Pæling

Eru stjórnarmenn ekki að mestu leiti viðskiptafræðimenntaðir milli 40-60 ára?

 

Hversu stór hluti er þar konur?

Ég veðja á 15% :-D 

Eða þeir sem hafa ungir stofnað fyrirtæki og efnast og eru núna að fylgjast með fjárfestingum sínum.

Svo eru töluvert magn af lögfræðingum 40-60ára og ekki er hátt hlutfall að konum þar. 

Ef það á að gera frétt úr þessu þá væri gaman að vita hversu stórt hlutfall af þeim sem Exista og FL-Group tilnefnir eru konur?


mbl.is Konur 13% stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála í þessu máli.  Hlutfallið verður örugglega orðið nokkuð jafnt eftir 10-20 ár þegar þær konur sem eru nýlega búnar að ljúka háskólanámi verða komnar með nægilega reynslu til að takast á við þessi störf.  Ef eitthvað er munum við karlarnir vera komnir í minnihluta.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:42

2 identicon

Þetta er áhugaverð pæling og það tekur eflaust heila kynslóð að rétta þetta hlutfall og í kjölfarið fer að halla á karla (vegna þess að miklu fleiri konur fara í háskólanám ern karlar).

Þessi neikvæða mismunun sem margir vilja og er komin nú þegar í ákveðnu mæli felur líka annað í sér. Fyrir mig t.d. sem kláraðí háskólanám í ákv. fagi sem var fullt af körlum hér á árum áður, hefur þetta slæmar afleiðingar. Síðan hefur kynjahlutfallið snúist við og nú eru um 75-80% útskrifaðra úr þessu fagi konur. Vegna þess að stærra hlutfall karla vinnur hjá borg og ríki í þessu fagi hljóta konur forgang í opinber störf. Lang stærstur hluti þessara karla er aftur á móti á fimmtugs-, sextugs-, og sjötugsaldri.

Þetta þýðir að ég (sem karlmaður) mæti afgangi þegar ég sæki um vinnu hjá borg og ríki þrátt fyrir að það sé fyrirséð að með þessu áframhaldi þá verði nær eingöngu konur starfandi í þessum opinberum störfum eftir ca.15ár.

Ég sótti um þó nokkur störf hjá borg og ríki því þar voru nokkur áhugaverð störf sem mér leist vel á en aldrei fékk ég svo mikið sem viðtal sem kom mér nokkuð á óvart því ég vissi að ég væri vel hæfur og rúmlega það.

Loksins gafst ég upp á þessari vitleysu og sótti um á almenna vinnumarkaðnum. Eftir viku var ég kominn með tvö atvinnutilboð og gat valið mér vinnu á mun hærri launum en ég hefði annars fengið.

Karma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband