Náttúrueyðilegging og peningasóun
22.3.2008 | 19:35
Göng fyrir 6,7milljarða handa 1.307manns (1janúar 2008) er bara rugl.
5.126.243kr á hvern íbúa Siglufjarðar og þá eru allir taldir með.
Fólki þarna hefur fækkað úr 1633 í 1307 á 10árum eða um 20%, 32,8 á ári. Það þýðir að eftir með áframhaldandi fækkun uppá 33 á ári þá á kaupstaðurinn aðeins 50ár eftir.
Meira ruglið.
Eins og sjá má flýja flestir við 15ára aldur og svo aftur við 20ára aldur.
Annars eru íbúarnir yfir 40ára og munu ekki fjölga sér úr þessu.
Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt ....
Gerum bara gott fyrir reykjavíkursvæðið ....
Sveitalúðarnir hefa ekki gott af því að hafa góðar samgöngur.
Rosalega er fólk alltaf jafn þröngsýnt.
Lýttu aðeins þér nær áður en þú ferð að blasta einhverju svona, Siglfirðingar eiga jafnann rétt á góðum og þörfum samgöngum eins og við allir hinir...
Þori að leggja höfuð mitt undir að þú veist ekki einu sinni hvar Siglufjörður er ... Allavega er mín reynsla sú að flestir sem grenja undan Héðinsfj. göngunum vita EKKERT.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:14
Ég get séð bæði sjónarmið. Ég er ættaður frá Sigló en hef aldrei búið þar. Mér finnst kostnaðurinn ill réttlætanlegur og einnig finnst mér leiðinlegt að Héðinsfjörðurinn verði svona aðgengilegur. Ég gekk þarna yfir einu sinni með félaga mínum og stútuðum við pela af Jim Beam liggjandi á sandinum við Héðinsfjarðarvatn og sváfum svo um nóttina þarna undir stjörnunum. Það var eitthvað sérstakt við þennan stað sem var ekki hægt að keyra til. Núna verður þetta bara eitt annað landslag út um bílgluggannn. En svo get ég skilið að Siglfyrðingar vilji betri samgönguleiðir. Núna geta þeir bráðum skroppið til Akureyrar í bío.
Ási (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:28
Bara ljótt að eyðileggja 1 af fáum fjörðum á íslandi sem voru ósnortnir.
Veit vel hvar það er og hef oft komið þangað um strákagöng.
Allir sem eiga heima þar vissu að það er afskeft og tóku það með í reikninginn.
Johnny Bravo, 22.3.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.