40% skatt 40þús persónuafslátt
16.2.2008 | 18:14
Ef ríkistjórnin meinar eitthvað með að hún ætli að jafna kjör fólks á Íslandi þá væri ekki vitlaust að hækka persónuafslátt og hækka skattprósentuna, allir sem hafa undir 300þúss á ári hagnast um peninga sem þeir þurfa og þeir sem hafa meira hafa gott af því að láta gott af sér leiða á meðan þeim gengur vel í landi sem gaf þeim skólagöngu og passar uppá heilsu þess.
Þetta eykur ekkert skattpíningu þjóðarinnar, ef það á að bæta kjörinn væri um að gera að hætta með tolla sem skila aðeins um 5milljörðum af 700milljörðum í skatta og mest af þessum 5milljörðum fer í umsýslu með tollum og vesen. Svo er það bara að bæta 1,2,3 núllum fyrir aftan innflutningskvóta. Sem halda mat fátækafólksins dýrum, kartöflum 7 sinnum dýrari en í nágrannaríkjunum gullrætur 5 sinnum dýrari egg 3sinnum dýrari, kjúklingum 3-5sinnum dýrari, mjólkurvörum 2-3sinnum dýrari.
Meðal 2 fullorðnir á íslandi eru að nota 360-480þúsund á ári í mat þetta mætti lækka 20-50% með einu pennastriki, kjarabætur sem minnka verðbólgu enda lækkar verðið á vörunum. Þá gæti ríkið farið að taka 25% vask af mat aftur. Þetta mætti gera með bensín og áfengi líka, myndi auka ferðmennsku á Íslandi mikið og ríkið myndi fá sömu tekjur af þessu engu að síður.
SGS frestar viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert hálfkák - bara 0 % í tekjuskatt.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.