Of fljótt að draga ályktanir.
4.6.2008 | 11:35
Þetta virðist ekki vera haft eftir framburði fórnarlambsins, bara ágiskun lögreglunnar.
Auðvitað ætti hún að vera með ljós og það á að kíkja áður en maður beygir og svo er ennþá betra að setja út höndina, til merkis um það.
En það getur vel verið að bílstjórinn hafi nuddað sér utan í hjólreiðarmanninn og fellt hann?
Fáránlegt að lögreglan sé að tjá sig um svona og fjölmiðlar að éta upp eftir þeim vitleysuna, engin tilgangur í þessari frétt? nema nú þurfa allir á AK. að vita hverjir þetta voru? Eru þetta fréttir eða slúðurdálkur?
Hjálmlaus með heyrnartól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég keyrði fram hjá þessu og get sagt það að þetta var á gangbraut. Þessvegna fynnst mér þessi frétt vera skrítin því að hún virðist vera að kenna stelpunni á hjólinu um slysið, eins og maður megi ekki hjóla og hlusta á tónlist
Rúnar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:24
Tek undir með ykkur, Johnny og Rúnar !
Mæli reyndar ekki sérstaklega með tónlist í eyrað í umferðinni, og sérstaklega ekki hátt stillta, óháð hvort maður sé á bíl, gangandi eða hjólandi. Kannski var bílstjórinn líka með eitthvað "í eyrað".
Margt bendir til þess að hann hefði getað séð hjólreiðamannin og tekið ráðstafanir ef hann hefði væri nógu vakandi. Akkúrat eins og gildi sennilega um hjólreiðamanninn.
Morten Lange, 4.6.2008 kl. 17:17
Rúnar, maður á alls ekki að hjóla og hlusta á tónlist. Maður tekur mun minna eftir umhverfinu. Þú heyrir ekki mikið í bílunum og þ.a.l. eykst slysahætta
Jónas (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.