Tómleika spekinar erfit að hylja.

Sæl Jóhanna mín,

Ég þakka þér 12 góð ár í stjórnarandstöðu og fallegar ræður um öryrkja og einstæðar mæður og þeirra sem minn mega sín. Ég skil ekki af hverju þú vilt að seðlabankinn lækki vexti sína ef þú villt taka lánamöguleika þeirra verst settu af þeim með lækkun þinni á lánshlutfalli íbúðarlánasjóðs úr 90% í 80%, hámarksútlán íbúðarlánarsjóðs er 18mill þannig að til að fá 90% þarf íbúðinn að vera 20mill viði eða minna, það er kannski 60-70m2 á höfuðborgarsvæðinu.  Það voru 40 útlán svo há frá áramótum í allt eitthvað um 500millur og veltir húsnæðismarkaðurinn rúmum 3milljörðum á viku (mbl.is 14.7.2007) þannig þú ert að taka út dræman mánudag í útlánum og níðast á þeim verst settu og skerða aðgengi landsmanna að lánsfé. Það er mikið talað um að fólk sé að taka of mikið að láni og endi á götunni, en þeir sem eru á götunni gleymast oft.  Þetta með að einblína á stýrivextina hefur eitthvað með Davíð að gera. En að þessi stefna gangi ekki til lengdar þá vita allir að stýrivextir munu lækka næst og það hefur ekkert með þig að gera. Það hjálpar fólkinu ekkert. Alla vega ekki þeim sem eiga ekki 3millur og verða núna að fara í klær viðskiftabanka og fá nú 0,25% hærri vexti þökk sé þér.

   Svo skulum við hafa eitt á hreynu Jóhanna seðlabankin tekur sjálkrafa ákvarðanir út frá ákörðunum ríkistjórnar, þeir vinna að því að halda verðbólgu á ákveðnu stigi með því að slá á eftirspurn gegnum vexti. Hversu mikið þeir þurfa að fá eftirspurnina niður veltur á hversu mikla eftirspurn ríkið  hefur á vinnuafli og vörum. Ekki það að það sé ekki hægt að gera betur í heilsugæslu og ýmislegt heldur að ef þú vilt fá vextina niður þá er um að gera að hafa hagnað á ríkisjóði 5% af fjárlögum eða 10-20milljarðar á ári væri ekki fjærri lagi.  Gott að minka skuldirnar, svo er hægt að fá lán aftur ef mögur ár koma upp.  En ég er alveg sammála þér í að það eru þörf verk í heilsugæslu, menntamálum og öryggismálum og væri frábært ef þú myndir reyna að spara nánast allt annað og setja samsvarandi fé í þessa málaflokka.
                                                                     Keep it Real Jóhanna, kv Johnny Bravo 

mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir býst við að sitja fjögur ár í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband