Hvað með aðra tolla?
4.3.2008 | 20:35
Það eru tollkvótar á kjúkling og osta, hvernig væri að breyta þeim tolli í 10-20% toll eða fella þá alveg niður, ost má kaupa á 400 kr/kg í Danmörku með virðisauka og kjúklingabringur á 500 kr/kg samt kostar þetta 1100 kr/kg og 2500 kr/kg en oft á tilboði á 1200-1400 kr/kg á Íslandi, þetta er 2,5 sinnum dýrar hér.
Eina sem þarf að gera er að auka þann kvóta sem má flytja inn. Þetta gæti jafnvel gert að fólk myndi ekki fara og eyða öllu sínu fé í útlöndum þegar það á frí, þá þarf bara að lækka tolla og skatta á áfengi og bensín og við getum farið að fara í frí á Íslandi, með tilheyrandi atvinnusköpun fyrir landeigendur. Mjólkurduft og svínakjöt má einnig fá mjög ódýrt og það fé sem sparast í landbúnaðarstyrki má nota til að lækka þessa skatta sem hvetur fólk til að ferðast innanland.
Hættið þið að kenna Bónus, Krónunni og Nettó um matarverð þegar þeir geta aðeins keypt mjólkur vörur á einum stað og aðrar vörur á 2-3. Fólk vill fara í ESB til að fá frjálst flæði vöru inní landið, en samt eru þetta tollar sem Alþingi ákveður.
Fóðurblöndutollar verða felldir niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.