En rakkar Samfylkingin kerfið niður í svaðið

Við stöndum bara 300 eftir. ætlum ekkert að láta seðlabanka Evrópu neyða okkur í ESB,

með því að krefjast endurmats á eignum Landsbankans.

Hver vill vera í félagi með Bretum sem telja okkur vera hryðjuverkamenn.

Ekkert þessara landa vildi gera almennilegan gjaldeyrisskipta samning, það er kaupa íslenskar krónur þegar þær eru ódýrar til að hækka verðið, þetta sýnir hverskonar vini við erum að fara að fá okkur.

ESB er ekkert nema ofurtollabandalag á alla sem ekki er hvítir og kristnir.

Með því fylgja reglur um halla og afgang á ríkissjóði.

Vextir sem henta vel fyrir Evrópu að meðaltali.

Og gengi gjafmiðils sem breytist eins og Evrópa að meðaltali.

Svo er 40% fjárlaga sambandsins varið í að framleiða mat á hverjum fermetra svo að það sé ómögulegt fyrir önnur svæði í heiminum að framleiða matvæli, enda undirboðin af ESB.

Ísland verður 0,0667% af ESB ef við finnum svipað hlutfall á Íslandi þá erum við að tala um Ásahrepp eða Arnarneshrepp.

Það þarf alvöru menn með kjark og þor til að stjórna, samfylkingarfólk er hræðslupúkar og heybrækur.

 

 


mbl.is Krónan tifar á mjóum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Johnny, flott hár!

Þú virðist vera undir þeim misskilingi að Ísland sé alveg frjálst og stjórni sér sjálft í dag? Ísland er fyrst og fremst stjórnað af klíkum íslenskra manna og kvenna en einnig af alþjóðlegum samningum. Með EES samningnum hefur Ísland t.d. þegar tekið upp 2/3 af regluverki ESB.

Danmörk, Noregur og Svíþjóð gerðu með okkur skiptasamning eingöngu afþví að þeir eru góðir vinir Íslands, en aðrir seðlabankar sáu hér eingöngu glundroða í fjármástjórn landsins. Myndir þú lána einhverjum kunninga ef allt sem þú veist um hann bendir til þess að hann geti ekki borgað þér tilbaka?

Evran og stuðningur seðlabanka evrópu hefði bjargað Íslandi um þessar mundir, það er óumdeilt. Írland er frábært dæmi um land sem hefur þanið sig mikið út og væri í verri málum en Ísland um þessar mundir ef seðlabanka evrópu nyti ekki við.

Varðandi landbúnaðarstyrking þá ættir þú að líta í eigin barm Johnny. Íslenska ríkið eyðir gríðarlegu fé á hverju ári til styrktar Íslenskum landbúnaði ásamt því að tollar eru gríðarháir á innflutt matvæli og sumt er ekki einu sinni leyfilegt að flytja inn.

Ég vill þó taka fram að persónulega er ég þeirrar skoðunar og við skrifum undir nýja sáttmálann og tókum hér upp norsku krónuna. Líklegast mun það þó ekki duga til frambúðar, því um leið og olían klárast neyðist Noregur til þess að ganga í stærra myntbandalag. Það er þá fínt að fljóta með þeim þá inn hvort sem það verður ESB eða eitthvað annað þar sem þessar þjóðir eru svo líkar og deila skoðunum t.d. í sambandi við sjávarútveg.

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:29

2 identicon

Ein spurning. Hefur þú komið til útlanda, eða eru allir útlengingar "svarti maðurinn"?

Held að þú ætti að skoða þetta áður en þú ferð að tala um eitthvað sem þú augljóslega þekkir ekki. 

Við þurfum að ganga til viðræðna við ESB ekki seinna en strax ef við ætlum okkur að ná upp trúverðugleika aftur á alþjóðavelli.

Málið er mjög einfalt BJ:

Ríkisstjórnin skeit á sig,

fjármálageirinn skeit á sig,

við skitum á okkur!

Nú er staða mála ekki flóknari en það að við þurfum að fá stórkostlega hjálp að utan við að láta skipta á okkur og í framhaldinu af því komast í umhverfi sem gerir okkur kleyft að komast hjá því að gera í buxurnar á ca 15 til 20 ára fresti líkt og við höfum verið að gera síðan við fengum okkar meinta "sjálfstæði" frá Dönum.

Um það snýst þetta mál, ekki svarta mannin.

Kv. Svíi.

Svíi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Shitt hvað þú ert mikill bjáni. Telur upp lygar og segist því vera á móti Evrópusambandinu.

Það væri kannski áhugavert fyrir þig að Evrópusambandið er ekki með neina tolla á þriðja heiminn, voru með innflutningshöft á bönunum einusinni en nú eru frjáls viðskipti með allt nema vopn! Auk þess er ekki til neitt bandalag í heiminum sem hefur lækkað tolla jafn mikið og Evrópusambandið - við Íslendingar erum með mun hærri tollar en ESB t.d. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband