Kjaftæði þessi hraðalækkun
25.8.2008 | 15:33
Þetta er þjóðvegur á þessum kafla og á þeim má keyra á 90km alveg sama hvaða fólki dettur í hug að byggja beggja vegna við hann og nota þjóðveginn sem göngugötu í þorpinu sínu.
Ég þakka öllum þeim sem lækka ekki hraða sinn á þjóðvegum, frelsi fær maður ekki frítt það þarf að berjast fyrir því. En það er ódýrara að vera með radarvara á meðan.
Sviptur ökuréttindum á staðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki verið sammála þér í þessu.Það hlýtur að vera réttlætanlegt að lækka hraðann,þar sem er byggð,þó að það sé þjóðvegur sem liggur þar í gegn.Hér á landi liggur þjóðvegur í gegnum marga kaupstaði,á þá að leifa 90km hraða þar í gegn?
Hjörtur Herbertsson, 25.8.2008 kl. 17:55
Hjartanlega sammála Hjörtur. Við getum nefnt bæi eins og Borganes og Selfoss. Á að aka þar á 90 km hraða. Þar að auki held ég að um hreinlega ökuníðing sé að ræða í þessu tilfelli. Maður sem að keyrir á 109 km hraða þar sem að hámarkshraði er 50 km hraði keyrir örugglega ekki á löglegum hraða þó svo að hámarkshraði væri 90 km hraði á klukkustund. Það er þá bara einum andskotans ökuníðingnum færra alla vega næstu 3 mánuðina.
Jóhann Pétur Pétursson, 25.8.2008 kl. 19:56
Það er rétt að benda á að í þessu tilviki er hraði lækkaður vegna framkvæmda við veginn, það er verið að leggja nýtt slitlag þarna.
Varðandi byggðina þá hefur hraðinn verið lækkaður þar niður í 70 km/klst.
Mér finnst sjálfsagt að hraðinn sé lækkaður þar sem þjóðvegurinn fer í gegnum byggð. Réttast væri náttúrulega að leggja þjóðveginn fyrir utan byggð svona eins og gert er t.d. í Bandaríkjunum og mörgum borgum í Evrópu. Þar liggur þjóðvegur/hraðbraut í kringum borgir og bæi.
Burkni (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:07
Burkni er að skilja þetta það á ekki að setja þéttbýli alveg ofaní þjóðveginn.
Hvað næst 2 hringtorg við Reykholt?
Byggðin getur bara verið öðru megin og þá er hægt að setja langar að- og frá reinar og miðjurein til að beygja af til vinstri, pláss fyrir 10 að bíða td.
Johnny Bravo, 3.9.2008 kl. 11:44
Það þarf að leggja veginn framhjá Selfossi og Borgarnesi en aðra er mun auðveldara að leysa eins og Hveragerði td. bara langar aðreinar og miðju akrein til að beygja til vinstri.
Johnny Bravo, 3.9.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.