Hvað varð um græðgi er synd
16.10.2008 | 09:04
og nægjusemi er dygð sem þeir kenna okkur plebbunum.
Það þarf að fara að aðskilja kirkjuna og ríkið.
Að samtök sem fá húsnæðið gefins og borgað undir starfsemi dirfist að krefja ríkið um peninga það er með ólíkindum.
Kirkjan krefur ríkið um milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert innilega fáfróður um söguna.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:22
Ekki gleyma því að kirkjan fékk jarðir með mjög svo vafasömum aðferðum....
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:38
Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi þetta mál, og frétt MBL villandi. Kirkjan er ekki ekki að innheimta eða krefjast neinna greiðslna frá ríkinu. Hér er um þjóðlendumál að ræða og varðar túlkun á gömlum eignaskjölum kirkjunnar, m.a. máldaga Valþjófsstaðar frá 1387. Þetta mál hefur verið lengi í gangi, en þjóðlendulögin eru frá 1998. Hitt er annað að verði fallist á eignarréttarkröfu kirkjunnar, að öllu leyti eða hluta, falla greiðslur vegna vatnsréttinda jarðarinnar til kirkjunnar, sem þinglýsts eiganda jarðarinnar, í samræmi við eignarhlut. Það er Landsvirkjun sem greiðir þær bætur til eiganda jarðarinnar í samræmi við ákvörðun dómstóla.
Ólafur Björnsson, 16.10.2008 kl. 23:08
Semsagt kirkjan var með skatt á alla og sölsaði undir sig jarðir, er nú rekin af ríkinu og vill halda þeim jörðum sem hún stal og fá greiddan arð af þeim.
Johnny Bravo, 21.10.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.