Krónan verður tæpast veikari.
23.3.2008 | 09:57
Nú förum við að fá inn öðruvísi fjárfesta.
Þá sem telja að krónan fari að styrkjast og þeir geta einnig náð sér í 14% vexti á skuldabréfamarkaði, en þó lækkandi.
Fyrir þá sem ekki hafa náð að selja sín krónubréf er miklu betra að bíða, þangað til krónan styrkist aftur.
En okkur vantar ekkert lánsfjármagn okkur vantar aðra atvinnuvegi en að flytja inn peninga láta fólk hafa og selja því svo bíla, rafmagnsdót, húsnæði og þjónustu.
Fólk hlýtur að fara að spara, með 24% yfirdrátt og 14% innlánsvexti er ekki annað hægt.
Enda hækka allar innfluttar vörur nú og erfitt að fá lánað til að kaupa þær.
Raunar hefði ríkisstjórnin átt að neyða okkur til að gera þetta með að hafa hagnað af ríkissjóði, taka af okkur skatta og safna þeim til betri tíma og gef okkur þá lægri skatta. Kemur útá eitt hver sparar.
Til hamingju, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, Actavis, Össur, hugbúnaðarútflytjendur og aðrir sem hafa tekjur í útlöndum og kostnað í Íslenskum krónum.
Eitraður vogunarsjóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki sammála með til hamingju ferðamannaiðnaður þessi kreppa er um viða veröld held að við sjáum all umtalverðan samdrátt í komum ferðamanna til landsins að öðru leiti sammála þér það þarf að byggja upp aukin framleyðsluiðnað og beina nemendum á þær brautir sem skapa útfútningsverðmæti við erum að verða fullmettuð af fræðingum andlegum sviðum meðan vantar fjölda fólks í framleiðslu og undirstöðugreinar
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.3.2008 kl. 15:06
Fræðingum á andlegum sviðum átti það að vera
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.3.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.