Haldið áfram að lifa lífinu: Johnny Bravo
5.5.2008 | 11:19
Ég er með þessi skilaboð til fólks. Haldið áfram að lifa lífinu.
Takið ykkar ákvarðanir út frá tekjum og aðgengi að lánsfjármagni.
Vandamál feita mannsins er ekki að hann fari svo sjaldan í megrun, heldur að hann borði of mikið að öllu jöfnu. Það sama á við um skuldumvafða manninn sem eyðir um efni fram.
Fólk að kaupa sér nýja bíla á bílaláni, þetta er náttúrulega bara brandari, 2,5M bíll rýrnar um 500þ fyrsta árið og vextirnir eru 300þ ef lánið er látið standa í 12mánuði á 14% vöxtum.
Þá er komið 800þ í kostnað við bílinn án trygginga og bifreiðagjalda á 12 mánuðum eða 66,6Þ á mánuði, svo er fólk að væla að húsnæði sé dýrt, svona bíll kostar jafn mikið á mánuði og 18Milljón króna íbúð sem væri 70m2, miðað við 23þúss vaxtabætur, fyrir sambúðarfólk, sem þénar ekki yfir 6 eða 8 milljónir man ekki hvort.
Betra hefði verið að kaupa bíl keyrðan ca. 50-70þúsund km á 800þ. og leggja svo 50þ á mánuði fyrir, svo hægt sé að endurnýja bílinn, ef fólk á svona mikið af peningum, eftir 24mánuði er það komið með 1,2-1,4M í hendurnar og þá er hægt að selja gamla bíll og kaupa sér nýjan 2M bíl.
Nóg er til af bílum, en flott ræfilshátturinn er að fara með okkur.
Forsætisráðherra ætti bara að klára að borga skuldir ríkissjóðs og reyna að hafa meiri hagnað af ríkissjóði, enda er það orsök ofþenslu og verðbólgu nú.
Ef að dregnar hefðu verið 5-10% af þjóðhagsframleiðslu út úr kerfinu í gegnum hagnað ríkissjóðs síðustu 5árinn (2003-2007) þá væri engin verðbólga og við ættum varasjóð uppá 225-450Milljarða og vextirnir væru að vinna fyrir ríkið ekki öfugt.
Í staðinn fyrir það er í raunverulega halli á ríkisjóði ef kárahnúkavirkjun uppá 133M er tekin með í reikninginn 2005-2007.
Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.