni til að hefna sín því hann vildi ekki að gerður væri samningur við alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hann er að sýna hvað þessi samningur kostar þjóðina. 

Allir sjá hinsvegar að engin þörf var á þessari vaxtahækkun en það er aukaatriði í stríðinu milli Seðlabankastjórnar og þjóðarinnar

Kjósandi, 28.10.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Johnny Bravo

Það eru nú til einhverjir peningar í heiminum.

Þetta er bara eins og bananar ef ísland borga betur en norðurlönd þá fáum við bananana.

Það er verið að framleiða skuldir og selja þær áfram.

Einn lánar og annar ávaxtar.

Kjósandi: Er að rugla svo mikið að það er nú ekki svaravert.

Var Jón Ásgeir þá að hefna sína á Davíð með því að láta Stoðir og Glitni fara á hausinn eða var hann Hannes Smára og Pálmi Haralds bara að stela miskunarlaust úr FL Group.

Allir Hagfræðingar eru sammála um að vextir eigi að vera hærri en verðbólga, hún kom í gær. Munurinn er á að vera 1-4%

Það er nú nógu slæmt að þessir menn kunni ekki hagfræðina sína nógu vel að alskonar fólk af götunni þykist vita betur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:38

5 identicon

En hvaðan koma vaxtakostnaðurinn. Það er ekki nóg að segja að einn laánar og annar ávaxtar og nóg sé til af peningum. Ríkið þarf að borga þessa 18% vexti, er það ekki líka þess vegna að bankarnir hækka vextina í samræmi við það sem eins og áður hefur verið sagt þá veltur þessi hagnaður erlendra fjárfesta á íslendingum. Er þetta ekki rétt. Ef þú kaupir banana á mikluhærra verði en aðrirog mun hærra en nokkur myndi bjóða þá færðu auðvitaða bananann, þá þarftu að fjármagna þessi kaup einhverstaðar. ekki rétt. Enginn getur boðið hærri ávöxtun. þannig að eini staðurinn sem hægt er að sækja þessa peninga er til okkar. Eða gætir þú útskýrt þessa briljant aðferð betur svo ég skilji þetta. HVAÐAN KOMA PENINGARINR SEM BORGA VAXTA KOSTNAÐINN... 

dj (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Johnny, verðbólgan kom ekkert í gær.  Það voru niðurstöður mælinganna sem komu í gær og þær voru, ef eitthvað var lægri en efni stóðu til.  Hafi einhver ekki áttað sig á því að verðbólgumæling í október myndi sýna hærri mælingu en í september þá var sá hinn sami í slæmri afneitun eða gjörsamlega ignorant um samspil 18% gengislækkunar og hækkunar verðlags.

Mér finnst þú oft líta hlutina af skynsemi og ég er alveg sammála því að þessi hækkun stýrivaxta var fyrirsjáanleg, en hún er ekki út af tölum Hagstofunnar í gær.  Menn hækka ekki stýrivexti út af því sem er að baka, heldur því sem er framundan.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta átti að vera ".. því sem er að baki,.."

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Johnny Bravo

Seðlabankinn Þarf að borga þessa vexti en getur alveg lánað þetta út í gengnum bankana eða ILS. Mismunurinn er svo hagnaður eða tap seðlabankans.

Bankarnir hækka vexti gangvart fyrirtækjum og einstaklingum vegna þess að það er engin ástæða til að vera að lána stórar upphæðir út til aðila sem borga kannski ekki fyrir sömu vexti og maður fær með að leggja féð inn hjá Seðlabankanum.

Það er rétt að þeir útlendingar sem taka áhættuna á að lána okkur fá ríkulega borgað til baka. En við losnum við algjört hrun atvinnulífsins og styrkjum krónuna.

Peningarnir koma frá framleiðni þerra sem ávaxta féð, maður skiptir þá ávöxtuninni á fé í tvennt annarsvegar 70% af rekstrarfé af því þarf maður að borga ef eitthvað verður eftir þá er hægt að borga vexti af eiginfé, það er hlutabréfum.  Oft er hagnaðurinn af eiginfé lagður inn og endurfjárfest.

Ég skil vel að þér finnist við öll vera vaxtaþrælar, en hvernig eigum við annars að byggja okkur hús eða byggja upp fyrirtæki. Tekur óratíma að gera þetta allt sjálfur úr eigin vasa.

Sá sem hefur hærri áhættu þarf að borga hærri vexti, verðbólgan minnkar svo vegna atvinnuástandsins, þeir sem missa vinnu eða missa yfirvinnu og þeir sem ekki fá launahækkanir og sjá ekki fram á það næstu 3árinn eða minna en aðrir og þá verða smá seljendur vöru og þjónustu að leggja sig meira fram í verði vísir að þessu er byrjaður að sína sig. Þetta skapar góðan grunn fyrir útflutning.

 Alveg rétt hjá þér Marínó, en þetta hefur átt að vera meira dæmi um þetta væri ekkert óskinsamleg aðgerð, væntanlegt hrun og atvinnuleysi er að koma og ekkert hægt að kenna þessari aðgerð um það, það er ekkert lánsfé, það er þá betra að láta þá lifa sem þola hávexti en bara láta alla fara á hausinn.

Johnny Bravo, 29.10.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband