Er þá hægt að lækka styrkina?

Sverrir Stormsker segir að 16.000 miljóna landbúnaðarstyrkir sé það sama og að sturta peningunum í klósettið. En ég segi að það sé betra, einhver fær þá þó gefins fyrir miklu minni vinnu en að sturta þeim öllum niður :-D

Bændur eru um 6.000 og kostar því hver þeirra 222.222kr. á  mánuði.

Því miður gengur aðeins hluti þessara styrkja til þeirra vegna þess að matvælaframleiðendur fá einnig sinn skerf. Einnig tapar ríkið á ýmsum fríðindum sem bændur hafa, tekjuskattur, virðisaukaskattur, lægra verð á olíu, flutningsjöfnunarstyrkir, framkvæmdarstyrkir, finna heitt vatn út um allt og koma rafmagni, síma og interneti þangað jöfnunarstyrkir.

Ef landbúnaðarstyrkir væru lagðir af væri hægt að lækka tekjuskatt um 15-20%. eða um rúm 5% niður í 30% td.

Einnig væri hægt að lækka vörugjöld um tæplega þriðjung, með tilheyrandi lækkunum á vöruverði. Bensín td. 15,63kr. hver vill það ekki.

Af hverju tekur verkamannaflokkurinn og skattalækkunarflokkurinn sig ekki saman um það td.

Allir tollar hamla viðskiptum og hækka vöruverð, það þarf að ná vöruverði niður til framtíðar ekki bara berjast við verðbólguna til skamms tíma.

 


mbl.is Áhrif hlýnunar jákvæð á gróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband