Ef bara Danski Netto væri með búð þarna

Þá vantar bara að fella niður alla tolla og þá geta farið að koma hér erlendar matarbúðir, En þær koma ekki ef þær mega ekki koma með sínar vörur. Þeir kaupa bara inn á einn hátt og selja svo, ekki mismunandi eftir löndum, dæmi um keðju sem fór um alla Evrópu eftir að það varð eitt svæði er ALDI, er núna í 25 löndum, þegar ég frétti síðast Lidt eltir þá eins og skugginn.

En ég vil sérstaklega benda á að þetta er ákvörðun Alþingis, við þurfum ekki að fara í Evrópusambandið til að fella niður eigin tolla.

Prófið þið að skoða netto.dk td.

Þar ber fyrir augu hakk ófrosið á 47DKR, (frosna feita danska hakkið sem fæst hér kostar miklu minna) kartöflur á 3,6DKR, bacon 33DKR, steiktar kjötbollur 40DKR ost á 39,9DKR!!!!!!kostar minnst 990 kr hérna heima og þessi þarna er betri ef þið spyrjið mig, pylsur á 36DKR, kjötálegg á 60DKR, medistapulsa á 35DKR, skinka í dós 33DKR.

Ég ákvað að taka bara það sem helmingi ódýrara hjá þeim svo ég næði að klára þetta fyrir næstu helgi, þessi bæklingur fær bónus með 30% rýmingarafslætti til að líta út eins og okurbúllu.

Þetta með ostinn er verst og lýsandi dæmi. 4-5manns fjölskylda, 1KG á viku, 1000kr KG, 52Þúss á ári ef það væri 500kr KG þá væri það 26þúss á ári, 26þúss kaupauki + allar hinar mjólkur og kjötvörurnar og við losnum við að borga 47þússund á mann á ári í ríkistyrktan landbúnað sem er 250 þússund fyrir þessa sömu 5manna fjölskyldu.

Eða tekjuskattur meira en 2 mánuði á ári fyrir hjón með 250þússund á mánuði. Er þetta helbrigt?

Tollar = Krabbamein, ranglæti og viðbjóður

 Vona að þeir verði bannaðir í stjórnaskrá sem fyrst.


mbl.is Formleg opnun Holtagarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband