Blackmail (Svartur Póstur)
14.12.2007 | 14:02
Vildi ekki vera sakaður um að þýða ekki titilinn en mér finnst Íslensku hugtökin ekki jafn góð.
Þetta er alveg týpískt að stóri aðilinn hóti viðskiptastríði, sem tollmúrar Evrópusambandsins eru og fari svo að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Konungur persa var þekktur fyrir þetta fyrir 3000 árum síðan og margir síðan. Ef þú gefur þig ekki á mitt vald, vill ég ekki versla við þig. En ég vill alveg versla við þig ef þú segist vera á mínu yfirráðasvæði og borgar mér skatt. Síðan hafa margir fyllt í kjölfarið Róm, Páfagarður og svo framvegis.
Það er bara ekkert fallegt við hugsun Evrópusambandsins á meðan þeir eru í viðskiptastríði við 3 heiminn. Það eina sem þeir vilja er að fá að rækta landbúnaðarvörur og selja. En gengdarlaus offramleiðsla ESB rústar heimsmarkaðsverðinu, sem verður lægra en nokkur getur keppt við án styrkja. Ég mun aldrei sætta mig við að taka ábyrgð á þessum verkum ESB með því að brotna og ganga í sambandið. Enda virðast bara kristin ríki með hvítufólki geta fengið inngöngu.
Þessi samtök hefðu átt að vera fríverslunarsamtök lýðræðisríkja í anda kaldastríðsins og berjast fyrir mannréttendum eins og frjálsum kosningum, prentfrelsi, trúfrelsi og öðrum mannréttindum í þeim ríkjum sem taka þátt. Þá hefðu ríki í Suður Ameríku eða Afríku, sem fengju inngöngu upplifa mikinn efnahagslegan framgang og þá vonandi halda sig við lýðræðið og mannréttindin.
Ekki að það er gott að það gerir eitthver eitthvað til að reyna að fá Serba til að láta Albani í friði.
Siðlaust að bjóða ESB-aðild fyrir Kosovo" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það nota allir viðskiptahindranir til að ná sínu fram í heiminum, hvort sem það er ESB, Bandaríkin, Kína eða Rússland. Hinsvegar ert þú alveg í röngum pælingum að ESB sé að arðræna þriðja heiminn; það er algjört tollfrelsi frá þriðja heiminum inn á markað ESB og öfugt með allt nema vopn (Everything but Arms á Google/Wikipedia) - auk þess að ESB veitir meirihluta allrar þróunaraðstoðar í öllum heiminum.
.
Þess má svo geta að landbúnaðarstyrkir ESB er mun lægri en hér á landi, og tollamúrar Íslands eru miklu hærri heldur en inn í ESB, og innan ESB eru auðvitað engin múrar - þannig að í raun virkar ESB sem fríverslunarsamtök fyrir Ísland þar sem yfir 70% viðskipta okkar eiga sér stað við aðildarlönd þeirra.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.12.2007 kl. 15:11
það er ekkert tollfrelsi frá þriðja heims ríkjum inn á Evrópumarkað, tollfrelsið er innan ESB, þannig að hlutir eru bara tollafgreiddir einu sinni inn á ESB markað og svo ekki söguna meir, Ísland kemur svo inn í þetta í gegnum EES samninginn, held að þú ættir að kynna þér málið eilítið betur
gunnar (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:28
Ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara Gunnar, en mér sýnist að þú þurfir að kynna þér þetta betur. Hér er skilgreiningin á EBA; 'Everything But Arms (EBA) is an initiative of the European Union under which all imports to the EU from the Least Developed Countries are duty free and quota free, with the exception of armaments. EBA entered into force on 5 March 2001'.
.
ESB hefur aukið viðskiptafrelsi í heiminum gríðarlega með því að brjóta niður tollamúra í Evrópu og búa til stærsta markað í heimi - ásamt því að lækka tolla inn á markaðinn, eins og þeir gerðu við fátækustu ríki heims. Þetta viðskiptafrelsi er sjáanlegt á því að það var t.d. ekki til hlutabréfamarkaður á Íslandi áður en við gegnum í EES og tókum upp reglur innri markaðar ESB - og nær allar lækkanir á tollum og vörugjöldum á Íslandi hafa komið vegna þrýstings frá utanafkomandi aðilum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.12.2007 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.