Allir að hugsa um sig.

Kæri Geir,

Þú hefur verið í ríkistjórn síðan Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferlið, hvernig hefur gengið að hafa 5-10% hagnað af ríkissjóði til að borga upp þær botnlausu skuldir sem stofnað var til á fyrstu 50árum lýðveldisins?

Þar er sala á eignum ríkisjóð einmitt ekki talin með.

Einnig þarf að endurskoða hlutverk Hagstofunnar, þar vinna menn þarft og mikið verk við allt allt allt of þröngan kost.

Einnig þarf hagstofan að hætta að hafa húsnæðisverð inní vísitöluneysluverðs, þar sem það gefur skakka mynd af gangi mála fyrir þá sem eru að kaupa sér húsnæði. Sé dæmi tekið um 5 eða 10% vexti þá má húsnæði vera 76% dýra í tilfelli 5% vaxtanna.  Þannig að framboð á lánsfjármagni er aðalatriði húskaupenda ekki verðið í heild heldur greiðslubyrgði á mánuði.  Þetta skekkir allar reikninga og við fáum aldrei helmingi lægri vexti og stöðuleika sem fylgir því án þess að leyfa húsnæðisverði að vera í friði.

Stöðuleiki Dana felst í stórum skuldabréfamarkaði og fólk skuldar alltaf 95% í húsnæðinu sínu, ef það á eitthvað aukalega er því bara eytt eða sett í sparnað.  Ef vextir hækka þar, hækka þeir bæði á lánum og sparnaði nánast um leið, því skuldabréfa kaupendur kaupa sér þá frekar ríkisskuldabréf en húsnæðisskuldabréf þangað til húsnæðisskuldabréf hafa hækkað í takt við ríkisskuldabréf.

Á Íslandi hækka vextir ríkisskuldabréfa úr 4-13,7% og húsnæðislána úr 4,15-5,4% á sama tíma.  Það er augljóst að það er eitthvað sem er ekki að virka. Í Danmörku hefði bara þurft að hækka um 1,5% til þess ekki 9,7%

Húsnæði á Íslandi er aðeins veðsett að meðaltali 33% og er þetta merki um skort á lánsfjármagni og að fólk kæri sig ekki um lán sem eru verðtryggð.

Kveðja Johnny Bravó

 


mbl.is Ráðherrar gagnrýna vaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband