Þurfum að breyta skattlagningu

 

Það þarf að breyta skattlagningu á eldsneyti þannig að á því sé 25% virðisauki og svo 100kr. vegagjald, sem rennur óskipt til samgönguráðherra.

Nú er svo komið að munurinn á 95 bensíni á Íslandi og í USA er 100kr. sléttar. 68 -168kr.

Þetta er alveg réttlætanlegt ef þessir peningar fara í vegagerð, enda tilgangslaust að kaupa mikið bensín ef lítið er til af vegum, en nú er málum svo háttað að um helmingur af því fé sem fæst með gjöldum á innflutningi, bifreiðargjöldum, eldsneytisgjöldum og fleiru fer í vegagerð.

Hvernig væri að lækka líka gjaldið í 50kr eða 75kr til að byrja með og hækka svo aftur þegar betur stendur á. Þá væri bensín verð 118kr eins og hendi væri veifað.


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband