Ekki skrítið frá flokki reknum af framleiðendunum.
17.4.2008 | 12:46
Ef maður getur ekki borið sig í samkeppni við innflutning, þá ætti maður að hætta að nota fólk í þá framleiðslu og fara að nota fólkið í eitthvað sem Ísland er betra í að framleiða en önnur lönd.
Þetta er ekkert skynsamlega en að hætta að flytja inn bíla og segja að þeir innlendu séu betri.
Ódýran mat handa fólki er mjög mikilvægt mál.
Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrt
Í sambandi við hugsanlegar hættur við kjötinnflutning til Íslands væri kannski vitlegt að líta hér til Fjáreyja, sem hafa haft frjálsan innflutning á fersku kjöti úr öllum áttum í áraraðir.
Búfjársjúkdómar hér eru, þrátt fyrir kjötinnflutninginn, einungis þeir sömu gömlu og á Íslandi.
Úrvalið hér er fjölbreyttara, og verðið mun lægra en á Íslandi, einnig á íslenzku lambaketi, believe it or not.
Þar sem útflutningsstyrkur til íslenzkra bænda er löngu horfinn, þá segir það mér að eitthvað sé að samkeppnisviljanum í smásöluverzlun þarna heima á klakanum.
Hér lifa bændur hinu besta bændalífi þrátt fyrir samkeppnina, og taka meira að segja 25% hærra verð í beinni sölu til neytenda fyrir heimaslátruðu skrokkana en tekið er til dæmis fyrir íslenzkt lambakjöt í verzlunum dönsku kaupfélaganna.
Helgi Arnþórsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:58
Hvað ætlar þú að gera við fólk sem missir vinnuna þegar landbúnaðurinn leggst af? Væri ekki réttara að afnema matarskatt, lækka þannig verðið og halda framleiðslunni og atvinnunni í landinu.
Það væri reiðarslag fyrir landsbyggðina ef landbúnaður legðist af og ekki bara bændur sem misstu vinnuna. Það vær gaman að vita í hverju Íslendingar eru betri en framleiðslu á landbúnaðar og sjávarafurðum.
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, 17.4.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.