Hakk 127-177% dýrar en í Danmörku

Gat nú ekki látið frétt um landbúnaðarvörur fram hjá mér fara.

Verð á hökkuðu nautarkjöti ófrosnu í Danmörku er 29,90dkr kílóið.

http://viewer.zmags.com/showmag.php?linksid=1153#/page82/ 

Án virðisauka, 23,92dkr, sem er 303kr miðað við meðal gengi síðustu 12mánuði og 371kr, núna á meðan gengið er sterkt. Það er 324kr eða 396kr með virðisaukaskatti Íslenskum 7% virðisauka.

Þetta hakk er 16-22%.

Það er hægt að fá þetta í sömu búð á 50kr kg. 9-15% 

Er ástæða fyrir innlenda framleiðendur að óttast þetta, það er hægt að fá svipað í Krónunni á 899kr :-D

Þetta Íslenska er bara 126-177% dýrara, þrátt fyrir alla niðurgreiðslurnar frá ríkissjóði. 

35-65% dýrara ef við miðum við fituminna hakkið, fyrir þá sem ekki eiga teflon pönnu og láta hana hitna vel áður en  kjötið er sett á svo að fita renni af :-D

 Tollar og vörugjöld eru verkfæri djöfulsins sem reka okkur erlendis í frí.

 


mbl.is Nærri 11% aukning á nautakjötssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Gaman væri að vita hvað af þessu er álagning kaupmannsins. Ég mundi vilja vita hvar verðið liggur.

Halla Rut , 19.5.2008 kl. 16:34

2 identicon

Þú myndir eflaust fræða mig um hvað það er sem þú kallar "þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar frá ríkissjóði"  Hverjar eru niðurgreiðslur ríkissjóðs á nautakjötsframleiðslu?  Spyr sá sem ekki veit, en veist þú það?  Og, af því að þú lætur eins og þú vitir (næstum ) allt um landbúnað,  hvað fær danski bóndinn fyrir sitt kjöt í sláturhúsi, og hvað fær sá íslenski?

Með fyrirfram þökk fyrir væntanleg málefnaleg svör, en vonandi ekki einhverja sleggjudóma út í loftið.

Kv; Jón

Jón Gíslason (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Johnny Bravo

Niðurgreiðslan er 15milljarðar. það eru 15.000.000.000 kr.

Það kostar 47.500 kr. á hvern íslending 2007.

Veit ekki með verðið, sem sláturhús borga. 

Johnny Bravo, 26.5.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband