Þyngdarlögmálið afsannað hehe
5.6.2008 | 14:46
Sorglegt að menn sem eiga að vita betur láti svona út úr sér.
Ef lækkun vaxta eykur eftirspurn og fær atvinnulífið í gang, á þá ekki hið gagnstæða við ef þeir eru hækkaðir??
Það tekur vexti 6-12mánuði að virka, heitir Lag, ef þeir vilja fletta upp í þjóðhagfræðibók sem ég mæli með að þeir geri.
Ef þeir geta sannað mál sitt, þá fá þeir Nóbelsverðlaun í hagfræði. En þau eru veitt þegar þurfa þykir og þetta væri eitt af því.
Hvernig væri að þeir sönnuðu að halla rekstur ríkisjóðs væri ekki verðbólguhvetjandi í gegnum aukna eftirspurn í leiðinni.
Þetta er eins og að afsanna þyngdarlögmálið með því að kasta á eftir boltanum niður til jarðar og segja að hraði hans hafi ekki aukist um g, 8,92 m/sek. (Afsakið ef ég er farinn að ryðga í eðlisfræðinni)
Stýrivaxtahækkun bítur ekki á verðbólgunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem ósagt er í fréttinni að líklega hafa stýrivextirnir haft hemil á verðbólgunni. Hún er 12% en gæti vel verið 20%
Karma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:12
mikið rétt hjá þér Karma
Johnny Bravo, 5.6.2008 kl. 15:31
g er 9,82 á Íslandi..
Hlöðver (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:35
Seðlabankinn fylgir úreltri hagfræði sem fundin var upp í Suður Ameríku fyrir áratugum. Kíktu á þetta.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:36
Öhh, sama hagfræði var einmitt farið með til Suður Ameríku rétt fyrir 1945 og og bjargaði td. Bólivíu, þeir voru alltaf með halla og að prenta peninga, með okkar stefnu náðu þeir góðum tökum á sínum málum, þar á eftir var þetta notað í vestur þýskalandi strax eftir stríðið þegar verð hækkaði mikið og virkaði mjög vel þar. Þetta er allt fundið upp af John Maynard Keynes http://en.wikipedia.org/wiki/John_Maynard_Keynes,
lestu þér endilega til um þetta.
Johnny Bravo, 9.6.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.