Af hverju tala menn ekki hreint út
30.6.2008 | 11:43
Sakna þessi í svona umræðu að menn tali hreint út og segi hver launin eru og hvað þau ættu að vera, en það er náttúrulega ekki hægt af því að maður fær hærri laun fyrir að vera gamall, stundum kallað reynsla til að fríkka uppá það, svo fær maður auka 3 frídaga á ári fyrir hver 10ár og svo er það sumaruppbót og jólauppbót, skil ekki hvað er verið að flækja svona mál alltaf. hver er munurinn að fá 40þ í jólauppbót og sumaruppbót og að fá 6.666kr meira á mánuði.
Ég athugaði í þessu samhengi hvað Jordmodre fá í Danmörku og fékk út 18.600-25.600 DKR eftir aldri eins og vanalega, þetta reiknast mér að séu 222-306þús. á mánuði og af því er borgað 39-41% skattur það er reiknað með persónuafslætti þannig að útborgað er 11.300-15.000 meðal gengi síðustu 3ára er 11,96kr. og þá gerir þetta 134.900-179.500 eftir skatt.
En þar þarf ekki að borga augnlæknir og öll önnur heilbrigðisþjónusta frí nema tannlæknir. Einnig eru almenningssamgöngur betri og svo mætti lengi telja. En aðal vandamálið er samt hvað við fáum lítið fyrir peningana okkar vegna tolla sem við leggjum á okkur sjálf sérstaklega matur kjúklingur, hakk ostur og annað er helmingi til 3-4 sinnum dýrara hér.
En það þarf að fara að einfalda þessi mál.
Mikil vonbrigði meðal ljósmæðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.