Hækka í 90% og allt er í góðu.
6.5.2008 | 14:32
Jóhanna stóð fyrir því að lækka lánshlutfallið í fyrra, það á ekkert að vera að hringla í lánshlutfalli, það á bara að breyta vöxtunum um 0,5% og kostar þá hver 10milljón 50þ meira á ári. 3% og þá eru þetta 25þússund á mánuði. Það er ljótt að mismuna þeim sérstaklega sem eiga ekki 2-4milljónir í vasanum, aðalega fengið hjá pabba annars aðilans í nýju búi, þetta ætti jafnaðarmaður að vita.
Og svo er bara um að gera að gefa út skuldabréf og einhver vill kaupa þau, að lána fólki peningana.
Ef það er ekki gert svoleiðis er bara verið að hamla eðlileg viðskipti á þeim kjörum sem báðir aðilar sætta sig við. Svo er náttúrulega um að gera að fara að bjóða þetta án verðtryggingar líka, ef eitthver vill það.
Með kaldrið kveðju til Jóhönnu Sig.
Svipuð útlán Íbúðalánasjóðs og í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Athugasemdir
sæll Jón Brávus..
hvað græðum við að hækka í 90% ?
í febrúar ætlaði ég að kaupa íbúð með unnustu minni en fengum bara hláturskast frá lánafulltrúa Íbúðalánasjóðs
íbúðin sem um ræðir er 52fm og er staðsett í 105 hverfi í Rvk. Húsið er byggt árið 1954 og íbúðin er á 3 hæð (ris)
brunabótamat er 9.000.000
lóðarmat er 1.200.000
samtals gerir þetta 10.200.000
við gátum jú fengið lán, en það var 90% af 10.200.000 (80% frá íbúðalánasjóði og 10% frá Spron sem er núna að verða Kaupþing)
bankarnir og íbúðalánasjóður hafa nú í langan tíma lánað, ekki af MARKAÐSVIRÐI heldur af brunabótamati og lóðamati (þ.e. lánið takmarkast við hámark 90% af þessari samtölu)
ég held að það sé ljóst að í þessu dæmi þyrfti ég 200% lán til að eiga séns á að kaupa íbúðina
það eiga ekki allir 4-5 milljónir til að byrja að kaupa íbúð
Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:05
Þú skrifar ekki hvað var sett á íbúðina? En það er væntanlega um 15M.
En þetta er rétt hjá þér, það þarf líka að hætta að nota brunabótamat í þessum útreikningum, það er als ekki til þess ætlað og kemur fram hjá fmr.is
Skrítið að ein ríkisstofnun setur reglur sem önnur fer ekki eftir.
En það fá flestir lánað hjá foreldrum í dag, peninga eða veð , sem er sorglega lélegt kerfi.
Johnny Bravo, 15.5.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.