Kjánalega skipulögð keppni

Mig langar bara að lísa frati í undankeppnir Evrópu og heimsmeistaramóts, það er augljóst að við komumst seint á þessi mót og höfum þanað ekki mikið að gera, en væri gaman.  En það er komin tími á að Evrópa spili þetta í 10-12 liða deildum og maður geti farið upp og niður, leiðinlegir leikir þegar stór lið eru að fara til smáþjóða í knatspyrnu samhengi, sem spila helst bara vörn. Þá myndi bara 8 efstu í A deild evrópumótins fara á heimsmeistarakeppni. Hver hefði ekki vilja hafa 6 leiki milli

Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Króatíu Hollands, Spáns, Tékkalnds, Portugal, England og rúmenum. 

Í sjónvarpinu í gær og á miðvikudaginn, í stað þess að þessi lið voru að rúlla upp eitthverjum smáþjóðum eins og:

Ísrael, möltu og georgiu, andora, luxenborg, san marino og lichtenstein hvar sem þetta allt er nú er.

Á móti kemur að við fáum aldrei að spila við stórþjóðir, en þá fáum við samgjarna mótherja og getum farið upp um riðil eða dottið í E riðil með smáþjóðunum.  Ég veit alveg að spánverjar eru miklu betri en við í fótbolta, en gaman að við náðum stigi. En þetta myndi spara marga leiki og það væri hægt að keppa á hverju ári evrópukeppni í staðinn.

En við myndum byrja í E riðli með Kazakastan, möltu, Eistum, Lichtenstein, Andorra, Luxemborg, færeyjum San Marínó og Montennegro (svartfallaland)

 

Svo finnst þessi völlur glataður og ég nenni ekki að fara fyrr en við eigum ekki 15-20.000 völl ÁN HLAUPABRAUTAR með þaki og hægt að draga þakið yfir.

Bara rugl að byggja ekki svona, kostar helling af peningum en það koma líka fleyrri á völlinn og svo er bara að nota völlinn sem mest í tónleika og alla leiki höfuðborgaliða í fótbolta og hvað veit ég. Það sparast að byggja 12 heimavelli á höfuðborgarsvæðinu og fáránlegar aðgerðir eins og eyða pening í nýja stúku fyrir aftan hlaupbrautir sem er bara heimskulegt.

 

 

 


mbl.is Eyjólfur: „Ég er ekki sáttur við eitt stig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur að láta öll liðin í RVK hafa sama heimavöll? Það væri það heimskulegasta sem ég veit um, svo græðir Ísland ekkert neitt rosalega á því að byggja stóran völl þar sem að það er erfiðara að verjast á stórum velli. 10.000 manna völlur er alveg nóg þegar hann fyllist 1 sinni á ári eða svo...  Metið er 20240 og það var á Ísland - Ítalía þegar það var auglýst sérstaklega að þetta væri leikurinn til að setja áhorfenda met. Það er líka hægt að nota Egilshöllina í tónleikahald og líka þennan völl... ef það á að byggja eitthvað þá ætti að klára hringinn og svo mætti hugsanlega hugsa um að rífa hlaupabrautina.

Til hvers að byggja þak svo yfir, nóg að hafa skyggni.

 Svo verða ekki gerðar neinar breytingar ef fólk hugsar svona eins og þú

"ég ætla ekki að mæta á völlinn fyrr en það er búið að stækka hann"... fyrst þarf KSÍ að sjá að það borgi sig að stækka völlinn.

Maggi (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Johnny Bravo

Á Ítalíu hafa öll liðinn í sömu borg sama völlinn.

Grasið sjálft þarf ekkert að vera stærra.

Áhorfendur nær gerir þetta að ljónagryfju

Ef miðaverðið á landsleiki yrði lækkað og aðstaðan betri myndu fleyrri mæta og njóta leiksins, tala nu ekki um aðstaða svo sem bílastæði og komast í burtu og góða innanhús loftslagið á pöllunum.

 Þakið er til að vernda grasið. KSÍ á enga peninga og ræður engu, það er Reykjavíkurborg sem á að sjá þetta.  Kannski megi selja REI og kaupa völl

Johnny Bravo, 11.10.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband