Eru menn ekki "hive"ilega bjartsýnir

Getur ekki verið að það mega sameina fyrirtæki sem er með 20% af internet markaði í borginni við annað fyrirtæki með internetáskriftir???

Þarna eru menn bara að sameina til að þurfa ekki að keppa um verð, því þá græða þeir minna á markaðnum.

Ef við ætlum eitthvertímann að eignast markað með 5 fyrirtækjum sem keppa um viðskipti, þá hlýtur að vera bannað að sameina fyrirtæki sem enda með markaðshlutdeild yfir 20% Hlýtur að vera heilbrigð skinsemi.

Bæði fyrirtæki eru einnig að selja áskrift á heimasímum og Hive var alveg að fara útí GSM markaðinn af sjálfsdáðum. Eru SKO menn ekki líka tengdir Vodafone.

Þá erum við komin með 2-3 fyrirtæki á Internet, Heimasíma, GSM og Kapalsjónvarpi á Íslandi, sama gamla tvíokuninn komin í gang, þar sem hvorugur nennir að keppa um markaðshlutdeild með lækkunum á verði eða standa sig vel í þjónustu.

Ef það má þá eru samkeppnismál enn þá bara í bulli hér og menn geta sjálfum sér um kennt að vöruverð sé hærra hér en annarstaðar.

Svo eru menn að eiða tíma í að eltast við smápésa sem eru að hala niður bíómyndum með einhverju torrent. Hvernig væri að taka á þeim sem eru með samsæri gagnvart þjóðinni.

Þetta er alveg þess virði að menn fari og mótmæli hreinlega.... í samkeppnislögum þarf að standa skýrt, sameinað félag má ekki hafa markaðshlutdeild yfir 20%


mbl.is Teymi kaupir 51% í Hive
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband