Göng Göng Göng
11.7.2008 | 09:54
Ef við segjum að 14.000.000 bílar hafi farið um göngin og þessi ökutæki hafi sparað sér 50km eða 5L af eldsneyti erum við komin í 70mil. L af eldsneyti sem kostar á núvirði td. 175kr þá erum við komin í 12,25mia. en til gamans má geta að göngin kostuðu ekki nema 4mia. en það var á allt öðru verðlagi og svo kostar rekstur svona gangna eitthvað og af því að maður þarf að borga framkvæmdina fyrst og fær svo peningana inn á lengri tíma þá þarf maður að borga vexti líka.
En er ekki tímabært að við förum að skoða göng undir Holtavörðu, Hellisheiði og til Vestmannaeyja?
dæmi má nefna að Héðinsfjarðargöng eru 2 og 6km hvor undir Hellisheiði væri ekki nema 1 göng 8km og sama má segja um Hellisheiði. Umferðin er ekki minni þar og myndu 1föld göng tæplega anna umferðinni en þetta er mikið öryggistæki að vetri til. 5.000 bilar á dag 500kr á mann er 1mia á ári. Annars má líka byggja betri vegi 2falda, upplýsta og 120km hraða á þessum stöðum, dæmin sanna frá norðurlöndunum að svo leiðis vegir eru öruggari, en þarf ekki að gera úttekt á þessu?
Svona framkvæmd getur rekið sig og notendurnir njóta góðs af þessu það er fólkið og þá erum við komin með samfélagslegan ávinning. Dæmi má nefna með húsnæðisverð uppá skaga og svo virkar samfélagið bara betur þegar menn geta valið um að vinna á Skaganum eða í borginni, þetta skilar augljóslega meiri skatttekjum og fleira.
14 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöngin á tíu árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.