Í Stríðu?

Heita þessi samtök ekki í blíðu og stríðu? Skora á alla þá sem geta að fara á leikina og styðja okkar menn, heimavöllur gefur alveg 5-10mörk í handbolta hjá sumum dómurum, það er sannað mál.

Þessir leikir skipta miklu máli, að ná 3-4 sæti í riðlinum gefa leiki um 5-6 og 7-8 sæti í keppninni, sem svo gefa sæti í seinni keppnum. Svo skulum við bara vona að frakkar klári alla sína leiki.

Dræmari mæting, er kannski vegna þess að þetta er í miðri viku, riðillinn lág mjög vel sem helgarferð.

Snorri á að ráða hvað er gert, stuttar leikfléttur klipping frá snorra með "blokkeringu" frá línu til að neyða skytturnar til að skjóta, vantar tilfinnanlega. 6 hvoru megin í hvorum hálfleik, algert möst á fá anstæðingana til hræðast þetta og Snorri á líka að skjóta, undir handar og uppi, sakna þess að sjá það, það er svo fallegt :-D Snorri á líka að taka öll vítinn.

Hætta að hringla í skipulaginu. Svo tala lýsendur um að menn hafi komið inn og ekki fundið sig og verið ragir, ég skoða yðulega tölfræði á síðu keppninar, þá hafa þessir menn kannski fengið 3,5mín og skorað einu sinni. Rétta að komast inní taktinn í leiknum og svo skipt útaf, menn gera kannski ein tæknileg mistök og þá er þeim skipt útaf aftur, þetta skapar fleirri vandamál en það lagar. Skipta tímanum 15/15 eða 20/10 á skytturnar til dæmis er betra, sérstaklega í æfingarleikjum þar verða menn bara að nýta sinn tíma, til að fá meiri tíma í leikjum.

Óögunin er líka í algleymingi, margt í þessum handbolta sem tilvilljunarkennt og þurfum við að fá Boris aftur á hliðarlínuna, ekki spurning. Hann mynnir menn á að skjóta ekki alltaf eins og að senda í gólfið og fleirra sem gerir þetta allt auðveldara.

Annars langar mig að koma inná miðakerfi í handboltakeppnum almennt, þar sem mér finnst asnalegt að afhenda ekki þeim löndum sem eigast við tæplega helming miðana hvoru, þá gæti HSÍ lofað 3000-4000manns miða á alla leikina og það gætu orðið góðar hópferðir úr því.

Einnig er of mikið að keppa leiki dag eftir dag, annar hver dagur ætti að vera keppnisdagur í svona. 8 leikir á 11 dögum er of mikið. Enda hafa öll liðinn verið að æfa fyrir þetta allan janúar. 

Áfram Ísland, við elskum ykkur "no matter what" 


mbl.is Fáir Íslendingar á EM og margir miðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband