Deyji þú bændaflokkur deyðu

Framsóknarmenn bera ábyrgð á því að á hverju ári renna 15milljarðar beint til 3.500 bænda, sem svo kjósa þá aftur enda er flokkurinn bara í pólitík til að ná landbúnaðarráðherraembættinu. Fyrir þessa peninga væri hægt að auka framlög til menntaskóla og háskóla um 50%, þetta ættu allir að geta verið sammála um.

Svo gætum við lagt niður innflutnings hömlur, tolla eða tollkvóta og fengið helmingi ódýrari landbúnaðarvörur, mjólkurvörur, kjöt, grænmeti og kornvörur. Þetta er mikil búbót fyrir heimilisrekstur og við gætum farið að borða hollari mat og taka fullan virðisaukaskatt af matvöru aftur og þá peninga má nota í eitthvað gott. Þá kemur upp spurningin hvað eiga þessir bændur að gera.

Ekki hefur okkur vantað atvinnu á Íslandi, framkvæmdum frestað trekk í trekk og það vantar fólk í allt.  Margir vilja eiga heima á sama stað áfram og þá verða menn að finna eitthvað að nota landið í, hægt að selja aðgang að veiði, golfvellir, skemmtigarðar, hestamennska, sumarbústaðarlönd en á meðan allt land er notað í óarðbæran landbúnað mun þessi þróun ekki gerast.

Það er rétt að landsbyggðinni og sjávarþorp eiga undir högg að sækja á Íslandi en það er vegna þess að ríkið tekur jafnan skatt aföllu landinu og notar samt mest af fénu í Reykjavík og færir þannig eftirspurn landans milli landshluta. Heilbrygðist-, menntakerfi og svo framvegis, það þarf að snúa þessari þróun við. Akureyri á sérstaklega góða möguleika á því, þarf bara að vera með nóg pláss í menntaskóla ódýrara húsnæði en RVK og þá vantar bara meiri menntun á háskólastigi, þarna getur fólk sem á styttra að fara en til RVK fengið þá menntun sem það vill og þarf aldrei að fara að heiman til RVK eða útlanda, þetta eru líka árinn sem fólk finnur sér maka 15-25 ára, þá getur hjúkka og verkfræðingur á akureyri fundið hvert annað og haldist þar á landinu. Get ekki séð hvernig fólk á að vilja eiga heima þarna ef það er ekkert nema sömu gömlu atvinnuvegirnir.

Það sem við höfum séð á Íslandi síðustu 50ár er einfaldlega það að ríkið hefur notað 65% tekna sinna í RVK og þess vegna hefur hlutfall Íslendinga sem á heima í RVK smásaman að vaxa uppí þetta. Ásamt því fyrirtæki hafa stjórnstöð sína fyrir heilt land á einum stað, en aðrar tegundir vinnu sækja í mikið pláss = ódýra aðstöðu og ódýrt vinnuafl. Verksmiðjur,  iðnaður, símaver og hlutir sem hægt er að gera yfir netið. Fólk er þá jafnvel viljugt til að flytja og fá minna í laun ef maður losnar við umferðarteppur í borginni, fær góðar uppeldisaðstæður fyrir börn, betra aðgengi að barnagæslu og ódýrara húsnæði þjónustu og fleira

Vonandi fara næstu kosningar svona, þá er sama ríkistjórn og núna eina lausnin og það er gott


mbl.is Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist á þínum skrifum að þú gerir þér enga grein fyrir hvað landbúnaður er og  viljir landbúnaðinum allt illt og viljir helst slátra honum með innflutningi á erlendum landbúnaðarvörum eða hvaða aðferð sem er.   Gerir þú þér grein fyrir því hve margir aðilar koma að landbúnaði á Íslandi og hve margir starfa við greinina á einn eða annan hátt ?   Þú ættir kannski að vita að allar þjóðir styðja við landbúnaðinn með einum eða öðrum hætti og landbúnaðurinn er frumframleiðslugrein með gæðavörur sem við getum verið stolt af.  Já. Ég vil borga mína skatta og styðja við bakið á bændum - þannig að ég fái gæðavöru sem ég get treyst á.

Hvet þig til að hugsa málið til enda.

kv. Flyer.  

kv. Flyer.

Flyer (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Góður ...

Og takk fyrir kveðjuna.

Gísli Hjálmar , 1.2.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Kári Gautason

“Framsóknarmenn bera ábyrgð á því að á hverju ári renna 15milljarðar beint til 3.500 bænda, sem svo kjósa þá aftur enda er flokkurinn bara í pólitík til að ná landbúnaðarráðherraembættinu. Fyrir þessa peninga væri hægt að auka framlög til menntaskóla og háskóla um 50%, þetta ættu allir að geta verið sammála um.”

Í hvaða veruleika lifir þú? Samkvæmt þessu skjali eru 7685 milljónir króna veitt í beina styrki til bænda. Semsagt  beinar greiðslur til bænda, gripagreiðslur, gæðastýringarálag og ullarnýting. Allt í allt er þessi málaflokkur (landbúnaðarmál) 11 milljarðar króna. Úps bara 4 milljarða skekkja. Kynna sér málin áður en maður skrifar um þau ;)

”Svo gætum við lagt niður innflutnings hömlur, tolla eða tollkvóta og fengið helmingi ódýrari landbúnaðarvörur, mjólkurvörur, kjöt, grænmeti og kornvörur. Þetta er mikil búbót fyrir heimilisrekstur og við gætum farið að borða hollari mat og taka fullan virðisaukaskatt af matvöru aftur og þá peninga má nota í eitthvað gott. Þá kemur upp spurningin hvað eiga þessir bændur að gera.”

Ég myndi telja það kraftaverk ef það myndi fást helmingi ódýrari landbúnaðarvörur með innflutningi. Í fyrsta lagi, myndu þær alltaf vera dýrari en í öðrum löndum vegna þess að allt annað er dýrara hér. Svo eru gríðarlega margar ástæður fyrir því að verð á landbúnaðarvörum í heiminum mun halda áfram að hækka og hækka og hækka. Mér sýnist á skrifum þínum að þú einfaldlega viljir ekki sjá þær ástæður eða hafi ekki kynnt þér þær. Bendi hérna á eina grein. Svo héllt breski sérfræðingurinn Martin Haworth fyrirlestur hér á landi um akkúrat þetta hérna í haust. Bókin Collapse eftir Jared Diamond hefur einhverjar og svo geturðu prófað að horfa á samhengið, olíuverð fer hækkandi, veðurfar hefur farið illa með einhver stærstu landbúnaðar svæði heims á undanförnum árum. Manstu eftir rigningunum í Danmörku í sumar? Gríðarlegt magn af korni eyðilagðist vegna þess að ekki var hægt að þreskja það. Ég man að kunningi minn frá Danmörku sagði að nágranni sinn hefði fest þreskivélina 16 sinnum á einum degi vegna bleytu.

 

 

”Svo gætum við lagt niður innflutnings hömlur, tolla eða tollkvóta og fengið helmingi ódýrari landbúnaðarvörur, mjólkurvörur, kjöt, grænmeti og kornvörur. Þetta er mikil búbót fyrir heimilisrekstur og við gætum farið að borða hollari mat og taka fullan virðisaukaskatt af matvöru aftur og þá peninga má nota í eitthvað gott. Þá kemur upp spurningin hvað eiga þessir bændur að gera.”

Enda búin að vera gríðarleg þensla í atvinnulífinu undanfarin ár meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Það er ekkert leyndarmál að þetta ástand varir ekki að eilífu og þegar eru blikur á lofti. Hérna er frétt um það. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2007 búa um 6,1% landsmanna í strjálbýli. Það er 18672 manns. Með öllum afleiddu störfunum sem stafa að landbúnaði. Heldurðu að það hefði enginn áhrif að skella þessu fólki á atvinnumarkaðinn?

 

 

“Það er rétt að landsbyggðinni og sjávarþorp eiga undir högg að sækja á Íslandi en það er vegna þess að ríkið tekur jafnan skatt aföllu landinu og notar samt mest af fénu í Reykjavík og færir þannig eftirspurn landans milli landshluta.”

Eru einhverjar heimildir fyrir þessu eða er þetta bara gisk í þér?

 

 

“Það sem við höfum séð á Íslandi síðustu 50ár er einfaldlega það að ríkið hefur notað 65% tekna sinna í RVK og þess vegna hefur hlutfall Íslendinga sem á heima í RVK smásaman að vaxa uppí þetta. Ásamt því fyrirtæki hafa stjórnstöð sína fyrir heilt land á einum stað, en aðrar tegundir vinnu sækja í mikið pláss = ódýra aðstöðu og ódýrt vinnuafl.”

 

Aftur spyr ég, heimildir eða gisk? Já bentu mér á nokkrar töfralausnir, gæti það verið að setja upp þungaiðnað að sovéskri fyrirmynd? Það er nefnilega samt merkilegt með það að þessar breytingar sem þú ert að tala um eiga sér enga fyrirmynd í sögunni, nema þá helst í Sovétríkjunum. Þeir voru mikið fyrir svona töfralausnir og að redda málunum með að t.d. samyrkjubúum og bómullarrækt við Aralvatn. Það vita nú flestir hvernig það fór.

 Jæja nú nenni ég ekki að týna til meira. Það var einhver búinn að nefna matvælaöryggi á undan mér og ég tek bara undir það.

Með voni um vel rökstutt mótsvar :) (vona að uppsetningin klúðrist ekki, vantar alveg svona preview fítus) 

Kári Gautason, 2.2.2008 kl. 00:58

4 Smámynd: Johnny Bravo

Fullur skrifar þetta skáletraða.

Og sko kemur eitthvað upp á og útlendingar vilja ekki selja okkur mat eða þá að við getum ekki keypt mat að utan vegna smithættu eða álíka.

Hvað þá Johnny Bravo?

Það verður alltaf eitthver Íslensk framleiðsla og svo veiðum við 16kg af fiskmeti á dag, eða vilja útlendingarnir ekki selja okkur olíu líka í þessu kjarnorku heimstyrjaldar panik þinni? 

Smithættu, matvæli á norðurlöndum og ESB eru ekkert menguð af neinum viðbjóði frekar en okkar eigin 

Þó það kosti mig örlítið, þá vil ég halda íslenskum landbúnaði gangandi þar sem um er að ræða öryggisnagla sem kemur sér vel ef eitthvað mun koma upp á í heiminum eins og dæmi eru um frá fyrri tíð.

Sama aftur, þurfum við þá ekki líka að fara að safna að okkur olíu og fá okkur kjarnorku kafbáta? 

Matur er meiri nauðsyn en nokkuð annað.  að heimta að fé sé tekið úr þeim öryggisventli á meðan rithöfundar fá listamannalaun er tákn um verulega brenglun.  Við skulum byrja að spara þar sem það er hægt, að drepa niður matvöruframleiðslu hér á landi og drepa þá framleiðslu er helbert brjálæði og eins illa hugsaður gjörningur og það gerist.

Listamenn eiga heldur ekki að vera á spena ríkisins, að stirkja einn atvinnuveg umfram annan er glapræð. Hvað setja toll á innflutning fata sökum mikilvægi þeirra eða fara að framleiða eigin bíla?

Sá sem þú dregur nafn þitt af mundi jafnvel hugsa sig tvisvar um áður en hann færi fram á slíkt.

Johnny Bravo, 7.2.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Johnny Bravo

Flyer skrifar þetta skáletraða 

Mér sýnist á þínum skrifum að þú gerir þér enga grein fyrir hvað landbúnaður er og  viljir landbúnaðinum allt illt og viljir helst slátra honum með innflutningi á erlendum landbúnaðarvörum eða hvaða aðferð sem er.

Hef ekkert á móti landbúnaði sérstaklega, bara ríkistirkjum til framleiðslu á því sem vel má flytja inn.

Gerir þú þér grein fyrir því hve margir aðilar koma að landbúnaði á Íslandi og hve margir starfa við greinina á einn eða annan hátt ?  

Það getur vel verið, en þó að menn séu ráðnir til að grafa holur og fylla þær aftur gerir það, það ekki rétt að nota peninga í þetta er það? Okkur vantar fólk ekki öfugt, við erum ekki það mörg það þarf að nota alla í þá framleiðslu sem borgar sig.

 Þú ættir kannski að vita að allar þjóðir styðja við landbúnaðinn með einum eða öðrum hætti og landbúnaðurinn er frumframleiðslugrein með gæðavörur sem við getum verið stolt af.

Ekki allar, sumar hafa ekki efni á því, þetta gerir að framleiðslan fer fram þar sem síst skildi, í hinum vestræna heimi sem svo gefur matvæli fyrir mikið af 3heiminum og heftir uppbyggingu þessara landa af því það lamar frumatvinnugrein þeirra eins og þú vilt kalla það. Ef aðrir stiðja við sína framleiðslu, hvernig væri þá að leyfa þeim að selja okkur mat á undirverði?

 Já. Ég vil borga mína skatta og styðja við bakið á bændum - þannig að ég fái gæðavöru sem ég get treyst á.

Hvet þig til að hugsa málið til enda.

Það er alvarlegur hlutur að taka peninga af allri þjóðinni með valdi og kaupa það sem sumum langar í, þó að þig langi í þessar vörur aðeins Íslenska vill ég frekar kjúklinga, kalkúna, ost, mjólkurvörur, svínakjöt á helmingi lægra verði að neita almúanum um þetta val er rangt. Ég myndi eflaust áfram kaupa íslenska mjólk, lambakjöt og fleyrra, fer eftir verði og gæðum, eins og þegar ég kaupi mér föt eða bíl. 

Johnny Bravo, 7.2.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Johnny Bravo

Skáletrað er upprunnalega ég

venjulegt er Kári Gautason

feitletrað er ég nýtt 

Framsóknarmenn bera ábyrgð á því að á hverju ári renna 15milljarðar beint til 3.500 bænda, sem svo kjósa þá aftur enda er flokkurinn bara í pólitík til að ná landbúnaðarráðherraembættinu. Fyrir þessa peninga væri hægt að auka framlög til menntaskóla og háskóla um 50%, þetta ættu allir að geta verið sammála um.”

Í hvaða veruleika lifir þú? Samkvæmt þessu skjali eru 7685 milljónir króna veitt í beina styrki til bænda. Semsagt  beinar greiðslur til bænda, gripagreiðslur, gæðastýringarálag og ullarnýting. Allt í allt er þessi málaflokkur (landbúnaðarmál) 11 milljarðar króna. Úps bara 4 milljarða skekkja. Kynna sér málin áður en maður skrifar um þau ;)

Ég lifi í Íslenskum veruleika og ef þú veist ekki að framsókn er bændaflokkur hefur þeim tekist vel að fela það. ÞAð kemur bara bull þegar ég reyni að opna skjalið, hérna eru mínar upplýsingar:

http://www.rikiskassinn.is/verkefni-rikisins/raduneyti/nr/9913

Því miður búið að slá sjávarútvegsráðuneytinu inní þetta, var með 16M, bara landbúnaður síðast þegar ég gáði, 2006 eða 2007.Vonandi nær framsóknarlaus ríkistjórn að minka þetta meira.

”Svo gætum við lagt niður innflutnings hömlur, tolla eða tollkvóta og fengið helmingi ódýrari landbúnaðarvörur, mjólkurvörur, kjöt, grænmeti og kornvörur. Þetta er mikil búbót fyrir heimilisrekstur og við gætum farið að borða hollari mat og taka fullan virðisaukaskatt af matvöru aftur og þá peninga má nota í eitthvað gott. Þá kemur upp spurningin hvað eiga þessir bændur að gera.”

Ég myndi telja það kraftaverk ef það myndi fást helmingi ódýrari landbúnaðarvörur með innflutningi. Í fyrsta lagi, myndu þær alltaf vera dýrari en í öðrum löndum vegna þess að allt annað er dýrara hér.

 Skrítin röksemda færsla, við erum að tala um vörur sem eru 2-5 sinnum dýrari hér fyrir og háðar tollkvótum. Kjúklingabryngur frostnar kosta 40krdk/kg á íslandi kosta þær 2000kr helduru að bónus gæti ekki selt þær á 800kr/kg hér á landi?

Svo eru gríðarlega margar ástæður fyrir því að verð á landbúnaðarvörum í heiminum mun halda áfram að hækka og hækka og hækka. Mér sýnist á skrifum þínum að þú einfaldlega viljir ekki sjá þær ástæður eða hafi ekki kynnt þér þær.

Hef kynnt mér tolla og tollkvóta mjög vel. Hefur þú gert það. 

Bendi hérna á eina grein. Svo héllt breski sérfræðingurinn Martin Haworth fyrirlestur hér á landi um akkúrat þetta hérna í haust. Bókin Collapse eftir Jared Diamond hefur einhverjar og svo geturðu prófað að horfa á samhengið, olíuverð fer hækkandi, veðurfar hefur farið illa með einhver stærstu landbúnaðar svæði heims á undanförnum árum. Manstu eftir rigningunum í Danmörku í sumar? Gríðarlegt magn af korni eyðilagðist vegna þess að ekki var hægt að þreskja það. Ég man að kunningi minn frá Danmörku sagði að nágranni sinn hefði fest þreskivélina 16 sinnum á einum degi vegna bleytu.

Gott að þessi danski bóndi hefur bara lítin hluta tekna sinna af því að framleiða eitthvað og fasta kaupið sitt í beina styrki.

”Svo gætum við lagt niður innflutnings hömlur, tolla eða tollkvóta og fengið helmingi ódýrari landbúnaðarvörur, mjólkurvörur, kjöt, grænmeti og kornvörur. Þetta er mikil búbót fyrir heimilisrekstur og við gætum farið að borða hollari mat og taka fullan virðisaukaskatt af matvöru aftur og þá peninga má nota í eitthvað gott. Þá kemur upp spurningin hvað eiga þessir bændur að gera.”

Enda búin að vera gríðarleg þensla í atvinnulífinu undanfarin ár meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Það er ekkert leyndarmál að þetta ástand varir ekki að eilífu og þegar eru blikur á lofti. Hérna er frétt um það. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2007 búa um 6,1% landsmanna í strjálbýli. Það er 18672 manns. Með öllum afleiddu störfunum sem stafa að landbúnaði. Heldurðu að það hefði enginn áhrif að skella þessu fólki á atvinnumarkaðinn?

Ef það á ekki að minnka atvinnubótavinnu á þennslutímum hvernær á þá að gera það? Óarðbær framleiðsla á aldrei rétt á sér, mistökinn liggja í að hafa byrjað á þessu sjóðasukki. Allur landbúnaður myndi ekki leggjast niður, það má nota landsvæði í annað en hafa á því húsdýr.

“Það er rétt að landsbyggðinni og sjávarþorp eiga undir högg að sækja á Íslandi en það er vegna þess að ríkið tekur jafnan skatt aföllu landinu og notar samt mest af fénu í Reykjavík og færir þannig eftirspurn landans milli landshluta.”

Eru einhverjar heimildir fyrir þessu eða er þetta bara gisk í þér?

Er of augljóst til að það þurfi eitthverjar fastar tölur, veistu ekki hvar landspítalinn, háskólinn, ráðuneyti og flest allara stofnanir ríkisins eru staðsettar?

“Það sem við höfum séð á Íslandi síðustu 50ár er einfaldlega það að ríkið hefur notað 65% tekna sinna í RVK og þess vegna hefur hlutfall Íslendinga sem á heima í RVK smásaman að vaxa uppí þetta. Ásamt því fyrirtæki hafa stjórnstöð sína fyrir heilt land á einum stað, en aðrar tegundir vinnu sækja í mikið pláss = ódýra aðstöðu og ódýrt vinnuafl.”

 

Aftur spyr ég, heimildir eða gisk? Já bentu mér á nokkrar töfralausnir, gæti það verið að setja upp þungaiðnað að sovéskri fyrirmynd? Það er nefnilega samt merkilegt með það að þessar breytingar sem þú ert að tala um eiga sér enga fyrirmynd í sögunni, nema þá helst í Sovétríkjunum. Þeir voru mikið fyrir svona töfralausnir og að redda málunum með að t.d. samyrkjubúum og bómullarrækt við Aralvatn. Það vita nú flestir hvernig það fór.

Nánast fyndið að ég vilji einkavæða matvælaframleiðslu og hætta að láta ríkisstýra hvað er framleitt og hvað það á að kosta og sé svo kallaður kommúnisti? Finnst bara að ríkið eigi að hafa meira af heilsugæslu og menntun útá landi og almennt minnka umsvif sín, td. allir þeir sem vinna við að stjórna þessum ríkislandbúnaði.

Kannski ættu Þau sveitafélög sem borga meiri skatta en þau fá aftur að fá hluta af þessu fé aftur og nota til atvinnuuppbyggingar. Kannski hafa sveitafélöginn ekki bolmagn til að ráða við þetta, en þá getu kjörnir fulltrúar verið í fullustarfi í sveitastjórn, strax búið að skapa 7-15störf. Kannski ættu sveitafélöginn að vera fjöllmennari en nú er og ráða hvort það er virkjað og byggð álver.

 Jæja nú nenni ég ekki að týna til meira. Það var einhver búinn að nefna matvælaöryggi á undan mér og ég tek bara undir það.

Með voni um vel rökstutt mótsvar :) (vona að uppsetningin klúðrist ekki, vantar alveg svona preview fítus

Finnst bara eins og ég hafi aðeins meiri hugmyndarflug um hvernig væri hægt að gera hlutina og þú vilt bara hafa þá eins og þeir hafa alltaf verið. Niðurgreiða gamaldagsmat og ætlast til að allir vilji borga fyrir það.

Johnny Bravo, 7.2.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Kári Gautason

Afsakið með linkinn... Virkaði ekki að setja hann inn í link dótið, hann var of langur. Allaveganna...

http://www.stjornartidindi.is/DocumentActions.aspx?ActionType=Open&documentID=dadb3794-d220-421d-83b5-c82e2d8cdea2 

Landbúnaðar og Sjávarútvegsráðuneytið er byrjar á bls 60.

Tek það fram að ég er alls ekki framsóknarmaður og líkar frekar illa við þann flokk. En ég veit alveg að framsókn var bændaflokkur. 

"Hef kynnt mér tolla og tollkvóta mjög vel. Hefur þú gert það. "

Nei myndi ekki telja það mína sérgrein, enda var ég ekkert að tala um það. Ég var bara að segja að vegna mjög margvíslegra ástæðna mun matvælaverð halda áfram að stíga í verði um ókominn ár. Væri ekki hentugt að geta framleitt eitthvað af þessu sjálf? Þ.e.a.s kjöt og mjólk? 

"Gott að þessi danski bóndi hefur bara lítin hluta tekna sinna af því að framleiða eitthvað og fasta kaupið sitt í beina styrki."

Eh veit ekkert um fjárhag þessa bónda, tók hann bara sem dæmi um hversu illa það gekk að uppskera kornið síðastliðið vegna stórrigninga.

"Ef það á ekki að minnka atvinnubótavinnu á þennslutímum hvernær á þá að gera það? Óarðbær framleiðsla á aldrei rétt á sér, mistökinn liggja í að hafa byrjað á þessu sjóðasukki. Allur landbúnaður myndi ekki leggjast niður, það má nota landsvæði í annað en hafa á því húsdýr."

Okei nú verð ég að játa að ég er enginn sérfræðingur í hagfræði, en ég vill nú samt meina að það hefði slæm áhrif á atvinnulífið að gera mörg þúsund manns atvinnulaus? Óarðbær framleiðsla á aldrei rétt á sér? Á semsagt landbúnaður í BNA, Ástralíu, Evrópu engan rétt á sér vegna þess að það eru ríkisstyrktir?

Svo reyndar virðist mér við vera nokkuð sammála um að það sé rétt að efla landsbyggðina. Ágreiningurinn er sýnist mér hvernig og það er nú bara í góðu máli. Allaveganna er það á hreinu að það má bæta úr. 

"Nánast fyndið að ég vilji einkavæða matvælaframleiðslu og hætta að láta ríkisstýra hvað er framleitt og hvað það á að kosta og sé svo kallaður kommúnisti?"

Ég var nú ekkert að kalla þig kommúnista, var bara að meina að í Sovétríkjunum voru tekinn svona mjög drastísk skref til að redda málunum sem klúðruðust. 

En alls ekki misskilja mig, ég er á móti framsókn, er meðfylgjandi því að endurskoða, og endurbæta styrkjakerfið, afnema kvótakerfið. En ég er ekki fylgjandi því að hætta stuðningi við landbúnað í landinu því þá einfaldlega deyr hann út. Svo eru svo margar ástæður fyrir því að matvælaverð muni hækka í heiminum að ég held að það yrði stórt klúður að glata okkar framleiðslu. 

En allaveganna nenni ekki að skrifa meira, er þreyttur og þarf að fara að sinna skemmtanalífinu...

Takk fyrir gott svar :) 

Kári Gautason, 9.2.2008 kl. 01:21

8 Smámynd: Johnny Bravo

Þú skrifar aftur og aftur að verðið muni hækka, það kann vel að vera, en á þeim vörum sem við tölum um, þá eru þær ódýrari fyrir utan tollmúra okkar en innan.

Eigum við ekki að rækta epli appelsínur og annað sjálf, svo að heimsmarkaðaverðið fari ekki að leika okkur grátt?

Kartöflur frá norður og austur Evrópu eru ódýrari í framleiðslu og niðurgreidda fyrir okkur, íslenskar dýrari í framleiðslu, ef íslenskar eru betri munu þær hafa hag af minni sendingarkostnaði og hærra verði, en á maður ekki að fá að velja það sjálfur útí búð. Sú vara sem er betri miðað við gæði mun vinna í samkeppninni.

Við framleiðum ódýrari þorsk en Þýskaland, finnst þér að þeir eigi að fá sér milljón ker og framleiða þorsk sem kostar meira en okkar og setja tollmúra á okkur?

Þú heldur að okkar landbúnaður deyi alveg ég er ekki sammála því, ef eitthvað hættir þá er meira land fyrir annað, meira land þýðir ódýrara land og er það þá líka eitthvað sem íslenskur bóndi  hefur framyfir, hvert bú mun þá líka fá meira land og nota dýrar vélar betur.

Árið 1900 voru um 60% íslendinga bændur, þeir vildu helst ekki að það mynduðust þéttbýli sem við köllum sjávarþorp í dag, voru hræddir um að þetta yrði baggi á þeim, bændum fækkar svo hægt og bítandi. 1920, 40% 1940 30%, 1960 15% og er svo 3% 2000, þetta eru frábærar efnahagslegar framfarir. Það helst nefnilega í hendur með ríkidæmi landa hve lítill hluti landsins fæst við landbúnað. Þetta fólk hefur ekki bara orðið atvinnulaust um alla framtíð heldur hefur það farið að vinna við aðrar atvinnugreinar.

Veit alveg að þú varst ekki að kalla mig komma, en sagðir að þetta væri ákaflega sovéskt kerfi sem ég væri að tala um en ég var að tala um engin afskipti af atvinnulífi sem er hrein andstæða.

Skil bara ekki þessa afstöðu þína, það er klúður að tapa okkar framleiðslu, þegar þú losar um fólk í einni atvinnugrein, fer hann í aðra og framleiðir meira. Ekki að landbúnaður muni endilega framleiða minna, en framleiðsla bænda í ferðaþjónustu verður líka að teljast þeim til tekna.

Eða eigum við bara að halda áfram að fara til útlanda til að skemmta okkur þessar 6 vikur sem fólk fær frí oft á besta árstíma, get ekki séð að það sé sérstaklega göfugt.

Kannski við ættum að halda þessu áfram erum að komast að kjarnanum í þessu.

Um hvaða kvótakerfi ertu að tala, mjólkurframleiðslu? Osta, kjöts og vefnaðar innflutnings? eða fiskistjórnunarkerfið? 

Johnny Bravo, 11.2.2008 kl. 18:07

9 Smámynd: Kári Gautason

Það eru margir góðir punktar í þessu. En samt sem áður verð ég að fá á hreint svo það sé pottþétt enginn misskilningur, hvaða vörur erum við að tala um. Ég er að tala um mjólkurvörur fyrst og fremst. Kerfið í sauðfjárræktinni er eins og við vitum báðir 50 árum á eftir sinni samtíð. Meðalstærð búanna er 300 fjár þegar það þarf allaveganna 1000 fjár til að búið sé full vinna. Og mikið af fasta kostnaðinum er sá sami þótt þú sér með 100 rollur eða 1000 svo það má mikið batna í því kerfi.

Varðandi verndina á íslenskri mjólkurframleiðslu þá hefur það sýnt sig að íslensk mjólk er bara á svipuðu verðstigi og annað hérna á Íslandi (hlutfallslega). Auðvitað á að hætta þessum verðtilfærslum á mjólk en þær eru einhver gamall arfur úr kjarasamningum ASÍ fyrir löngu síðan þegar verkalýðurinn vildi ódýra mjólk. Það má korka það.

En niðurgreiðslur til bænda lækka um 1% á ári út núgildandi mjólkursamning. Ekkert gríðarhá breyting en þó einhver. Ég var að tala um kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Ég held að um leið það verði kominn markaður erlendis fyrir íslenskri mjólk þá verði bakkað út úr þessu kerfi.

"Við framleiðum ódýrari þorsk en Þýskaland, finnst þér að þeir eigi að fá sér milljón ker og framleiða þorsk sem kostar meira en okkar og setja tollmúra á okkur?"

Ég fatta eiginlega ekki líkinguna, þjóðverjar framleiða líkaódýrari mjólk en þeir ríkisstyrkja líka sína framleiðslu.  

"Veit alveg að þú varst ekki að kalla mig komma, en sagðir að þetta væri ákaflega sovéskt kerfi sem ég væri að tala um en ég var að tala um engin afskipti af atvinnulífi sem er hrein andstæða."

Nei ég var að kalla svona drastískar breytingar hafa fá lönd önnur en Sovétríkinn framkvæmt, kerfið sjálft er ekki sovéskt. Það einfaldlega virkar ekki. Enginn afskipti af mörkuðum brotlenti 1929.

En þar komum við að grundvallarspurningu, trúir þú á ósýnulegu hönd markaðarins. Ég geri það ekki og ég virði það bara við þig ef þú ert ósammála mér. :)

"Skil bara ekki þessa afstöðu þína, það er klúður að tapa okkar framleiðslu"

Akkúrat, það væri klúður að missa innlenda mjólkurframleiðslu.  

Ekki að landbúnaður muni endilega framleiða minna

Þetta virkar vel í hagfræðibókunum að segja að búin myndu stækka og miklar hagræðingar verða og þar frameftir götunum. En staðreyndin er sú að 95% bænda færu rakleiðis á hausinn. Kannski yrðu 50 bú eftir á suðurlandi stutt frá mörkuðum í Reykjavík. Annars færu sveitirnar bara í eyði. 

Kári Gautason, 11.2.2008 kl. 19:53

10 Smámynd: Johnny Bravo

Landið fer í eyði þar mætti koma sumarbústaðarlönd, útvistasvæði eða óspilt náttúra. Svona geta orð fengið vægi.

Það er eflaust kjarni málsins að ég trúi á ósýnilegu höndina, trúi á að vörur færi sig úr stað þaðan sem þær má kaupa, þangað sem þær má selja.

Ég held að þó að það mætti flytja inn ost og mjólkurduft muni áfram vera framleidd mjólk á Íslandi. Dýrt að flytja svona mikinn vökva milli landa, en aftur færri bændur og stærri bú.

Samlíkingin við Þýskaland, gengur útá að vörur séu framleiddar þar sem það er hagstæðast að framleiða þær og svo skipti menn á milli sín vörum, en þetta klikkar þegar það eru tollar á milli. Pælingin var fundinn upp af Enskum hagfræðingi Ricardo, getur séð þetta hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/David_Ricardo

Hann notar aðallega, Portvín og vefnaðarvöru við Portúgal, eða korn við Frakkland. 

Það var síðasta verk Guðna Ágústssonar að hækka alla landbúnaðarstyrki um helming áður en hann hætti síðasta vor.

Fyrir hvern framleiddan mjólkur lítra fær bóndi 37kr á lítra. Þetta þurfa aðrir þjóðfélagshópar að borga með 35% sköttum. Sé ekki hvernig þú getur réttlætt þetta, fyrir ost, kjúklinga, grænmeti, kartöflur, gulrætur og annað sem við gætum keypt annarstaðar frá, kannski skattar hafi hrakið alla framleiðslu 66N til útlanda.

Johnny Bravo, 12.2.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Johnny Bravo

Afsakið mig, takk fyrir svarið.

Ekki koma með þetta, að við verðum að stýra framleiðslu svo að markaðir brotlendi ekki. Heimurinn er  bara svo miklu þróaðari í dag og alltof mikil matur til og þar ræður Ísland engu einsog vanalega. 

Johnny Bravo, 12.2.2008 kl. 14:00

12 Smámynd: Kári Gautason

"Dýrt að flytja svona mikinn vökva milli landa,"

Enda er ekkert verslað með mjólk í vökvaformi á heimssmarkaði. Alltof fljót að verða súr.  

Ég held að ég hafi séð að beinir styrkir til bænda væru 4% af fjárlögum þannig að það er nú ekki beinlýnis akkúrat það sem við erum að borga 35% skatta.

Kannast við þessa kenningu, ágæt eins og allt annað í hagfræði svona ,,in theory" en virkar ekki eins vel í raunveruleikanum þar sem hagfræðingar gera alltaf ráð fyrir nokkru sem heitir fullkominn markaður. Það er því miður ekki rauninn. 

"Það var síðasta verk Guðna Ágústssonar að hækka alla landbúnaðarstyrki um helming áður en hann hætti síðasta vor."

Nú kem ég af fjöllum?  Held þetta sé nú einhver misskilningur.

"kannski skattar hafi hrakið alla framleiðslu 66N til útlanda."

Nei ég held að globalization hafi gert það af verkum, ódýrara að framleiða það annars staðar. 

Ég held svosem að kjarnin sé kominn, ég trúi ekki blint á ósýnilegu höndina en þú gerir það. En takk fyrir góðar rökræður.

,,I might despise your opinion but I'll die for your right to have it" - Voltaire 

Kári Gautason, 12.2.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband