Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skil ekki hvernig fólk tímir þessu.

307.000 kr. í skuld á 20%-25% vöxtum kostar 61.400-76.750 ef það stendur í 1 ár.

Ef viðkomandi hefur þörf fyrir þessa peninga til skamms tíma þá er skiljanlegt að fólk taki slík okurlán og greiði upp sem fyrst.  Ef viðkomandi hefur þörf fyrir þetta fé þá væri hægt að draga þá ályktun að þetta séu hálf mánaðarlaun á ári bara í vexti af tiltölulega lítilli upphæð. Ef viðkomandi hefur góðar tekjur og er að skulda á yfirdrætti er hann náttúrulega bara kjáni eða alveg sama.

Margir gleyma að það er hægt að taka húsnæðislán og þá kosta 307.000kr. 1550-1850kr. á mánuði.

Reyndar er sú skuld til 40ára en vextirnir eru lægri og maður getur alltaf greitt það niður ef maður á of mikið af peningum eða stofnað til sparnaðar, hann borgar alveg 10-15% eins og verðtryggt 5% lán kostar umb. 10% á ári.

Þetta er bara eitt af því sem einmitt vantar í skólakerfið.

Svo er gaman af því þegar frétta menn slá upp svona hækkunum, upphæðinn hefur aðeins hækkað um 7,7% milli ára en hefði átt að hækka um yfir 20% miðað við vextina en fólk hefur verið að greiða þetta niður greinilega. Ef tekið er inní myndina verðbólga síðustu 12mánuði rúmlega 5% þá er lítið eftir og gott að sjá að efnahagurinn er stöðugur og fólk er að borga niður yfirdráttarlánin sín.

 


mbl.is Yfirdráttarlán aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársvelti

Maður uppsker eins og maður sáir. Grunnskólarkennarar í Danmörku eru ekki háskólamenntaðir, svo menntamálaráðherra(seti,frú,stýra) er hugsanlega að leita á röngum stað að betri árangri.

Árið 2006 voru undir 10% af fjárlögum notuð í menntamál. Það hlutfall hækkaði í 2007 í 13,5%. En þetta hefur ekkert með grunnskóla að gera. Því þeir eru komnir á sveitafélögin og þau hafa ekki bolmagn til að gera vel við Grunnskólana, vegna þess að þeir fengu ekki skattstofna með td. hærra hlutfall af tekjuskatti. 

Nátturufræði kennslu er ábótavant á íslandi, sérstaklega dýralíf Íslands, venjulegir Íslendingar þekki ekki nöfn á trjám, fuglum og ekki spyrja þá hvaða dýr tófa er td. 


mbl.is PISA-könnun vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monopoly :-D

Það er svo augljóst að SS er bara að passa að við fáum ekki kjúklinga undir því verði sem þeir hafa ákveðið að kjöt kosti. Hver er markaðshlutdeild SS og dótturfélaga og Holtakjúklings á áleggi og kjöti eftir sameiningu???

Það á að banna svona samruna, ef SS vill eiga kjúklingabú, geta þeir bara byggt eitt en þá væru kannski 3,4 á markaðnum og þá væri minna uppúr því að hafa, eins og í monopoly (einokun), það þarf að eiga allan litin til að geta byggt hús og hótel. 

Vona að ráðherrar ríkistjórnar án bændaflokks setji eitt eða fleiri núll á eftir innflutningskvóta kjúklinga og osta.


mbl.is SS kaupir Reykjagarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fara peningarnir okkar í

470milljarðar það gerir yfir 1,5mill á mann, vá hvað ríkið er að ráðstafa peningunum okkar fyrir okkur.

Ef notaðar eru tölur frá 2006:

 

MálaflokkurHlutfallÁrgjald
Umhverfisvernd1,0%11.667 kr.
Löggæsla, réttagæsla og öryggismál4,0%45.333 kr.
Menning og íþróttir og trúarsprell4,3%48.667 kr.
Óregluleg útgjöld6,9%77.667 kr.
Menntamál9,9%112.667 kr.
Almenn opinber þjónusta13,0%147.333 kr.
Efnahags og atvinnumál13,5%153.333 kr.
Almannatryggingar og velferð21,8%247.333 kr.
Heilbrigði25,2%285.667 kr.
 99,7%1.129.667 kr.

 Ef rauðu liðirnir væru feldir út gæti árgjaldið lækkað um tæplega 40% eða niður í 691.000 og hægt væri að gera betur við þá málaflokka sem ríkið á að taka að sér.

Rauðu liðirnir eru að mestu óþarfir að mínu mati, allavega ekki allir sammála um að þeir eigi að vera þarna, væri gaman að sjá hvernig fólk vildi skipta þessu sjálft. En eflaust margt undir þessum liðum sem mætti sleppa.  En hver vill ekki borga 440.000 á ári í þetta sprell. Þetta er miklu betra en að borga skuldir sínar eða fara í ferðalag, eða taka 2 mánuði frí á ári.

 Einnig er gaman að sjá ýmsa undirflokka.

Háskóli                 15.951mill

Framhaldsskóli     14.380 mill

Landbúnarður        13.822 mill

Helmingi betri háskóla og erlanda námsmenn heim eða borga bændum fyrir að framleiða eitthvað sem má flytja inn? voða er þetta erfið spurning. 


mbl.is Áætlun um ríkistekjur hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri nú að hafa norðurlandadeild

Gaman að sjá hvað Íslendingaliðin standa sig vel.

Það er hinsvegar sorglegt að við missum alla okkar leikmenn erlendis og enginn að fylgjast með hvað er að gerast þar. Held að norðurlandadeild myndi búa til peningalegt mótvægi við þýsku deildina og þá spænsku.

Væri þá gaman að fylgjast hvernig okkar mönnum í HC Reykjavík gengi gegn frændum okkar á norðurlöndum Danir og Norðmenn gætu verið með 3lið og Svíar 5, svona til að endurspegla fólksfjölda í löndunum.

Troðfull 5-10.000 mann höll væri heldur ekki leiðinlegt að hafa, ásamt því að töluvert magn leikmanna frá þessu liði væri í landsliðinu og myndi styrkja það að menn þekktust vel.


mbl.is Ásgeir Örn markahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

www.leyfumhusnaedisveridiadhækkaogvoxtumadlaekka.is

Það er rétt að seðlabankinn ætti að nota aðra vísitölu og án húsnæðis.  Ástæðan fyrir hækkunum vaxta er nefnilega að verja kaupmátt fólks, en hækkun vaxta hefur einmitt þver öfug áhrif á húsnæðiskaupendur.

Þar hefur sjálft verð íbúðarinnar minna að segja en þau vaxtakjör sem bjóðast. Dæmi 20mill íbúð 6% vextir 100.000 í vexti á mánuði 30mill 4% vextir 100.000 í vexti á mánuði.  Þess vegna væri gott ef allir hættu að tala um hvað það væri slæmt því það sem við þurfum er að fá meira lánsfjármagn inn á lægri kjörum eftir fjársvelti fyrir 2002.

Það er líka undarlegt að kaup rúmmlega íbúða á höfuðborgarsvæðinu á viku hafi svona mikil áhrif á efnahagstjórn landsins.  Enda flestir þeir sem þar eru að kaupa þegar lítið er um lánsfjármagn vel stæðir að færa sig til og eða á góðum launum.

www.leyfumhusnaedisveridiadhækkaogvoxtumadlaekka.is 


mbl.is Vilja endurskoðun verðbólgumarkmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapað stríð - sóunn á fé

Ef marka má þær úttektir sem hafa verið gerðar á fíkniefna markaðinum á Íslandi er framboð alltaf nægilegt það er að segja það tekst ekki að hamla inngöngu þess í landið.  Hvenær ætlum við að sætta okkur við að það er ekki hægt að stoppa þetta. Ein hvítvínsflaska af amfetamín-basa verður margir tugir kíló af efni.

Fíkniefna heimurinn á íslandi veltir 10milljörðum á ári minnst, það er meira en velta í innflutningi á bílum td. gróðinn nægir til að ráða 1666 menn með 500þússund á mánuði eftir skatt. Hvað ætlar ríkið að gera í því ráða 5000 tollara, löggur, hunda, þyrlur og sérsveitarmenn bara til að stoppa þetta eða? Til samanburðar vinna svipað margir á landspítalanum og væri ráðlegra að ráða 5000manns þangað og nota þetta fé í fræðslu og bara lögleiða þetta rugl. 

Ríkið gæti líka séð um innflutning og dreyfingu og haft af því miklar tekjur. Og notað þær í mikilvæg meðferðarúrræði, annarsvega lofa að fara í meðferð þar sem maður verður að  klára og er sviptur sjálfræði á meðan, bara fastur uppí sveit og hinsvegar þar sem bara eru öll heimsins eiturlyf og fólk má ekki fara þaðan aftur. Nema fara í árs meðferð fyrst. Hætta með þessi meðferðarúrræði sem þeir sem fíklar nota bara sem 6mánaðar mat og húsnæði og byggja sig upp fyrir að fara að jamma aftur.

Þeir sem vilja prófa eða nota eiturlyf finna það auðveldlega og kostar lítið, farið hefur fé betra.  Frekar að efla menntun, íþróttastarf (sem er ekkert í menntó), þar eru 98% þeirra árganga sem eru að lenda í þessu 16-22ára.  Frían háskóla fyrir þá sem hegða sér, frekan en löggur á þá sem eru að dópa og djúsa.


mbl.is Hinar raunverulegu varnir Íslands eru gegn fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verra að vera að blogga fullur alltaf

Þessi blogg Össurar eru að verða svolítið hlægileg kemur alltaf með allskonar rugl sem á ekki við nein rök að styðjast.  Það er orðið öllum ljóst hver ræður í nýjum meirihluta, það er kommúnistinn, enda höfðu fulltrúar annarra flokka í OR kosið með stofnun, sameiningu og einkavæðingu REI. 

Það er sorglegt að borgarmál einbeiti sér ekki af leikskóla, grunskóla og skipulagsmálum í stað þess að vera að reka helminginn af fyrirtækjum bæjarins. Enda eru þetta fyrirtæki og það hefur nýr meirihluti viðurkennt og sett stjórnun þeirra undir einn hatt. 

Nú eru búið að missa Bjarna Ármann úr útrás orku fyrirtækja og þessi 4 milljarðar sem OR skaut í REI og ætlaði að selja á 10milljarða rýrna væntanlega frá þeirri upphæð og neita íslendingum um sterkt orkufyrirtæki í útrás.

En eftir sitjum við (Íslendingar allir) með 2 þar sem annað er kerfisbákn undir stjórn borgastjórans í Reykjavík.  Sterkt útrásarfyrirtæki hefði ráðið verkfræðinga og viðskiptafræðinga á góðum launum svo 1000skiptir. Allt af því að sumir geta ekki séð sér fært að hemja öfund sína þegar fyrirtækjum gengur vel.

Kveðja Johnny Bravo 


mbl.is Gæti sín á stóryrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svör ráðherra um úr 90 í 80% úr morgunblaðinu

Svör ráðherra við lánaskerðingu þeirra sem minna mega sín:

„Það er mjög erfitt að sníða sérstakar reglur eftir því hvar á landinu fólk býr. Ég legg fyrst og fremst áherslu á þær aðgerðir sem við erum að vinna að og ætlað er að endurreisa félagslegar áherslur í íbúðalánakerfinu.  Þær breytingar munu sérstaklega nýtast vel fyrir lágtekjufólk, þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti og á landsbyggðinni – einkum þeim svæðum þar sem bankarnir lána helst ekki til íbúðakaupa. (Hvernig hefði bara verið að hald reglunum einsog þær voru þangað til?)

       Ég hef áhyggjur af stöðunni á húsnæðismarkaðinum. Það er stór hópur fólks sem á í gríðarlegumvvandræðum. Flestir, sem koma hingað til mín í viðtal í hverri viku, eru í miklu húsnæðisbasli, grátandi fólk sem á ekki möguleika á að koma þaki yfir höfuðið.  Leigumarkaðurinn er þessu fólki óhagstæður og það þarf jafnvel að greiða 2⁄3 launa sinna í leigu.  Fólk, sem er með meðaltekjur,(185þús eftir skatt, sem er 65þúss og væri hægt að lækka með hækkun persónuafsláttar ef ríkið sparar slatta af óþarfa) ræður illa við kjörin á leigumarkaði og á óhægt um vik með að kaupa sér húsnæði á þeim kjörum sem nú eru í boði.  (en fyrir lánshlutfallslækkun hefðu svona einstaklingur getað keypt sér íbúð fyrir tæpar 20millur og verið að greiða 90þússund af því hjá ILS, en eftir lækkun lánshlutfalls hafa vextir hækkað um 0,25% og þetta fólk að leygja á meira en 90þúss ef bankarnir vilja ekki lána þeim 90% á hærri vöxtunum)  Ef félagslegar leiðir væru fyrir hendi eins og áður væri hægt að leysa vanda velflestra, en árið 1998 var félagslega íbúðakerfið í raun lagt niður. (Blah blah um 9ára gamalt rugl) Nú eru á höfuðborgarsvæðinu 1.500-2.000 manns sem eru í verulegum vandræðum og eru ofurseldir leigumarkaðinum.(Og mun fjölga afþví ég lækkaði lánshlutfallið) Ég vænti þess að í þeim mótvægisaðgerðum, sem við erum að vinna að, reynum við að styrkja innviði sveitarfélaganna sem leiðir vonandi til þess að búseta á landsbyggðinni verði fýsilegri.(Erum að vinna að, gæti tekið 2ár eða 5 og þá ætla ég að setja ábyrgðina á sveitarfélögin) Ég mun fljótlega skipa nefnd (fljótlega 1ár vinna nefndar 2ár) til þess að semja frumvarp um húsnæðismálin. Þar er gert ráð fyrir að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem eru með tekjur innan ákveðinna skilgreindra marka og ég vænti þess að hægt verði að leggja frumvarpið fram á næsta þingi.(væntir þess, lofar ekki að sjá til þess) Hugmyndin er sú að koma á félagslegum lánum og styrkja leigumarkaðinn.“ (félagsleglán nei takk, fólk vill fá lán hjá íbúðarlánasjóði ekki fá að vita að það þurfi félagsleg lán)

 

– Það hafa staðið nokkrar deilur um Íbúðalánasjóð síðan bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn. Hvernig sérðu framtíð sjóðsins fyrir þér?

 

„Ég sé fyrir mér að þessi félagslegi þáttur, sem ég vil styrkja, hafi mikið vægi hjá Íbúðalánasjóði. (Hvaða félagslegi þáttur?  Varstu ekki að massa hann niður, en segist vilja styrkja hann) Að öðru leyti býst ég við litlum breytingum á sjóðnum nema hvað snertir ríkisábyrgðina.(Ef ríkið á hann er hann í ríkisábyrgð) Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki hér á íbúðalánamarkaðinum og ég vil standa vörð um hlutverk hans.“ (Standa vörð!!, varst að gera hann ónöthæfan nema fyrir ríkt fólk sem á minst 80% í sínu húsi) Jóhanna vill eflaust vel en áttar sig ekki á hvað hún er að gera,held að bakrunnin skorti til skilnings til breytinga á lánakerfi. Hér má sjá æfiágrip Jóhönnu:  www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=287



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband