Getur virkað í báðar áttir
1.7.2008 | 11:16
Annarsvegar fagna ég því að húsnæðismarkaðurinn verði ekki látin hrynja og það sé hætt að nota brunabótamat og óska þess að ÍLS hækki hámarkslán í 90%-95%
Hinsvegar óskaði maður þess að þeir létu þessi viðskipti sín fara í gegnum almenna bankakerfið. Ástæða þess að ÍLS getur getið út skuldabréf með lægri vöxtum en bankarnir og fengið einhvern til að kaupa þau er sú að ríkið ábyrgist augljóslega að borga af þessu. Það er fínt að nýta þetta í árferði eins og nú en er ekki hægt að reka skuldabréfa sjóð án þess að stunda viðskipti við einstaklinga, þetta fyrirtæki vantar íslendinga sárlega og ennþá betra væri ef skuldabréf væru notuð til að fjármagna húsnæðiskaup og fengu svo yfir og undirverð. Td. eru bankarnir í Danmörku að bjóða 15% yfirverð fyrir 4% lán núna og vilja endurfjármagna þau með hærra skuldabréfi.
Sjá forsíðu www.danskebank.dk/ Tid til konvertering
Það óska allir þess að við fáum sömu lánakjör og erlendis, þetta skapar meira jafnvægi, en engin nennir að láta viðskiptin fara fram með sama hætti. Er þetta ekki kaldhæðni.
Stendur Íbúðalánasjóður á krossgötum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í Bandaríkjunum eru bankar meira og minna með námslán. Vextirnir á þeim eru 6-8,5%. Ríkið gengur svo í ábyrgð. Fyrir bankana.
Þá kýs ég ríkisrekna banka umfram gróðafíklana. Svo má vel spyrja hvort húsnæðisverð á Íslandi sé eðlilegt. Ekki er ég að fara að kaupa heima á uppsprengdu verði. Yngsta kynslóðin er ekki betur sett með þessu uppkeyrða húsnæðisverði.
Ólafur Þórðarson, 2.7.2008 kl. 09:23
M2 er dýrari i öllum höfuðborgum norður og vestur Evrópu.
Svo hvað er dýrt er mjög afstætt. Td. kostar m2 í Köben 26,5þ. dkr. danskar eða 424þ. að meðaltali. Toppaði síðsumars 2006 í 33,4þ dkr.
Fyrir íbúð, í RVK er verðið um 250þ. óvenju veikt gengi spilar þarna inní og ef við notum meðalgengi síðustu 12mánuði 13,4 kr. þá fáum við 355þ.
Samt er þeirra verð 42% hærra, hjá þeim en okkur.
Málið er að fólk er tilbúið að borga 50% af launum eftir skatt fyrir húsnæði og allir vilja bestu bitana og seljendur nýta sér það augljóslega. Verðið getur ennþá hækkað á vinsælum svæðum með góða tekjumöguleika, það eina sem þarf til eru lægri vextir og nóg lánsfjármagn.
En í augnablikinu er mikið til í nágreni Reykjavíkur, Keilir, Norðlingaholt, hafnafjörður og kópavogur, en bensín, bílar og blessaður tíminn er ekki ókeypis.
En það vantar ennþá fólk í Reykjavík sem nennir að vinna, leiksskólar, búðir og veitingastaðir taka við öllum en borga ekkert rosalega vel en svona er lífið bara :-D 350kall eftir skatt ætti par að geta fundið einhverstaðar og 121kall nægir til að borga af 25mil. og svo fær parið vaxtabætur 23þ á mánuði og þá þarf það bara að borga 100 af 350 í húsnæði. Restin verður bara að duga fyrir öllu öðru og ef fólk á ekki pening til að leika sér er það bara að vinna meira svo því leiðist ekki.
19 af hverjum 20 á þessari jarðkúlu dreymir um að eiga það svona létt líf.
Johnny Bravo, 10.7.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.