Þetta er alveg óþarfi
8.10.2008 | 11:50
Ef þessi lán verða færð yfir á neytandinn heimtingu á sömu kjörum, ef því er breytt í íslenskar krónur er það á gengi þess dags.Svo er spurning hvort að hægt verði að lána 110%-130% af verðgildi húsnæðis og afborgunarstöðvun.
Ef fólk ræður ekki við myntlánin er það náttúrulega gjaldþrota og þá koma ábyrgðarmenn inní það.
Við hin sem tókum ekki þátt í þessari vitleysu eigum heimtingu á að ríkissjóður sé ekki að redda þessu fólki, það er nóg að ekkert fáist uppí skuldir þeirra
Svo er það spurning hvort viðkomandi á ekki að geta fengið leiguíbúð hjá FÉLÓ.
Vill að gengi krónu verði fest á íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnin verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Hún fullvissaði almenning um að krónan væri ekki í hættu og nú seinast helgina áður en glitnismálið byrjaði.
Ef lánþegar erlendra lána hefðu ekki verið blekktir á þann hátt hefði verið tími fyrir þá að skuldbreyta lánum í íslensk lán eða reyna jafnvel að borga þau upp.
Karma (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:07
Ég man ekki betur en fólk hafi verið varað við því að taka þessi lán af bæði seðlabankanum og einhverjum ráðherrum ríkisstjórnarinnar á sínum tíma. Mér hefur alltaf verið ráðlagt að taka ekki lán í annari mynt en ég fé greitt í. Þetta er bara bóla sem þeir sem tóku þessi lán verða að þola. Við hin þurfum að þola mikla verðbólgu sem til er komin meðal annars út af gengi. Mér þætti þá ekkert óeðlilegt ef erlendu lánin verða skrúfuð niður í eitthvað ákveðið gengi þá ætti að skrúfa hin lánin niður í ákveðna vísitölu.
ÖSSI, 8.10.2008 kl. 12:12
Verði þetta fólk sent í gjaldþrot mun það bitna á okkur öllum hvort sem er. Það verður að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna í landinu annars mun bresta á fjöldaflótti úr landi og þá er annsi hætt við að íbúðarverð muni hrynja auk þess sem lítið gaman er að búa í samfélagi með 50.000 tóm hús með neglt fyrir gluggum.
"We must all hang together or we will surtainly all hang seperatly"
Héðinn Björnsson, 8.10.2008 kl. 12:44
Að sjálfsögðu á að hjálpa fólki sem er í vandræðum með erlendu lánin sín en ekki þannig að við hin borgum brúsan. Það er rétt að almenningur hefur verið varað við lántöku í erlendri mynt, þeir sem tóku áhættuna og vildu þar með sleppa betur en við hin verða að bera þann bagga. En eins og ég segi, það er sjálfsagt að aðstoða. Það má ekki gleyma því að allar erlendar lántökur hafa stuðlað að því ástandi sem nú er komið upp og eru því partur af vandamálinu.
Ólafur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:14
Ólafur: Íslenskur banki fékk lánaðan pening erlendis frá og gat gert tvennt. Skipt láninu í íslenskar krónur og lánað til íbúðarkaupa hérna eða áframlánað í erlenda gjaldmiðlinum til íbúðarkaupa. Í báðum tilvikunum kom lánið upphaflega erlendis. Auðvitað var íbúðarlánasjóður líka á markaðnum en það er ekki hægt að einfalda þetta eins og þú gerir.
ÖSSI: Forsætisráðherra sagði í mars að botninum væri náð. Hann sagði líka 28. eða 29. september að gengið bæri og lágt og ætti eftir að hækka! Ekki voru mikil varnaðarorð í því. Þetta er heldur ekki spurning um að þeir sem eru með vísitölulán eigi þá að fá "jafn góðan díl" heldur til að forða tugþúsundum heimila frá gjaldþroti og því að missa heimilin.
Héðinn virðist vera eini hérna sem sér heildarmyndina. Ef 30-50 þúsund manns missir heimilin hver haldið þið að endi með því að borga fyrir að halda þessu fólki uppi?
Karma (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:36
Ef þetta er gert á ég þá ekki heimtingu að sama verði gert varðandi önnur lán í erlendri mynt?
Fannar frá Rifi, 14.10.2008 kl. 10:55
Ef af þessu verður er tilgangurinn að vernda heimilin í landinu, þ.e. að koma í veg fyrir að fjöldi fólks missi húsnæði sitt vegna afglapa stjórnvalda með sjálfstæðisflokk í fararbroddi.
Auðvitað eru til önnur erlend lán en húsnæðislán Fannar, t.d. hefur stór hluti lántöku íslenskra fyrirtækja til framkvæmda verið í erlendri mynt. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt að yfirtaka þau lán að hluta eða öllu. En þú og Johnny viljið væntanlega að þessi fyrirtæki verði bara gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi?
Karma (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:51
Sá á völina sem á kvölina. eða þú veist.
Þegar menn reikna út hagkvæmi framkvæmda þá verður að taka inní reikninginn eitthvað annað en myntlán og styrkingu krónu að eylífu, fínt að lostna við fyrirtæki sem eru rekin á röngum forsendum. Svo þarf að fara að taka peningana af fólki í gengnum lán því það er helsta aðferðin við að slá á verðbólgu.
Johnny Bravo, 21.10.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.