Bull og rugl
28.1.2008 | 15:00
Mest af sölu á mjólk í Danmörku er léttmjólk eða sambærilegt á 4,25DKR, þá þarf maður að margfalda með 12 og fær þá 51kr. En það er hægt að hagræða úrslitunum auðveldlega með að nota það gengi sem hentar manni.
En ef maður fer í fína matarbúð og kaupir eingöngu Arla express, sem er alltaf mjólkað innan 24tíma og kostar hún 7,25 og er það 87kr.
Svo er ódýrari búðirnar með þá mjólk sem þeir fengu ódýrast þá vikuna og kostar yfirleitt 5,5-6,5kr. eða 66-78kr.
Gerðu þeir enga rannsókn á osti enda eru þeir 2-3sinnum dýrari á íslandi, kosta 45kr/kg og 2-3 vikur í mánuði eru þeir á tilboði 35kr/kg í Danmörku og þá kaupir maður bara meira til að eiga.
420kr-540kr og við borgum 980-1280 fyrir venjulegan ost.
Hægt að fá Kamberta og gráðosta á 50-60 kr. og þeir fara ekki undir 1400 kr. hér heima.
Mjólka hf. er tilbúinn að búa þetta til úr mjólkurdufti eða við gætum aukið ost kvótann.
Svona má lækka matarkostnað landsmanna um 30þúss. á mann á ári. og um leið lækkar verðbólgan. Svo sparar ríkið 37kr í landbúnaðarstyrki á hvern lítra af mjólk.
Einnig er sorglegt að holl vara eins og sýrður rjómi sem má nota í stað majones eða rjóma er minna notað á Íslandi en annarstaðar af því að það helmingi dýrar en það þarf að vera.
Svo skilja menn ekkert í því að Íslendingar eða aðrir nenni ekki að vera í fríi hér.
Ferðmenn þurfa Bensín, Bjór, Kjöt og ost og sumarbústað hehe
Eru Framsóknarmenn í öllum flokkum?
Ódýr nýmjólk á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér. Þú greinilega hittir á kjarnann í þessari athugun þinni, þ.e. ekki sama hvar aflað er fanga. Segir manni mikið um mátt talnanna og hvaða hlutverk þeim er ætlað.
Hagbarður, 28.1.2008 kl. 15:05
Ef tekið er dæmi um 2 Arla í DK oft saman á tilboði
12DKR *12,81 (lokagengi í gær) = 153,7
12DKR *11,76 (meðalgengi síðustu 12mán) = 141,1
ég fann gamlan Krónu kvittun 74kr *2 = 148
Þannig maður getur fengið það sem maður vill út úr þessu, en flestir Danir versla í Netto, Aldi og Lidth og kaupa þar sem ódýrast 4-5kr/L
Við erum með 7% vask og Danir 25% þar af leiðandi er þeirra mjólk ódýrari.
Johnny Bravo, 28.1.2008 kl. 15:30
Þú virðist í það minnsta nota það gengi sem hentar þér. Ég veit ekki hvenær Danska krónan var í 12 en hún er í 12,85 í dag.
Þegar þú ert að tala um mjólk á 5,5 - 6,5Dkr (70,5-83,5kr) þá finnst mér það alls ekki fjarri verðinu í Krónunni (74kr) en er sú mjólk sem er þar af sömu gæðum og Nýmjólk?
Varðandi hitt sem þú talar um þá er það einmitt inntakið í þessu, svo ég endurtaki það sem stendur í fréttinni: "Afleiðingin af [lágu mjólkurverði] sé m.a. hærra verð en ella þyrfti að vera á unnum mjólkurvörum, t.d. osti og jógúrt."
gummih, 28.1.2008 kl. 15:44
Búandi í Danmörku, þá get ég staðfest að gæði mjólkurinnar er í fullu samræmi við gæði íslenskrar mjólkar,
Hún er unnin á sama hátt, enda eru flestir ef ekki allir mjólkurfræðingar á íslandi, menntaðir hér í Danmörku.
Meðalgengi síðustu 12 mánaða er 11.76
Gengið síðustu 2 vikur hefur verið uppundir 13 krónur.
Enn ekki gleyma því að það er íslenska krónan sem er að breytast.
Ekki Krónutöluverð hér í Danmörku.
Svo þegar er verið að gera verðsamanburð á milli landa þarf að taka vsk útúr dæminu.
Vsk á matvöru hér í danmörk er 25% á íslandi er hann 7%
Þá kostar líterinn hér 4,76 dKr
Venjulega kaupi ég mjólkina í Bilka þar sem hún kosar 5.95 dKr
Það er
Rúnar Ingi Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 16:58
Rúnar Ingi, ertu að segja satt? Er krónutöluverð í Danmörku ekki að breytast? Eru þá fréttir um að verð á léttmjólk hafi hækkað um 25% á sex mánuðum rangar?
http://www.berlingske.dk/article/20080119/danmark/701190052/
En þú segist kaupa mjólk á 5,95 danskar það gera þá 76 krónur fyrir lítrann á meðan nýmjólkurlítrinn kostar 74 í Krónunni (hvað kostar mjólk í Bónus?). En er það svo að skilja að það sé nýmjólk sem þú kaupir á 5,95, mér skilst að 3-4% feit mjólk í Danmörku sé jafnan fjórðungi dýrari en léttmjólkin?
gummih, 28.1.2008 kl. 19:06
Hlutfall mjólkur, eggja og osta er 2,08% af vísitölu neysluverðs. Það hefur lækkað niður úr 2,49% í janúar árið 2006
Hvað heldurðu að það myndi lækka verðbólgunna mikið með að hætta landbúnaði á Íslandi?
Kári Gautason, 28.1.2008 kl. 19:53
Kári Gautur þú gleymir kjöti og svo öllum vörum sem eru unnar úr þessu. Svo ertu að gleyma grænmeti og kartöflum líka og öllum vörum sem innhalda þetta. Korn og kornvörur eru einnig skattlagðar, innlendir framleiðendur sem nota korn fá þó skattinn endurgreiddan, Frón hlítur að borga vel í kosningarsjóði.
ok 74 Krónan, 5,95Kr danmörk án vasks 69,2 og 4,76
Ef notað er meðalgengið sem skiptir máli svo að þeir sem eru með viðkomandi voru geri ekki samanburð þegar þeim hentar.
55,98kr og 69,2 á ísland, það gefur, ísland 23,5% dýrari, greininn segir 33% ódýrari
Ef notað er óheppilegt gengi dagsins í dag 61,17kr, eða sama verð og á íslandi.
Þar af borgar ríkið bónda 37kr á líterinn sem myndi sparast burt ef hún væri innflutt. Að auki væri hægt að hafa virðisaukan 25% ef ekki þyrfti að fela þetta okur og þá hefði ríkið meiri tekjur af því og fólk myndi borða hollari mat.
Fyrir landbúnaðarstyrki hvers árs mætti auka útgjöld til framhaldsskóla og háskóla um 50%
Johnny Bravo, 31.1.2008 kl. 21:14
Sorry Johnny!
Ég missti mig aðeins í gremju þarna á kommenti hjá henni Jenný í gær. Ég las ekki kommentið þitt nógu vel til þess að sjá að það er margt gott í því.
... svo enn og aftur sorry.
kveðja, GHs
Gísli Hjálmar , 1.2.2008 kl. 10:42
"Kári Gautur þú gleymir kjöti og svo öllum vörum sem eru unnar úr þessu. Svo ertu að gleyma grænmeti og kartöflum líka og öllum vörum sem innhalda þetta. Korn og kornvörur eru einnig skattlagðar, innlendir framleiðendur sem nota korn fá þó skattinn endurgreiddan, Frón hlítur að borga vel í kosningarsjóði."
Gleymdi þessu ekkert, setti þetta bara ekki inn í, afsakið fyrir það en þá eru þessar tölur samtals 5,7% af vísitölu neysluverðs.
"Ef notað er óheppilegt gengi dagsins í dag 61,17kr, eða sama verð og á íslandi."
Óheppilegt gengi? Þú ert bara að hagræða tölum með að nota meðalgengið síðasta árs því það er vitað að krónan er stórlega ofmetinn. Sérstaklega á síðasta ári.
"Þar af borgar ríkið bónda 37kr á líterinn sem myndi sparast burt ef hún væri innflutt. "
Af skrifum þínum sé ég að þú hefur ekki kynnt þér landbúnað í heiminum eins og hann er í dag. Sérstaklega ekki mjólkuriðnað. Vissirðu að 90% af mjókurframleiðslu í heiminum er notað á heimamarkaði. Það þýðir að einungis 10% af mjólkurframleiðslu í heinum er á markaði (þar af er mjólkurduft frá Nýja Sjálandi 90% af því) í formi mjólkurdufts. Þannig að viljum við henda okkur í þá ormagryfju sem markaðurinn er? Við töpum matvælaöryggi þjóðarinnar með að leggja niður innlendan landbúnað. Segjum að það komi langvarandi þurrkar á Nýja Sjálandi (það eru þurrkar þar núna t.d.) Og mjólkurframleiðsla myndi dragast sama. Þá spennist verðið upp sem því nemur.
Ekki það að það muni ekki hækka gríðarlega hvort sem er þarsem Kína eru með risa risa áætlanir um að auka mjólkurneyslu. Þeir framleiða enga mjólk sjálfir því það er enginn menning fyrir mjólkurframleiðslu þar í landi og þeir hafa heldur ekkert pláss til að byrja hana. Mjólkurframleiðsla krefst mikils úthaga til beitar og hann er allur notaður í aðra ræktun. Til dæmis til að brauðfæða þjóðina.
Þannig að fljótt og örugglega værum við kominn með hærra mjólkurverð hér, það kostar sitt að flytja mjólkurduft hingað frá Nýja Sjálandi. Það eru 17 þús km. Heldurðu að við myndum spara mikið fyrir hinn almenna neytenda. Þar af auki að myndum við fórna matvælaöryggi þjóðarinnar sem mér finnst nú einna mikilvægast í þessu máli.
"Að auki væri hægt að hafa virðisaukan 25% ef ekki þyrfti að fela þetta okur og þá hefði ríkið meiri tekjur af því og fólk myndi borða hollari mat."
Afsakið ég veit ekki hvað þú ert að fara hérna?
Kári Gautason, 1.2.2008 kl. 18:21
afsakið fyrir framsetninguna á þessu, fór allt í rugl hjá mér :)
Kári Gautason, 1.2.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.