Evrusvæðið og vöxtur.
4.6.2008 | 10:35
Um daginn komu fréttir af vexti á Evrusvæðinu 0,8% á fyrsta ársfjórðung.
Á Evrusvæðinu er mikið atvinnuleysi 5-8%, þjóðverjar voru að komast undir 8% í fyrsta sinn í mörg ár.
Af hverju geta þeir ekki fengið viðskiptalífið, eftirspurnina, þensluna í gang?
Þeir geta ekki lækkað vexti, til að fyrirtæki vaxi og dafni og fólk eyði meira til að fyrirtækin gangi betur og ráði fleira fólk sem fær þá meira milli handana af því að það var atvinnulaust fyrir.
Þeir geta ekki rekið ríkið með meiri 4,6% tapi af þjóðhagsframleiðslu af því það er bannað í ESB, þykir of verðbólguhvetjandi. Íslenska ríkið sem byggði Kárahnúkavirkjun fyrir 133M og þjóðhagsframleiðsla var 700-1000-1300M, 2005-2007, þetta er 4,33% halli bara útaf fyrir sig. Það var verðbólguhvetjandi en það hefði mátt hafa sama afgang af fjárlögum á móti, tókst ekki alveg nógu vel reyndar.
Launahækkanir umfram verðbólgu án húsnæðis, það er að segja kaupmáttar aukning, hefur verið 4,04% síðustu 13ár, 4,20 síðustu 10árinn, 4,34% síðustu 5árinn og 4,73 síðustu 3árinn.
Það þýðir að hver maður getur keypt 22-26% meira af vörum á rúmlega 5ára fresti, ef það eru ekki miklar framfarir þá veit ég ekki hvað það er.
Svo bara af því að verðbólgan verður 10% í ár "og það mun koma til leiðréttingar í launum", þó kannski minna strax en þó að fullu á endum þá vilja allir umturna kerfinu og segja að það sé algjörlega ómögulegt, með því að fara í Evrópusambandið, kannski er krónan óvenju veik núna, en það kvartaði engin þegar hún var óvenjusterk, þá græddu útflutningsfyrirtæki minna og það kemur illa út fyrir laun, það tók engin eftir því eða?? bara að við fáum nóg af lánum og ódýra bíla þá eru allir ánægðir eða? það verður að hugsa þetta til lengri tíma, styrkur hagkerfisins er sveigjanleikinn.
Nú er bara svo komið að við erum ekki lengur langt á eftir öðrum vestrænum löndum eins og við vorum fyrir 20árum og þess vegna verður sífellt erfiðara að hafa svo mikinn framgang sem við höfum haft, það er aðallega framleiðslutækni sem gerir það að verkum að maður getur náð öðrum (fiskiskip, raforkuframleiðsla, álframleiðsla húsbyggingar, internet).
Ég minni á samtökin heimsýn: http://www.heimssyn.is/
OECD spáir 3,4% verðbólgu á evru-svæðinu í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.