Femínismi á villigötum

Skil ekki hvað er ólöglegt við þetta.

Það er ekki bannað að framleiða erótískarmyndir  (klám)

Það er ekki bannað að selja erótískarmyndir (klám)

Það er ekki bannað að sjá um greiðslur vegna þess

Ef það á að bera því við að þessar stórstjörnur sem fá milljónir dollara fyrir hverja mynd séu neyddar í þetta, þá þarf  nú að banna fleiri vörur, skó frá Kína 80% alls skófatnaðar í heiminum kemur þaðan. Ef málið er að þetta kalli á kvenfyrirlitningu og útlitsdýrkun og allskonar þannig þá þarf nú að banna allskonar horrormyndir og svo þarf að fara að ritskoða það sem skrifað er. Tel þetta skref í mjög alvarlega átt. Annars eru þetta kvendýrkunar myndir, en fara svona fyrir brjóstið á sumum. Fyrir utan að það fá sér flestir frítt klám á netinu hehe

Femínistar eru alltaf að berjast á röngum vígstöðum og skapa sér óvild. Aðallega vegna þess að þeir gleyma að berjast fyrir jafnrétti.

Laun eru gott dæmi. konur hafa 5% lægri laun, þær hafa líka 6mánuði meira í mæðraorlof og eignast að meðaltali 2 börn milli 20-40ára aldur og er það 5% meiri fjarvera en karlmaður. Svo lengi sem einstakur hópur hefur sérréttindi þá mun hann fá minni greitt.

líka týpískt að þegar konur voru loksins valdar til jafns á við kalla þá þurftu að gera svona kjánalegar reglur þar sem ekki þessi hæfasti er valinn, þá verður þetta  bara þannig að fleiri konur komast áfram og þegar þær eru komnar þangað verður bara meiri tortryggni gegn getu þeirra.


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Það er ekki rétt að konur hafi "6 mánuði meira í mæðraorlof"; konur fá þrjá mánuði, karlar þrjá mánuði og báðir foreldrar fá að auka þrjá mánuði sem þeir mega skipta á milli sín hvernig sem þeim lystir. Fjarveran er svo, að því er mér skilst allavega, ekki borguð af fyrirtækinu heldur úr fæðingarorlofssjóði, svo það getur ekki réttlætt launamun.

Heiða María Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Að auki er launamunurinn meiri en þú telur, sjá t.d. hér: Þorgerður Einarsdóttir. „Hver er mismunur á launum kynjanna?“. Vísindavefurinn 24.10.2005. http://visindavefur.is/?id=5350. (Skoðað 11.12.2007).

Heiða María Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 07:52

3 identicon

En núna eru til rannsóknir sem ad sýna ad launamunur kynjanna er lítill sem engin. Eigum vid ekki ad trúa tví? Ætlum vid alltaf ad taka bara vondar fréttir og éta thær? Hvad er í gangi í thessum heimi.

Ég held ad Ísland sé eina landid í heiminum sem stríd milli kynjana sé hafid útaf einhverjum pirrudum húsmædrum í vesturbænum. 

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Ég veit það ekki, eigum við að trúa því? Hvar eru þessar rannsóknir? Ég vísa í heimildir, en ekki þú.

Heiða María Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Þarfagreinir

Reyndar er birting og dreifing kláms ólögleg á Íslandi. Það er bara lítt nýttur lagabókstafur núorðið.

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]

Þarfagreinir, 11.12.2007 kl. 09:37

6 identicon

Síðan eru það orðin feministi og feminismi. Hvorutveggja eru þetta kk. orð þannig að næst hljóta ÞESSIR feministar að skipta yfir í kvk. orð sem betur hæfir þessari rugl baráttu þeirra.

Gerið það fyrir mig og (að ég held) meginhluta þjóðarinnar að hætta þessu helv.... bulli. Um leið og þið farið að beina sjónum ykkar að jafnrétti í stað þess að vera sífellt að væla um kvenréttindi þá munu fleiri fara að hlusta á ykkur í stað þess að pirrast yfir ykkur eða hlægja að þessu bévítans bulli.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:08

7 identicon

Sveinn og Johnny, það sem þið eruð líklega að hugsa um er skýrði
launamunurinn. Útskýrður launamunur kynjanna er mikill, það er staðreynd að
karlar eru almennt í mun launahærri störfum en konur, en eftir stendur enn,
þegar búið er að taka tillit til vinnuheitis, yfirvinnustunda,
ábyrgðarstöðu ofl, ennþá ákveðin prósenta sem er óútskýrður launamunur.
Þetta er sitthvor hluturinn, annars vegar almennur munur á tekjum kynjanna,
og hinsvegar óútskýrður launamunur.

Johnny það er svolítill misskilningur að klámmyndir séu kvendýrkunarmyndir.
A.m.k. dýrka þær ekki nema mjög takmarkaðan hluta allra þeirra eiginleika
sem konur búa yfir. Þegar karlmaður æsist kynferðislega við að sjá sæði sprautað yfir
andlitið á konu er það ekki vegna einlægrar virðingar hans fyrir konum.
Sjálfri finnst mér ég frekar falleg og með flottan líkama og finnst að
sjálfsögðu frábært þegar kærasti minn sýnir að hann kunni að meta það.
Hinsvegar finnst mér ég líka vera frekar klár og fyndin og mjög hæf í því
sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vildi gjarnan að þessum eiginleikum mínum
væri gert jafnhátt undir höfði í þessum kúltúr eins og þeirri staðreynd að
ég sé með stór brjóst. Það fer hinsvegar minni fyrir "dýrkuninni" á þeim
eiginleikum kvenna.

Annars er ég sammála því að femínistar þeir sem kenna sig við þetta félag
eru á villigötum og mjög ótaktískar í flestu sem þær taka sér fyrir hendur
þessi misserin.

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:44

8 Smámynd: The Jackal

"Að auki er launamunurinn meiri en þú telur"

Og að stoppa klám minnkar hann... hvernig?

The Jackal, 11.12.2007 kl. 16:28

9 identicon

Ég afsaka það að ég komi ekki með heimildir en hér eru þær:

www.sv.is/renderPage.php?catid=17&pageid=104 Þar er talað um á blaðsíðu 11 að kynbundinn launamunur sé á bilin -2% til 3%.

Auðvitað á að taka tillit til starfsstétta og starfsaldurs og þess háttar.
Þú tekur einn laun karla á íslandi frá skattstofu og svo laun kvenna á Íslandi og býrð til eitthvað úr því það gengur bara ekki upp. Ef að það gengur upp ætla ég að vera tölfræðingur þetta er greinilega mjög auðvelt starf.

En það sem að ég er að gagnrýna í störfum feministafélagsins er það bara að þær vinna óskipulega og berjast ekki fyrir réttum hlutum. Þessi kæra er t.d. alveg útí hróa hött. Ég á vin sem að vinnur í kringlunni sem starfsmaður kringlunnar. Á að kæra hann fyrir að vinna á stað sem að leigir bókabúð pláss sem að selur klámblöð? Er svo næsta skref á eftir því að kæra mig fyrir að vera vinur hans? Nei þetta gengur ekki upp, þetta er komið útí tóma vitleysu.

En ég styð jafnrétti kynjanna en ég er ekki feministi. 

En við skulum ekki gleyma því í öllu stríðinu að boys will be boys og girls will be girls. Ég fílaði samt síðasta spaugstofuþáttinn þar sem að einstaklingur ólst upp án þess að vera eitthvað kyn, ef að þið hafið ekki séð það að þá mæli ég með því að þið kíkið á það. 

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:09

10 Smámynd: Johnny Bravo

Ég þakka umræðuna og gaman að umræðan hafi farið frá erótísku myndefni yfir í launaumræðu, en erótískt myndefni verður aldrei tekið frá fólki frekar en misheppnuð tilraun með ófengi og heftun á eiturlyfjaviðbjóðnum.  Eftir situr að

Konur sækja síður í betur launuð störf, biðja um of lítið í laun, hafa sér réttindi og eru oftar veikar eða að vesenast með börnin og einstæðar mæður hafa nóg með að halda heimili saman og mæta þreyttar til vinnu.  Þetta er ákvörðun sem er tekin á hverjum degi, á ég að ráða karlmann eða konu, ef ég ætti lítið fyrirtæki myndi ég hugsa um eigin hagsmuni eins og allir aðrir.

Þróunin á sér stað og engin ástæða til að koma með kynjakvóta og fara offari þó að maður vilji banna afþreyingu hins kynsins klámmyndir fótbolta og karlmenn væmnar myndir og bækur.

Þessi lagagrein var skrifuð undir af konungi Dana 1940 og þá var nú bannað að vera samkynhneigður og nornaveiðar voru nýhættar.

Johnny Bravo, 13.12.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband