Gott að gera þetta á besta degi ársins
30.7.2008 | 13:49
Skattayfirvöld eru nú ekki vitlaus á láta okkur hafa yfirlitið svona milli júlí og ágúst og það er alltaf löng helgi fyrstu helgina í ágúst.
Þetta er útsmoginn skattpíning sem við verðum fyrir. Hvar mætti skera niður.
Atvinnuuppbyggingarbull, þjóðkirkjuna, landbúnaðarstyrki, helming af útanríksisráðuneytinu og svo leggja niður alla tolla og 5. tekjuminnstu skattanna. Fækka skrifstofufólki
Virðisaukaskattur skilar 35% tekna ríkisins, svo er það tekjuskattur uþb. 22%, vörugjöld 12%, tryggingargjöld 10%, tekjuskattur fyrirtækja, fjármagnstekjuskattur 6%, eignaskattar 2% (búið að leggja niður) og aðrir skattar 4% (þessa skatta ætti að leggja niður)
Bara um að gera að hafa háa skatta sem allir geta kunnað á. Virðisauka ætti að hækka uppí 25% eða lækka í 20% og hafa á allar vörur eins. Tekjuskattur einstaklinga ætti að vera 35% eða 40% ekki bara eitthvað á milli með tveimur aukastöfum. Vörugjald ætti (helst að leggja niður) en að öðrum kosti að vera það sama á allar vörur og einfalt í útreikningum.
Persónuafsláttur ætti að breytast í heilum þúsundum.
Bifreiðargjöld eru dæmi um hlægilegan skatt, meðal Jón þénar kannski 3 mil. eftir skatt og greiðar rúma 1mil. í skatt, hann á bíl og borgar 5000þ í ríkið í hvert skipti sem hann tekur bensín og fær svo sendan reikning 2 á ári fyrir undir 10þ. gott að viðkomandi fær ekki sér bréf fyrir hverjum 10þ. af þessari rúmlega milljón sem hann borga á ári eða rúmlega 100 bréf á ári. munurinn á að hækka skattana hans um 2% væri nánast ómælanlegur og það á engin bíl sem ekki þénar.
Álagningarseðlar aðgengilegir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.