Þvinganir frá stóra bróður
10.7.2008 | 11:39
Svona er þetta alltaf sá stóri vill nota stærð sína til að segja öðrum fyrir verkum.
Það kemur engum við nema íslenskum kjósendum hverja við veljum til að stjórna og hvað þeir ákveða að það eigi að veiða.
Hvernig væri að ESB hætti að nota allt of mikinn áburð og taka þannig allt súrefni úr sjónum í hring um sig og hætti að vera með viðskipta þvinganir á 3 heiminn, neitar að kaupa af þeim mat, föt og flest allt sem þeir geta framleitt. Þetta er bara viðskiptastríð og þau eru til þess gerð að svelta óvininn af fjármagni og það er að takast ansi vel.
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til hvers að vera veiða hval þegar ekki er hægt að selja afurðirnar. Bara af því bara?
Valsól (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:09
´
Þetta er rétt hjá þér. Við þurfum að stoppa helv.... Kanann. Eftir að andsk..... Sovétríkin liðu undir lok, þá eru valdajafnvægi riðluð og BNA hagar sér eins og að þeir eigi þetta allt. Nú er stutt í að BNA fari að haga sér við hvaða ríki sem er, eins og Ísraelsmenn haga sér við Palestínu og Líbanon, með dyggri vernd BNA manna.
Kk, Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 10.7.2008 kl. 12:12
Valsól, þetta eru léleg rök, ef hvalveiðimenn segjast geta selt afurðirnar þá verðum við bara að virða það. Það er erfitt að byggja upp markað sem var rústað fyrir rúmum 20 árum síðan, en það virðist bara vera að takast ágætlega verð ég að segja, enda er þetta hreint út sagt afbragðs kjöt ;)
Finnur (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:24
Valsól
Þurfum ekkert að selja þær gefum þær bara til svæða þar sem er vannæring ættum að hafa efni á því.
Einar Þór Strand, 10.7.2008 kl. 13:11
Ekki lifir fólk á hveiti einu saman? það þarf meiri næringu en það. Við ættum að veiða 1000 hvali + og nota afurðirnar á innanlands markaði. Það sem ekki selst þar ætti að nota í sammvinnu við matvælastofnun UN til þess að brauðfæða sveltandi fólk á stríðssvæðum.
Fannar frá Rifi, 10.7.2008 kl. 14:59
Valsól, til að viðhalda jafnvæginu á veiðisvæðinu og það er alveg hægt að selja þetta, hver borðar ekki gott hrefnukjöt.
Johnny Bravo, 10.7.2008 kl. 17:08
Valsól. Við þurfum ekki endilega að finna markaði erlendis eingöngu. Hvalkjöt er gott.
Sjálfur borða ég hvalkjöt og finnst það gott. Ég aldist upp við hvalkjötsát, því þá var hvalkjöt snöggtum ódýrara en annað kjöt og því voru það búsdrýgindi að nota hvalkjöt. Þannig komumst við að því, að þó það væri ódýrara en annað kjöt, þá var það síst verra og í mörgum tilfellum betra. T.d., í gúllas með brúnni sósu og kartöflustöppu.
Svo tala ég nú ekki um súra hvalinn, þ.e., spikið og rengið, sem svo oft voru á borðum og ég sem barn og unglingur var sífellt sólginn í þetta. Núna er þetta rándýrt og illfáanlegt því miður, en það er ekki margur matur sem fer betur í maga, en súrt hvalspik og rengi. (Nú er ég farinn að fá vatn í munninn, og ætla að hætta).
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 10.7.2008 kl. 18:29
Þið verðið að athuga að þetta er túlkun Árna þar sem hann "les á milli lína" og sér að það sé "látið liggja að því" að hvalveiðar séu eitthvað stórmál í Evrópu og að "diplómatar eigi eftir að eyða ógeðslega miklum tíma í þetta mál". Ég get ekki séð að þetta sé frétt því að Árni er á móti hvalveiðum og les það sem hann vill útúr orðum Evrópusambandsins.
Baldvin (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.