72-90% hækkun á 13árum
22.10.2008 | 10:26
Við stóðum í 60% hækkun á 13árum áður en þetta ár hófst, nú höfum við lækkað um 6% í ár. Við skulum vona að við náum að halda þessum framförum.
Ef við tökum vísitölu neysluverðs frá 89 þá hafa launhækkað um 200% en verðbólga verið 116% og verðbólga án húsnæðis 93%
Ef tekið er frá 95 þá hafa laun hækkað um 129% og verðbólgan verið 58% og tæp 40%
Þetta jafngildir því Maður sem er með 250þ. núna fái allt í einu 574þ. á mánuði og það sem hann verslaði fyrir hækki úr 250þ. í 395þ. eða 349þ. hann hefur því 179þ. á mánuði sem hann veit ekki hvað hann á að gera við. Eða 72% af þeim launum sem hann hefði fyrir.
Án húsnæðis er sama tala 225þ. og því 90% af launum viðkomandi. Enda er Ísland 1995 og 2007 alls ekki sama landið að sjá.
Þetta er það sem gerðist á Íslandi frá 1995-2007
Mörg mistök hafa verið gerð.
Hækka fjárlög ríkisins meira en 2,5% á ári
Innanríkisráðherra á að passa að sveitarfélög geri hið sama.
Önnur regla sem er að það er bannað hafa halla.
Ekki gott að lækka skatta.
Svo er það Seðlabanki og FME með of lága bindiskyldu á bankana, um að gera að taka gjaldeyrisvaraforðan hjá þeim sem hann á að verja. Svo er það eiginhlutfall bankana sem hefði átt að vera hærra.
Bankarnir voru svo vitlausir að setja sér þessar reglur ekki bara sjálfir, þegar að lánsfjár vandinn hófst okt-des 2007.
Einnig eru reglur um Hlutabréfasjóðina FL Group og Exista mein gallaðar og engin að fylgjast með þeim. Taka ársreikninga og setja þá fram eins og fjárfestar vilja sjá þá, með uppfærðri viðskiptavild og svo framvegis.
Sama vandamál hjá ríkinu og í bensín og áfengisokrinu, ekkert af auka fé var notað til að efla Seðlabankann og FME. Sem er á hálfri hæð í illa máluðu húsi með 50mans á móti 3 bönkum sem HÖFÐU 5000 manns í vinnu. Þarna eru erlendir sérfræðingar mikilvægir.
Seðlabankinn ráðleggur ríkistjórninni ekki nógu mikið. hann hækkar vexti til að slá á þenslu en minnir ekki ríkisvaldið á að þetta er bara frestun á vandanum og svo koma fjárlög 2005 10% og 2007 17% hærri en árið áður. Vextir í botni og gengið mjög sterkt. Segið svo að kostninga fjárlög búi ekki til hagsveiflur.
Seðlabanki hefði mátt veikja gengið þegar það var undir 120 td. með því að kaupa sér gjaldeyri fyrir íslenskar krónur. Þá hefði verðbólgu frestunin sem er falinn í sterku gengi ekki verið jafn mikil og ríkistjórnin hefði þurft að hugsa sinn gang.
![]() |
Launavísitala hækkar lítillega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.